Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 19
Vikublað 14.–16. október 2014 Skrýtið 19 H inn 24. nóvember 1967 birt­ ist þessi frétt á forsíðu Tím­ ans: „Á þriðjudagskvöldið sáu tveir Húsvíkingar lýsandi hlut á lofti skammt frá Laufási í Kelduhverfi. Var hann í lögun svipaður barðastórum hatti og gekk kollurinn á undan, en leift­ urstrókar stóðu marga metra aftur úr hlut þessum. Fór hann frá norðaustri til suð vesturs, en hraðinn virtist ekki mikill. Þar um slóðir hafa menn að sjálfsögðu ekki hugmynd um, hvaða hlutur er hér á ferðinni. Leiða menn helzt getum að að hér sé um ein­ hvern hlut að ræða, sem Rússar eða Bandaríkjamenn hafa sent á loft, en þar sem hæð hans frá jörðu virtist lítill, eða 80–100 metrar, verður sú kenning nokkuð ósennileg.“ Hvað gerðist í Kelduhverfi? Tíminn gerði frekari grein fyrir þessum atburði á næstu síðum. Þormóður Jónsson, fréttaritari blaðsins á Húsavík, ræddi við annað vitnið, Jónas Egilsson, forstöðumann Olíusölu Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík: „Þriðjudaginn 21. nóv. fór hann við annan mann á bifreið austur í Kelduhverfi. Klukkan 21:15 eru þeir staddir skammt frá bænum Lauf­ ási í Kelduhverfi. Þá sjá þeir á lofti lýsandi hlut, því líkast sem glamp­ aði á málm. Stærð og lögun virt­ ist þeim ekki ósvipuð barðastórum hatti, og fór kollurinn á undan. Aftur úr gengu leifturstrókar margir metrar á lengd. Þeim virtist hluturinn aðeins vera í 2–3 hundruð metra fjarlægð frá þeim, þegar hann var næst þeim, og í 80–100 metra hæð frá jörðu. Stefna hlutarins var frá norðaustri til suð­ vesturs, og hraðinn virtist ekki ýkja mikill.“ Fljúgandi diskur yfir Esjunni Morgunblaðið prentaði þessa frétt á forsíðu blaðsins í byrjun nóvem­ ber 1954: „Fljúgandi diskur var á ferðinni hér við Reykjavík í gær­ kvöldi. – Kona að nafni Elísabet Þórarinsdóttir, Hátröð 9, í Kópavogi, sá þetta furðulega geimfar, er hún var stödd á Laugaveginum. Önnur kona var með henni og sá þessa sýn líka. Fór þetta geimfar, sem var spor­ öskju eða hellulagað, á mikilli ferð frá austri til vesturs og lýsti í myrkr­ inu. Bar diskinn yfir Esjuna er kon­ urnar sáu hann. Þetta var á milli kl. 7 og 7:15 í gærkvöldi.“ Dularfull ljós þekkst lengi Fljúgandi furðuhlutir, FFH, eða UFO á ensku, er heiti sem notað er um fyrirbæri á himninum sem ekki er unnt að skilgreina. Kannski fljúgandi plastpoki eða sérvitur máfur. Jú, eða fljúgandi diskar og aðrir slíkir furðu­ hlutir, sem fjölmargir segjast sjá. Og þetta er reyndar ekki alveg nýtt fyrir­ bæri. Til eru ýmsar sögur frá fyrri öldum um dularfull ljós á himninum og óþekkt farartæki. Ein elsta heimildin um slíkar sýnir er bók Kínverjans Shen Kuo, Draumahylur, frá árinu 1088. Í henni er talað um hraðskreitt perlulaga farartæki sem opnaðist og blindandi ljós flæddi út. Getið er um álíka ljós­ glæringar í íslenskum annálum frá öldum áður. Í takt við tíðaranda Áhugi á slíkum furðuhlutum og far­ þegum þeirra varð hins vegar ekki al­ mennur fyrrr en um miðja 20. öldina og sérstaklega í Bandaríkjunum. Fyrsta málið af þessu tagi sem náði athygli almennings var árið 1947. Dagblöðin fluttu fregnir af ótrú­ legu atviki. Flugmaðurinn Kenneth Arnold flaug einn yfir fjallgarði í Wash ington­ríki þegar hann sá níu fljúgandi furðuhluti skjótast framhjá á ógnarhraða. Milljónir manna fylgd­ ust með spenntar með gangi mála í fjölmiðlum. Úti um allar trissur stigu fram vitni sem sögðust hafa séð fljúg­ andi diska, en hugtakið komst í al­ menna notkun við þetta tækifæri. Æði fyrir fljúgandi diskum Áhugamenn