Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Side 14
Helgarblað 7.–10. nóvember 201414 Fréttir
A
llar stofnanir [umhverfis]
ráðuneytisins gera að um
talsefni viðbúnað stjórn
valda við hugsanlegri olíu
vinnslu á Drekasvæðinu,“
segir í umsögn umhverfisráðu
neytisins vegna þriggja umsókna um
sérleyfi til rannsóknar og vinnslu kol
vetnis á Drekasvæðinu. Umsögnin
er rituð árið 2012 en ráðuneytið lýsir
verulegum efasemdum um burði ís
lenskrar stjórnsýslu til að takast á við
olíuvinnslu í íslenskri lögsögu.
Þá vitnar ráðuneytið til skýrslu
iðnaðarráðuneytisins um olíuleit á
Drekasvæðinu máli sínu til stuðn
ings. „Þótt lagaleg umgjörð hafi ver
ið sett og ítarlegar leiðbeiningar til að
finna í fyrrgreindri skýrslu frá 2007 fer
því fjarri að stjórnsýslan og þjóðfé
lagið sé vel undirbúið fyrir mögulega
olíuvinnslu á svæðinu. Slíkur undir
búningur þarf að vera fullnægjandi
þegar rannsóknarboranir hefjast,
því rannsóknarholur verða sjálfkrafa
vinnsluholur ef þær hitta á olíulind
og þarf allur nauðsynlegur viðbún
aður fyrir slíkt að vera til staðar.“
Flókið eftirlit
Olíuvinnsla á Íslandi, verði af henni,
mun hafa víðtæk áhrif á íslenskt
samfélag. Áhrifa mun gæta í atvinnu
lífi, samfélagi, lífríki og umhverfi auk
stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt.
Stjórnkerfið sker sig nokkuð úr enda
ætlað að hafa eftirlit, semja lagara
mma og framfylgja lögum utan um
vinnsluna. Væntanlega mun vinnsla
reyna hvað mest á efnahags og fjár
málaráðuneytið, iðnaðarráðuneytið,
innanríkisráðuneyti, sjávarútvegs
ráðuneytið og umhverfisráðuneytið.
Eftirlit og ábyrgð á mögulegri
vinnslu er í höndum fjölda stofnana
en Orkustofnun fer með lykilhlut
verk. Orkustofnun veitir leyfi til leit
ar, rannsóknar og vinnslu á kolvetni.
Þá skal Orkustofnun starfrækja og
leiða starf samráðshóps eftirlitsaðila
vegna leitar, rannsókna og vinnslu
kolvetnis við Ísland. Í samráðshópn
um sitja ellefu fulltrúar stofnana sem
eiga beinan þátt í eftirliti með vinnsl
unni, hefjist hún nokkurn tímann.
Stofnanirnar, auk Orkustofnunar,
eru; Brunamálastofnun, Flugmála
stjórn Íslands, Geislavarnir ríkisins,
Hafrannsóknastofnun, Landhelgis
gæsla Íslands, Náttúrufræðistofnun
Íslands, Siglingastofnun Íslands,
Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun
og Vinnueftirlit ríkisins.
Vantar upplýsingar um lífríki
Náttúrufræðistofnun bendir á að
skortur sé á upplýsingum um lífríki
á Drekasvæðinu. Það kom meðal
annars fram í gögnum sem umsækj
endur sérleyfa hafi sjálfir lagt fram.
Stofnunin telur að skoða þurfi betur
ýmsa þætti lífríkis, strauma og sam
spil umhverfisþátta sérstaklega með
hættuna á umhverfisslysi að leiðar
ljósi. „[M]engunarslys á þessu svæði
geta haft mjög alvarleg áhrif m.a.
vegna kulda og hversu viðkvæmt líf
ríki norðurslóða almennt er,“ segir í
umsögn Náttúrufræðistofnunar.
„Ef nýta á tímann vel á því tímabili
sem gefst fram að hugsanlegum til
raunaborunum, þá getur verið að
íslenska rikið þurfi að taka forystu
sem nú gefst fram að hugsanlegum
tilraunaborunum, þá getur verið að
íslenska ríkið þurfi að taka forystu
um að ýmsar rannsóknir séu fram
kvæmdar og bera af því kostnað.“
Drekasvæðið er hafsvæði í Norður
Íshafi, skammt frá Jan Mayen. Meng
unarslys á svæðinu gæti haft umtals
verð áhrif enda afar viðkvæmt lífríki
og kuldi mikill sem hægir á niður
broti olíumengunar.
Olíu- og fiskiþjóð
Umhverfisráðuneytið deilir þessum
áhyggjum Náttúrustofnunar og bæt
ir við: „Fiskveiðar eru undirstöðu
atvinnugrein og olíuslys myndi
hafa mun meiri hlutfallslega áhrif
á þjóðarhag Íslands, en hjá öðrum
ríkjum, nema Færeyjum og Græn
landi.“ Þá kallar ráðuneytið eftir gerð
ítarlegs áhættumats áður en rann
sóknarboranir hefjast. „Það er því
ljóst að byggja þarf upp aukna þekk
ingu og bolmagn hjá stjórnvöldum
og sérfræðistofnunum sem koma að
mögulegri olíuvinnslu í íslenskri lög
sögu áður en leit kemst á það stig að
farið sé að undirbúa rannsóknarbor
anir.“
Sérleyfishafar
Orkustofnun gaf út tvö sérleyfi fyr
ir rannsóknir og vinnslu olíu og
gass á Drekasvæðinu þann 4. janúar
2013 og þriðja leyfið þann 22. janúar
2014. Umsóknir um leyfin bárust í
öðru útboði sérleyfa á Drekasvæð
inu. Petoro Iceland AS, útibú á Ís
Stjórnsýslan er fjarri
því að vera undirbúin
n Ekki tilbúin fyrir olíuvinnslu, segir í umsögn umhverfisráðuneytis n Mikið álag á Landhelgisgæsluna
Atli Þór Fanndal
atli@thorfanndal.com „Fiskveiðar eru
undirstöðu-
atvinnugrein og olíu-
slys myndi hafa mun
meiri hlutfallsleg áhrif á
þjóðarhag Íslands, en hjá
öðrum ríkjum.