Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Page 19
Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 Fréttir 19
„Ekki vera hræsnarar“
n Mannréttindafrömuður biðlar til íslenskra stjórnvalda um að senda fólk ekki í pyntingarklefana n Pyntingar stundaðar í miklum mæli í Nígeríu
25 Nígeríumenn sóttu um hæli á Íslandi á árunum 2012–2013
Í
ársskýrslu Útlendingastofnun
ar fyrir árið 2012 kemur fram
að af þeim 118 sem sóttu um
hæli á Íslandi voru nítján frá
Nígeríu. Ekki kemur fram hversu
margir þeirra fengu hæli. Alls
fimm manneskjur fengu viður
kennda stöðu flóttamanns það ár
og enginn dvalarleyfi af mann
úðarástæðum. Þannig hafði 113
manneskjum verið synjað um
dvalarleyfi, meðal annars á grund
velli Dyflinnarreglugerðarinnar,
eða mál þeirra enn í vinnslu hjá
stofnuninni í lok árs 2012.
Í ársskýrslu Útlendingastofn
unar fyrir árið 2013 kemur fram að
af þeim 172 sem sóttu um hæli á
Íslandi voru sex frá Nígeríu. Ekki
kemur fram hversu margir þeirra
fengu hæli en DV hefur vitneskju
um að minnsta kosti tvo níger
íska einstaklinga sem vísað var úr
landi árið 2013 á grundvelli Dyfl
innarreglugerðarinnar. Alls ellefu
manneskjur fengu viðurkennda
stöðu flóttamanns það ár og einn
dvalarleyfi af mannúðarástæðum.
Þannig hafði 160 manneskjum
verið synjað um dvalarleyfi, með
al annars á grundvelli Dyflinnar
reglugerðarinnar, eða mál þeirra
voru enn í vinnslu hjá stofnuninni,
í lok árs 2013.
Með hliðsjón af ársskýrslum
Útlendingastofnunar fyrir árin
2012 og 2013 má ljóst vera að alls
sóttu 25 einstaklingar frá Nígeríu
um hæli á þessu tímabili. Á sama
tíma fengu alls sautján manneskj
ur viðurkennda stöðu flóttamanns
eða dvalarleyfi af mannúðar
ástæðum. Álykta má að meirihluti
þeirra hafi verið frá öðrum lönd
um en Nígeríu. Í ljósi þessa má
leiða líkur að því að íslenska rík
ið hafi sent á annan eða þriðja tug
Nígeríumanna úr landi á síðustu
tveimur árum. Líklegt verður að
teljast að einhver þeirra hafi þegar
verið sendur aftur til Nígeríu.
Þar sem erfitt getur verið að
komast beinustu leið frá Níger
íu til Íslands má gera ráð fyrir því
að vel flestir hælisleitenda frá Ní
geríu hafi haft viðkomu í öðru
Evrópuríki áður en þeir komu
hingað til lands. Ísland er aðili að
hinni svokölluðu Dyflinnarreglu
gerð en samkvæmt henni má að
ildarríki vísa hælisleitanda aftur til
þess Schengenríkis þar sem hann
steig fyrst niður fæti. Engar upp
lýsingar eru til um afdrif þeirra
sem vísað er til annars aðildarríkis
Schengen á grundvelli Dyflinnar
reglugerðarinnar. Oft og tíðum er
þar um að ræða einstaklinga sem
hafa þegar fengið synjun um hæli
í viðkomandi ríki. Þannig má leiða
líkur að því að margir þeirra Níger
íumanna sem vísað var úr landi á
árunum 2012 og 2013 hafi þegar
verið sendir aftur til Nígeríu.
Sú gæti verið raunin um
Osahon Okoro, ungan heilsu
veilan mann frá Nígeríu. DV
greindi frá því í lok síðasta árs að
hann yrði sendur til Ítalíu á grund
velli Dyflinnarreglugerðarinnar
eftir að innanríkisráðuneytið stað
festi úrskurð Útlendingastofnunar
þess efnis að vísa ætti honum úr
landi. Á Ítalíu hafði Okoro þegar
verið synjað um hæli og því óttað
ist hann að verða sendur aftur til
Nígeríu en þar höfðu yfirvöld elt
hann uppi vegna tengsla hans við
pólitísku samtökin M.E.N.D., sem
berjast gegn arðráni, spillingu og
mannréttindabrotum yfirvalda og
alþjóðlegra stórfyrirtækja á sviði
olíuleitar gegn smærri samfélög
um í Nígeríu. DV hefur undan
farna daga reynt að hafa uppi á
Okoro, meðal annars í gegnum
töluvpóst, en ekki haft erindi sem
erfiði.
Vísað til pyntingarlands
Þvert á alþjóðasamninga
Ísland hefur fullgilt alþjóðasamninginn gegn pyntingum
Ísland hefur fullgilt alþjóðasamninginn
gegn pyntingum og annarri grimmilegri,
ómannlegri eða vanvirðandi meðferð
eða refsingu. Samkvæmt 3. grein
samningsins er aðildarríkjum bannað að
vísa úr landi, endursenda eða framselja
mann til annars ríkis, ef veruleg ástæða
er til að ætla að hann eigi þar á hættu að
sæta pyntingum. „Þegar ákveðið er hvort
slíkar ástæður eru fyrir hendi skulu þar
til bær yfirvöld hafa hliðsjón af öllum at-
riðum sem máli skipta, þar á meðal, eftir
því sem við á, hvort í ríki því sem um ræðir
viðgangist áberandi, gróf eða stórfelld
mannréttindabrot,“ segir í samningnum.
