Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 14.–16. október 201424 Neytendur Bestu kaupin í Galaxy s4 MiniVerðmerkingar í ólagi í laugumVerðmerkingum í Árbæjarlaug og Vesturbæjarlaug var enn ábóta­ vant í eftirfylgniskoðun Neyt­ endastofu í sundlaugum á höfuð­ borgarsvæðinu. Fyrri athugunin var gerð í september síðastliðnum til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög. Fimm sundlaugar sem stofnunin þurfti að áminna eftir fyrri könnun voru svo heimsóttar aftur til að athuga hvort bætt hafi verið úr því sem að­ finnslur stofnunarinnar vörðuðu. Farið var í Laugardalslaug, Grafar­ vogslaug, Lágafellslaug, Árbæjar­ laug og Vesturbæjarlaug. Þrjár sundlaugar höfðu komið verð­ merkingum sínum í lag en verð­ merkingum var enn ábótavant í tveimur síðastnefndu laugunum. Samkvæmt upplýsingum frá Neyt­ endastofu verður ákvörðun tekin í framhaldinu hvort laugarnar tvær verði beittar sektum fyrir að virða að vettugi fyrirmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbætur. Eru neytendur hvattir til að vera ávallt vel á verði og koma ábendum á framfæri til Neytendastofu. Önnur innköllun á Suzuki Swift Neytendastofu hefur borist til­ kynning frá Suzuki um innköll­ un á 163 Suzuki Swift­bifreiðum framleiddum árið 2013 og 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að hlífðarhosa á framdempurum er ekki úr réttum efnivið og gæti rifn­ að við daglega notkun ökutækisins. Samkvæmt upplýsingum frá Neyt­ endastofu gætu leifar úr henni, í versta tilfelli, rifið þéttingu fram­ dempara og þeir því farið að leka og akstur ökutækis orðið óþægileg­ ur. Neytendastofa hvetur bifreiða­ eigendur til að verða við innköll­ uninni og leita til Suzuki bíla hf. varðandi frekari upplýsingar. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Suzuki bílar hf. neyðast til að innkalla Swift­bíla. Í septem­ ber síðastliðnum var tilkynnt um innköllun á 85 Swift­bílum, árgerð 2013. Ástæðan var að hemlarör geta farið utan í vélarfestingu þar sem bilið þar á milli var of lítið og sökum titrings frá vél. Í versta til­ felli getur komið leki að hemlaröri. Húðfita skemmir fatnað Hér má sjá hvernig kápan slitnaði í innanverðu hálsmálinu við það að komast í óumflýjanlega snertingu við húðfitu. Vandamálið er að sögn 66°Norður að hún var ekki þvegin nógu oft. Mynd Aðsend Útivistarfatnaður viðkvæmur fyrir húðfitu 66°Norður brýnir fyrir viðskiptavinum að þvo fatnaðinn reglulega M ikilvægt er að þvo sérstakan þriggja laga útivistarfatnað sem framleiddur er með­ al annars úr svokölluðu öndunarefni oft, því hann er við­ kvæmur fyrir húðfitu sem getur valdið því að efnið tærist og glatar eiginleikum sínum. Meðfylgjandi mynd er af þriggja laga regnkáp­ unni Heiðmörk frá 66°Norður sem kostar 29.800 krónur. Eigandi henn­ ar varð fyrir því að innanvert háls­ mál hennar eyddist og slitnaði með þeim afleiðingum að kápan er ekki lengur vatnsheld. Tæringin er í hálsmálinu þar sem kápan kemst í snertingu við húð. DV leitaði skýr­ inga hjá fyrirtækinu og segir Aldís Arnardóttir, rekstrar­ og sölustjóri verslanasviðs hjá 66°Norður, að ástæðan fyrir því að efnið fari svona sé að flíkin er ekki þvegin nógu oft. „Við erum með miða inni í flíkun­ um sem á stendur „Wash Me Often“ auk þess sem við mælum alltaf með því