Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 17
Fréttir 17Vikublað 14.–16. október 2014 Frá Pol Pot til ISIS: „Allt sem flýgur á allt sem hreyfist“ eftirsjá. „Ég skammast mín,“ sagði hann. Í dag er hann sjaldgæfur maður sem segir sannleikann um hvernig ríkis stjórnir blekkja og hvernig auðsveipir fjölmiðlar leika mikilvægt hlutverk í að breiða út og viðhalda blekkingunni. „Við fóðruðum [fréttamenn] á ósann­ reyndum, dauðhreinsuðum upp­ lýsingum,“ sagði hann, „eða úti­ lokuðum þá.“ Þann 25. september birtist fyrir­ sögn í Guardian: „Frammi fyrir hryllingi ISIS verðum við að grípa til aðgerða.“ „Verðum við að grípa til aðgerða“ er upprisinn draug­ ur, viðvörun um niðurbælda, upp­ lýsta minningu, staðreyndir, lærð­ ar lexíur og iðrun eða skömm. Höfundur greinarinnar var Peter Hain, fyrrverandi utanríkisráð­ herra og ábyrgur fyrir málefnum Íraks í ríkisstjórn Blairs. Árið 1998, þegar Halliday opinberaði um­ fang þjáninga í Írak, sem stjórn Blairs bar að hluta ábyrgð á, atyrti Hain hann í Newsnight­þættin­ um á BBC, og kallaði hann „verj­ anda Saddams“. Árið 2003 studdi Hain innrás Blairs í magnvana Írak á grundvelli augljósra ósanninda. Síðar á ráðstefnu Verkamanna­ flokksins hundsaði hann umræður um innrásina, sagði hana „auka­ atriði“. Núna heimtar Hain „loftárásir, dróna, hergögn og annan stuðn­ ing“ við þá sem „standa frammi fyrir þjóðarmorði“ í Írak og Sýr­ landi. Þetta mun ýta undir „mikil­ vægi pólitískrar lausnar.“ Obama hefur það sama í huga þegar hann afléttir því sem hann nefnir „höml­ ur“ á sprengju­ og drónaárásum Bandaríkjamanna. Þetta merkir að skotflaugar og 500 punda sprengj­ ur geta rústað heimilum sveita­ fólks, líkt og þær gera hömlulaust í Jemen, Pakistan, Afganistan og Sómalíu – eins og þær gerðu í Kambódíu, Víetnam og Laos. Hinn 23. september lenti Tomahawk­ skeyti í þorpi í Idlib­héraði í Sýr­ landi og varð allt að tylft borgara að aldurtila, þar á meðal konum og börnum. Ekkert þeirra sveiflaði svörtu flaggi. Þannig vildi til, að daginn sem grein Hains birtist, voru Denis Halliday og Hans Von Sponeck staddir í Lundúnum og sóttu mig heim. Banvæn hræsni stjórnmála­ manns kom þeim ekki á óvart, en þeir hörmuðu langlífi nánast óútskýranlegs skorts á vitrænni diplómasíu í að semja um eitt­ hvað sem nálgaðist vopnahlé. Um alla veröld, frá Norður­Írlandi til Nepal, hafa þeir sem telja hverj­ ir aðra vera hryðjuverkamenn og trúvillinga sest niður við sama borð. Af hverju ekki núna, í Írak og Sýrlandi? Líkt og ebóla frá Vestur­Afríku, hefur baktería nefnd „eilífðarstríð“ borist yfir Atlantshafið. Richards lávarður, sem var þar til nýlega yfir maður breska hersins, vill núna „stígvél á jörðina“ (landgönguliða í viðbragsstöðu?). Það er bragð­ dauf, nánast siðblind fámælgi, sem berst frá Cameron, Obama og þeirra á „lista hinna viljugu“ – sér­ staklega hinum ástralska, undar­ lega árásarhneigða Tony Abbott – þegar þeir fyrirskipa meira ofbeldi, sent úr 30.000 feta hæð á staði þar sem blóð fyrri ævintýra hefur ekki náð að þorna. Þeir hafa aldrei upp­ lifað loftárásir og ljóst að þeim líka þær svo mjög að þeir vilja þær til að umturna eina raunverulega mikilvæga bandamanni sínum, Sýrlandi. Þetta er engin nýlunda eins og eftirfarandi leyniskjal Bandaríkjanna og Bretlands, sem lekið var, sýnir: „Til að undirbyggja aðgerðir frelsisherjanna… ætti að setja sérstakan kraft í að útrýma ákveðnum lykilpersónum [og] að halda áfram að skapa óróa inn­ an Sýrlands. CIA er reiðubúin, og SIS (MI6) mun reyna að standa að minni háttar skemmdarverk­ um og skyndiárásum innan Sýr­ lands, vinna með einstaklingum í gegnum tengiliði… nauðsynlegu umfangi ótta… sviðsettir árekstrar við landamæri [munu] gefa átyllu til íhlutunar… CIA og SIS ættu að nota… möguleika á sviði hvort tveggja sálfræðihernaðar og að­ gerða á átakasvæðum til að auka á spennu.