um fljúgandi diska stofnuðu tímarit og fjölmargar bæk­ ur komu út um efnið. Margir töldu að stjórnvöld í Bandaríkjunum hefði hylmt yfir slys geimvera í Roswell í Nýju­Mexíkó árið 1947. Sagt var að fljúgandi diskur hefði brotlent á her­ stöð flughersins í Roswell í fárviðri og að hermenn hefðu skóflað braki geimfarsins á vörubíl og flutt í her­ stöðina. Embættismenn Bandaríkja­ hers vísuðu fregninni á bug og sögð­ ust ekki hafa orðið varir við neinar geimverur. Herinn hefði sett nýja gerð veðurloftbelgs á loft sem hrap­ að hefði til jarðar eftir að elding hafði eyðilagt hann. Þessi atburður er einn sá frægasti í sögu geimveruvísinda og hefur gert herstöðvarnar Roswell og Area 51 í Nevada að goðsagna­ kenndum stöðum þar sem sumir telja að Bandaríkjastjórn stundi alls kyns leynikukl með geimverum. Og á sama tíma var geimferða­ kapphlaup stórveldanna hafið. Mannkynið virtist í þann mund að ferðast til fjarlægra pláneta. Ótal kvikmyndir um geimverur og geim­ inn litu dagsins ljós. Þegar íslensk­ um dagblöðum frá 1950–1970 er flett má greinilega sjá að Ísland fór ekki varhluta af þessu „æði “. Nýtt æði upp úr 1990 Á níunda og sérstaklega tíunda ára­ tugnum fóru geimverur að birtast aftur í stórum stíl í kvikmyndum. Það nýja æði náði kannski hátindi sínum með hinum geysivinsælu þáttum X­Files, þar sem Fox Mulder og Dana Scully rannsökuðu háleyni­ legt ráðabrugg stjórnvalda um geim­ verur. Á Íslandi varð mikið blaða­ fár árið 1993 þegar því var spáð að geimverur myndu í fyrsta sinn í ver­ aldarsögunni birtast mönnum opin­ berlega. Þetta átti að gerast við Snæ­ fellsjökul hinn 5. nóvember 1993 klukkan 21.07. Og um 500 manns frá ýmsum löndum biðu í kulda og élja­ gangi talsvert lengi þetta kvöld. Sum­ ir sögðust sjá einhver ljós á himnum en ekkert geimfar kom á áætluð­ um tíma klukkan 21.07 og ekki síð­ ar heldur. Hjá hópnum var mikið húllumhæ, flugeldum var skotið á loft og flestir skemmtu sér vel þrátt fyrir þessi vonbrigði. Nokkrir urðu þó fúlir og töldu að fjölmiðlafár og ljósagangur hafi valdið því að engin geimför lentu á jöklinum þetta hroll­ kalda kvöld. Geimverur líklegar Nú á dögum telja vísindamenn nokkuð líklegt að líf geti þrifist á öðrum hnöttum. Á síðustu áratug­ um hefur mönnum tekist að upp­ götva plánetur í öðrum sólkerfum vetrarbrautarinnar og sumar þeirra virðast nógu huggulegar til að þar geti þrifist líf. En spurningin um líf í alheiminum er flókin. Það er ekki gott að segja hvort líf hafi kviknað á jörðinni fyrir tilviljun, sé einangrað fyrirbæri hér á þessum hnetti, eða hvort það fyrirfinnist á ýmsum stöð­ um í geimnum. En eitt er víst, eins og bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan benti ítrekað á: „Stór­ fenglegar staðhæfingar þarfnast stórfenglegra sönnunargagna“. Ef það er líf á öðrum hnetti verðum við að sanna það. n Fljúgandi diskur í Kelduhverfi 1967 n Dagblöð birtu forsíðufréttir um málið n Fljúgandi diskur sást líka yfir Reykjavík 1954 Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is Furðuför FFH víða um heim. Bresk skýr- ingarmynd frá 1969 sýnir ýmis furðuför sem sjónarvottar sögðu frá. Óteljandi myndir FFH í bíó. Óteljandi kvikmyndir hafa verið gerðar um fljúgandi diska. Hér er ein eftirminnileg frá 1959, Plan 9 From Outer Space eftir Ed Wood. Ekki réttur diskur Tíminn 1967. Dagblaðið birti þessa mynd sem var reyndar ekki af umræddum fljúgandi diski. Dularfullt Talsverð umræða skapaðist um fyrirbærið sem sást í Kelduhverfi. MyND sHuttErstocK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.