þegar við seljum flíkina í versl­ unum að fólk þrífi hana oft. Þetta er eitthvað sem á við um allt tækni­ legt efni, allar öndunarflíkur. Í raun­ inni er þetta ekki einsdæmi. Það er bara þannig með svona regnkápu að þegar þú ert fullorðinn þá ertu ekki að leika þér í sandkassanum og því ekki alltaf að setja flíkina í vélina, eins og hjá börnum, þannig að með tímanum getur filman far­ ið að skemmast. En það er bara alls ekki algengt að það gerist. Það er ekki nema fólk þrífi hana ekki reglu­ lega. Þetta á ekkert sérstaklega við um þessa flík, heldur allar flíkur sem þessar hjá öllum fyrirtækjum. Í gegnum tíðina höfum við fundið fyrir því að viðskiptavinir almennt vita kannski ekki nógu mikið um flíkur sem þessar og að það þurfi að þrífa þær oftar, halda kannski frekar að það sé öfugt,“ segir Aldís. Hún segir að fyrirtækið reyni þar að auki að koma til móts við viðskiptavin­ inn ef svona nokkuð gerist. „Það er auðvitað leiðinlegt þegar þetta gerist en það er sem betur fer í undantekningartilvikum. “ Hún segir að ekki sé um galla né vandamál að ræða. „Frá okkar hlið séð er þetta ekki vandamál, þetta er bara eitthvað sem er til staðar og hefur alltaf ver­ ið hjá fyrirtækjum með þriggja laga flíkur. Þetta er bara eitthvað sem gerist þegar flíkin er ekki með­ höndluð sem skyldi. Eins og áður segir þá er þetta eitthvað sem við leggjum áherslu á að upplýsa okk­ ar viðskiptavini um og þykir mjög leiðinlegt ef það hefur misfarist í einhverjum tilfellum.“ n mikael@dv.is n Þetta eru bestu snjallsímarnir undir 60 þúsundum í gæðaprófi ICRT n Sparaðu og kauptu eldri týpur n Fá ekki síðri einkunn en nýju og dýru símarnir S amsung Galaxy S4 Mini eru bestu kaupin ef þú ert að leita þér að ódýrari snjall­ síma og færð það ekki af þér að spreða peningum í nýjustu týpurnar sem kosta um og yfir 100 þúsund krónum. DV rýndi í niðurstöður gæðakönnunar International Consumer Reasearch & Testing (ICRT) sem greint er ítarlega frá í nýjasta tölublaði Neyt­ endablaðsins, sem Neytendasam­ tökin gefa út hér á landi. Út frá bestu niðurstöðunum voru ódýr­ ustu símarnir teknir út og reynt að leggja mat á það hvar þú færð mest fyrir peninginn. Snjallsímar frá Samsung voru áberandi í efri hluta gæðaprófsins en oft voru nýju og dýrari símarnir ekki að skora mik­ ið hærra en eldri og ódýrari símar. Ítarlegt gæðapróf Í Neytendablaðinu, sem kom út í lok síðasta mánaðar, er að finna niðurstöður um yfir 76 síma sem ICRT gæðaprófaði og fáanlegir voru hér á landi, með verðupplýs­ ingum frá því í lok júlí síðastliðinn. Úttekt DV nær aðeins yfir þá síma sem kosta undir 60 þúsundum króna og sem fengu 4,2 eða hærra í einkunn af 5,5 mögulegum í próf­ inu. Þess ber að geta að enginn sími fékk hærra en 4,6 í einkunn í prófi ICRT, og voru það þrír Sam­ sung­símar sem röðuðu sér í efstu sætin með hæstu einkunn eins og sjá má hér á síðunni. DV uppfærði einnig uppgefin verð fyrir hvern síma þar sem breytingar höfðu einstaka sinnum orðið þar á frá því að könnunin var gerð. Gæðapróf ICRT virðist ansi umfangsmikið og ítarlegt en einkunnagjöf byggist á níu þáttum sem hver um sig hefur mismunandi vægi eins og lesa má í auk aefni hér á síðunni. Góð kaup í eldri símum Það er ágætis sparnaðarráð fyrir fólk sem vill eignast fína snjallsíma fyrir