“ Þetta var ritað 1957, en gæti í reynd hafa verið skrifað í gær. Í heimsveldisveröld breytist í raun ekkert. Í fyrra opinberaði Roland Dumas, fyrrverandi utanríkis­ ráðherra Frakklands, að „tveim­ ur árum fyrir arabíska vorið“ hefði honum verið sagt að í bígerð væri stríð við Sýrland. „Ég ætla að segja ykkur svolítið,“ sagði hann í við­ tali við frönsku sjónvarpsstöðina LPC, „ég var á Englandi, í óskyld­ um erindagjörðum, tveimur árum áður en skálmöldin hófst í Sýr­ landi. Ég hitti háttsetta embættis­ menn sem viðurkenndu fyrir mér að þeir væru að undirbúa svolítið í Sýrlandi… Bretland var að undir­ búa innrás uppreisnarmanna inn í Sýrland. Þeir jafnvel spurðu mig, þótt ég væri ekki lengur utanríkis­ ráðherra, hvort ég vildi vera með… Þessa aðgerð má rekja langt aftur. Hún var undirbúin, úthugsuð og skipulögð.“ Einu andstæðingar ISIS, sem eitthvað kveður að, eru Íran, Sýr­ land og Hisbolla – árar í augum vestrænna ríkja. Hindrunin er Tyrkland, „bandamaður“ og að­ ildarríki NATO, sem hefur unnið að því með CIA, MI6 og miðalda­ sinnum við Flóann að veita sýr­ lenskum „uppreisnarmönnum“ aðstoð, þar á meðal þeim sem nú kalla sig ISIS. Stuðningur við Tyrk­ land í því langtíma markmiði að koma ríkisstjórn Assads frá og öðl­ ast þannig yfirráð í heimshlutan­ um kallar á hefðbundið stríð og sundurhlutun þess ríkis í Mið­ Austurlöndum sem hýsir hvað flest þjóðarbrotin. Vopnahlé – hversu erfitt sem það yrði að semja um það – er eina leiðin út úr þessu völundar­ húsi heimsvaldapólitíkur; annars munu höfuðin fjúka áfram. Það að alvöru samningaviðræður við Sýr­ land teldust „vafasamar siðferð­ islega“ (Guardian) gefur til kynna að ályktun um æðra siðferði þeirra sem studdu stríðsglæpamanninn Blair sé ekki aðeins fáránleg, held­ ur hættuleg að auki. Samhliða vopnahléi ætti að stöðva tafarlaust allar skipa­ sendingar hergagna til Ísraels og viðurkenna ríki Palestínu. Mál­ efni Palestínu er stærsta, opna sár­ ið í heimshlutanum og það grefur í því, og það oft sagt réttlæting fyrir uppgangi öfgaíslamisma. Osama bin Laden gerði það ljóst. Í Palest­ ínu er einnig fólgin von. Veitið Palestínumönnum réttlæti og þá farið þið að breyta heiminum í kringum þá. Fyrir meira en 40 árum settu Nixon­Kissinger­sprengjuárásirn­ ar í Kambódíu af stað bylgju þján­ inga sem landið hefur aldrei jafnað sig á. Hið sama á við um Blair­ Bush­glæpina í Írak. Með full­ kominni tímasetningu hefur síð­ asti sjálfhverfi doðrantur Henrys Kissinger, með þeim kaldhæðnis­ lega titli World Order (Heimsskip­ an), verið gefinn út. Í einni fleðu­ legri umsögn er Kissinger lýst sem „lykilmanni við mótun heims­ skipulags sem hélt stöðugleika í aldarfjórðung“. Segið það fólki í Kambódíu, Víetnam, Laos, Chile, Austur­Tímor og öllum öðrum fórnarlömbum „stjórnkænsku“ hans. Aðeins er „við“ berum kennsl á stríðsglæpamennina meðal vor mun blóðið fara að þorna. n Þýtt með leyfi höfundar Afsprengi ISIS er afsprengi manna í Washington og Lundúnum sem, með því að eyðileggja Írak sem hvort tveggja ríki og samfélag, lögðu á ráðin um að fremja stórkostlegan glæp gegn mannkyni, segir Pilger. www.3frakkar.com | sími: 552 3939 Sjálfstæðismenn borða plokkfisk Njótið lífsins Baldursgötu 14 | sími: 552 3939 | www.3frakkar.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.