Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Qupperneq 8
Helgarblað 7.–10. nóvember 20148 Fréttir 150 kjarasamningar lausir á næsta ári n „Stórmál,“ segir ríkissáttasemjari og bendir á að flestir samningar eru lausir T æplega 150 kjarasamn- ingar verða lausir á næsta ári, þar af 78 í febrúar næstkomandi og 51 í apríl. Til samanburðar hefur 51 kjaraviðræða eða sáttastarf kom- ið til meðferðar hjá ríkissáttasemj- ara á þessu ári, þar af eru sjö enn yfirstandandi. „Þetta er náttúr- lega bara þorri allra samninga í landinu,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari um málið í sam- tali við DV. Hann segir það almennt umhugsunarvert að svo gott sem allir landsmenn verði með lausa samninga á næsta ári. „Það er stór- mál,“ segir hann. „En nú getur vel verið að það semjist um þetta allt saman án þess að því verði vísað til ríkissáttasemjara. Ég veit ekk- ert um það. En það verður hópur af fólki í landinu án samninga og all- ar samninganefndir hjá stéttarfé- lögum – innan Alþýðusambands- ins, BSRB og BHM – verða önnum kafnar.“ Aðfarasamningar að renna út Í byrjun árs undirrituðu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands bráðabirgðakjarasamn- ing, svokallaðan aðfarasamning, til eins árs. Þessir samningar verða lausir í febrúar næstkomandi, sem skýrir að hluta fjölda lausra samninga á næsta ári. „Menn ætl- uðu að nota árið til þess að undir- búa samninga til lengri tíma,“ seg- ir Magnús um málið. Markmiðið með aðfarasamningnum var nýr þjóðarsáttarsamningur í líkingu við þann sem var gerður árið 1990 þegar launþegar voru hvattir til að láta af kröfum sínum um umtals- verðar launahækkanir til að stuðla að minni verðbólgu, stöðugleika og þar með auknum kaupmætti. Már Guðmundsson seðlabankastjóri lagði sömuleiðis áherslu á hófsam- ar launahækkanir í fréttum á RÚV í vikunni þegar stýrivextir voru lækkaðir. Sagði hann meðal annars stýrivexti geta lækkað enn meira ef launahækkanir í vetur verða ekki meiri en 2,5 prósent. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins, sagði hins vegar ljóst að ekki verði samið um 2,5 prósent og að verkafólk á Íslandi verði ekki eitt látið bera ábyrgð á að viðhalda stöðugleika í landinu. Því má gera ráð fyrir að átökin um kjör verka- fólks muni halda áfram að vera harkaleg á næsta ári. Margar viðræður gengið illa Í ítarlegri úttekt DV um kjaramálin í ágúst síðastliðnum kom fram að óvenju mikið hafi verið um verk- föll á Íslandi undanfarin ár og tíðni verkfalla hér á landi sé umtalsvert hærri en á hinum Norðurlöndun- um. Í ár hafa íslensk stjórnvöld hins vegar nokkrum sinnum sleg- ið þetta vopn úr höndum launþega með því að setja, eða hóta að setja, lögbann á verkföll. Yfirstandandi kjaraviðræður hjá ríkissáttasemj- ara eru hjá Félagi tónlistarskóla- kennara, Skurðlæknafélagi Íslands, Læknafélagi Íslands, Starfsmanna- félagi Kópavogs, Félagi tækni- manna, Flugvirkjafélagi Íslands og Félagi íslenskra leikara. Fjögur þessara félaga hafa boðað verkföll, eða eru komin í verkföll. Þá lýkur atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um hvort boða eigi til verkfalls, í byrjun desember, á mánudag. Óformleg könnun inn- an háskólans sýnir að 83 prósent prófessora séu hlynnt verkfallsað- gerðum og því eru taldar miklar lík- ur á verkfalli náist ekki samningar. Að auki má benda á að félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands munu greiða atkvæði um tiltekna þætti kjarasamninga í febr- úar og því óljóst hvort samningarn- ir haldi áfram eða losni. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Nánast allir samningar lausir Tæplega 150 kjarasamningar verða lausir á næsta ári. Ríkissáttasemjari Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir ástandið umhugs- unarvert. Lausir samningar á árinu 2015 „Þetta er náttúr- lega bara þorri allra samninga í landinu. 78 í febrúar 51 í apríl 18 maí-des Alls verða 147 kjarasamningar lausir á næsta ári, langflestir í lok febrúar. Segist hafa snúið við blaðinu Í þriðjudagsblaði DV var fjallað um nýstofnað tölvuviðgerðar- félag Jóhannesar Gísla Eggerts- sonar, dæmds fjársvikara. Hann hafði auglýst tölvuyfirferð á af- sláttarsíðunni Hópkaupum en tilboð hans var fjarlægt eftir að DV hafði samband við forsvars- menn Hópkaupa. Í kjölfar frétt- arinnar hafði Jóhannes Gísli samband við DV og vildi hann koma því á framfæri að hann væri búinn að snúa við blaðinu. „Ég er búinn að snúa lífi mínu við og er að breyta öllu og reyna að koma mér sjálfur í vinnu með því að stofna mitt eigið fyrirtæki þar sem ég fæ enga vinnu út af sakaskrá. Það eru allir mjög ánægðir með okkur, við vinnum mjög hratt og skilum af okkur strax. Þetta er eitthvað sem við viljum að endi ekki eins og allt annað. Ég var í neyslu þegar hitt gerðist og er búinn að vera edrú í góðan tíma,“ segir Jóhannes Gísli. Spurður um einkennilegustu atriði félagsins svo sem ranga kennitölu eða 17 ára „Windows sérfræðing“ segir Jóhannes það ýmist vera mistök eða grín. „Allt er hérna skráð á mína eigin kennitölu, ég veit ekki hvernig þetta gerðist. Ég sendi tölvu- póst á ja.is og ég veit ekki hvern- ig þessi kennitala kemur okkur við,“ svarar Jóhannes spurður um hvernig kennitala fyrrver- andi rekstrarfélags Móður konu meyju var skráð sem kennitala Tölvuheims. Í auglýsingu Tölvuheims var sagt að félagið væri tveggja ára gamalt, sem er bersýnilega rangt. Jóhannes segir ástæð- una vera að hann hafi stundað vefhönnun frá 2012. Hann seg- ir sömuleiðis að það hafi verið grín að titla 17 ára starfsmann- inn „Windows sérfræðingur“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.