minna fé að kaupa ekki nýju­ stu útgáfuna af þeim tiltekna síma. Þegar nýjar týpur koma á mark­ að hríðfalla eldri týpurnar vana­ lega í verði og hægt er að gera góð kaup. Eins og sjá má þá fær Sam­ sung Galaxy Note II ­síminn hæstu einkunn í prófi ICRT en hann kostar 79.900 krónur á tilboði í Samsung setrinu þessa dagana, þar sem fullt verð er 99.900 krónur. Þessi sími fékk 4,6 í einkunn í prófi ICRT en hann kom á markað síðla árs 2012. Bestu kaupin í s4 Mini Til samanburðar þá kostar Sam­ sung Galaxy S4 Mini aðeins 54.900 krónur á emobi.is en hann fékk 4,3 í einkunn í prófi ICRT. Síminn kom á markað í júlí 2013 og myndi því enn flokkast sem tiltölulega ný týpa, gæddur öllum helstu nýjungum, öflugum örgjörva, fínni rafhlöðu og góðri myndavél. Síminn ræður auðveldlega við að keyra öll helstu smáforrit sem líklegt er að þú not­ ir, á borð við Facebook, Instagram, Twitter, Snapchat sem og leiki. Þó ber að hafa í huga að skjárinn á S4 Mini er, eins og nafnið gefur til kynna, minni en á hefðbundnum Galaxy­símum en til samanburð­ ar þá er síminn sjálfur álíka stór og iPhone 5. Skjáupplausnin í S4 Mini er ekki sú besta en skilar þó sínu og þá er staðlaða 8GB­minnið helst til of lítið en hafa ber í huga að það má stækka það með upp í allt að 64 GB með Micro SD­minniskorti. Þó að tveir símar skori örlítið hærra og einn sé örlítið ódýrari af þeim sem hér eru nefndir þá er það niður­ staðan að út frá verði, gæðum, einkunn í prófi ICRT og því hversu nýlegur hann er þá þú fáir mest fyr­ ir peninginn með S4 Mini í þessum verðflokki. Síðan er auðvitað mis­ munandi hvað hentar hverjum og einum svo þú verður að finna út hvað hentar þér. DV birtir hér aðeins brot úr prófi ICRT sem birtist sem fyrr segir í Neytendablaðinu og veittu Neyt­ endasamtökin DV leyfi til að vitna í prófið. Hægt er að sjá töflu með frammistöðu 76 snjallsíma í Neyt­ endablaðinu, sem félagsmenn Neytendasamtakanna geta einnig nálgast á vef þeirra www.ns.is. n Úr mörgu að velja Það er nánast hver einasti maður með snjallsíma í dag en þeir nýjustu og dýrustu geta kostað vel á annað hundrað þúsund krónur. Það má spara tugþúsundir króna með að kaupa eldri týpur og nú hafa rannsóknir sýnt að þær eru síður en svo eftirbátar nýju og dýru símanna. Af ódýrari símun- um í boði stendur Samsung Galaxy S4 Mini upp úr. Mynd sHutterstock sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Bestu símarnir undir 60 þúsundum króna sími Verð einkunn í gæðaprófi kom á markað Samsung Galaxy S4 mini 54.900 kr. á emobi.is 4,3 Júlí 2013 Samsung Galaxy SIII 4G 54.900 kr. í Símanum 4,5 September 2012 Samsung Galaxy Grand Duos 49.900 kr. á emobi.is 4,2 Janúar 2013 Samsung Galaxy S3 59.900 kr. á emobi.is 4,5 Maí 2012 Nokia Lumia 925 59.900 kr. á emobi.is 4,2 Júní 2013 Apple iPhone 4S 8GB 59.990 kr. í Símanum 4,3 Október 2011 Upplýsingar úr Neytendablaðinu birtar með góðfúslegu leyfi Neytendasamtakanna Samsung trónir á toppnum Þessir símar fengu hæstu einkunn í gæðaprófi ICRT 1. samsung Galaxy note II Verð: 79.900 ( Tilboð: Samsung Setrið) Heildareinkunn í gæðaprófi: 4,6 2. samsung Galaxy s4 Verð: 69.900 Heildareinkunn í gæðaprófi: 4,6 3. samsung Galaxy s5 Verð: 99.900 Heildareinkunn í gæðaprófi: 4,6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.