Samkvæmt fyrstu almennu athugasemd
Alþjóðanefndarinnar gegn pyntingum
felst í 3. grein einnig bann við því að
senda flóttamann til lands sem líklegt er
til að endursenda hann til ríkis sem kann
að beita hann pyntingum.
Réttarkerfi Nígeríu er í skötulíki. Í október
í fyrra tilkynntu mannréttindasamtökin
Amnesty International að tæplega
þúsund fangar hefðu dáið í nígerískum
fangelsum á fyrri helmingi ársins 2013.
Margir þeirra hefðu verið teknir af lífi en
aðrir dáið vegna hörmulegra aðstæðna,
hungurs og skorts á heilbrigðisþjónustu.
Það eitt að vera grunaður um glæp getur
haft í för með sér áralanga fangelsisvist
í Nígeríu. Meira en helmingur fanga þar í
landi hefur aldrei verið leiddur fyrir dóm-
stóla að því er fram kemur í gögnum á vef
Amnesty International. Þá eru pyntingar
daglegt brauð og notaðar til að knýja
fram játningar sem þykja gild sönnunar-
gögn fyrir rétti.
Fólk fangelsað án dóms og laga
Amnesty segir pyntingar algengar í Nígeríu
Í
slensk yfirvöld telja að þeim
hafi verið heimilt að senda
níger íska hælisleitandann
Tony Omos til Sviss á grund
velli Dyflinnarreglugerðarinn
ar, þar sem ákvörðun þess efn
is var tekin áður en ljóst var að
hann ætti mikil tengsl við fólk á Ís
landi. Þetta kom fram í máli Fann
eyjar Þorsteinsdóttur, lögmanns
Útlendingastofnunar, við aðalmeð
ferð máls Tonys gegn Útlendinga
stofnun í Héraðsdómi Reykjavík
ur á þriðjudag. Þar var tekist á um
kröfur hans um að brottvísun hans
verði ógilt og mál hans tekið til efn
islegrar meðferðar.
Stefán Karl Kristjánsson, verj
andi Tonys, sagði að yfirvöld hefðu
ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í
máli Tonys og benti á að hann hefði
mikil tengsl við Ísland, hér ætti
hann kærustu, son, móðurbróður
og systur. Fanney sagði Tony ekki
hafa greint frá þessu þegar mál hans
var tekið fyrir og því hafi ákvörðun
um brottvísun verið lögum sam
kvæm. „Hvernig áttu stjórnvöld
að rannsaka þetta, upplýsingar
sem þau vissu ekki um?“ Þess ber
að geta að ekki höfðu verið tekin
DNAsýni til staðfestingar á tengsl
um Tonys við systur sína og frænda
þegar hann sótti um hæli haustið
2011. Þá fæddist sonur þeirra ekki
fyrr en búið var að senda Tony úr
landi, í febrúar síðastliðinn.
Stefán sagði Tony nú allslausan
og umkomulausan á Ítalíu, en hann
fór þangað þegar honum varð ljóst
að svissnesk yfirvöld vildu lítið með
hann hafa. Innanríkisráðuneytið
úrskurðaði að senda ætti Tony til
Sviss á grundvelli Dyflinnarreglu
gerðarinnar í desember í fyrra.
Stuttu áður hafði minnisblaði um
hann, sem innihélt meðal annars
ærumeiðandi aðdróttanir, verið
lekið úr innanríkisráðuneytinu á
valda fjölmiðla. Stefán Karl benti
á að þar sem stjórnvald hefði beitt
ólögmætum aðferðum, með því að
leka viðkvæmum trúnaðarupplýs
ingum úr innanríkisráðuneytinu,
hefði ekki verið gætt að hlutlægn
isskyldu. Því bæri dómstólum að
ógilda úrskurð innanríkisráðuneyt
isins. Ráðuneytið gæti vart talist
hlutlaus áliti í málinu eftir það sem
á undan er gengið, en Gísli Freyr
Valdórsson, aðstoðarmaður innan
ríkisráðherra, hefur verið ákærður
fyrir verknaðinn.
Evelyn Glory Joseph, barns
móðir Tonys, og Queen Osemweg
ie, systir hans, báru vitni fyrir
dómnum. Á meðal þess sem fram
kom í máli þeirra, var að Evelyn
féll í yfirlið á þeim tíma sem lög
reglan leitaði Tonys hvað mest.
Þá sagði Queen að hún hefði átt í
nánu og góðu sambandi við bróð
ur sinn áður en honum var vísað úr
landi. Við lok skýrslutöku yfir Tony,
spurði hann hvort hann mætti
bæta örlitlu við framburð sinn. Eft
ir að dómari hafði heimilað það
sagði hann: „Ég bið dóminn um að
átta sig á því að ég verð að fá að sjá
son minn. Mér líður mjög illa að sjá
hann ekki. Ég bið íslensk stjórnvöld
af einlægni að gefa mér tækifæri til
að hitta son minn.“
Sonurinn kom of seint
Mátti vísa Tony úr landi þar sem sonur hans var ekki fæddur
Samkvæmt nýrri skýrslu Amne
sty International sem ber heitið
Welcome to hell fire: Torture
and other illtreatment in Nig
eria, pynta lögregla og her í Ní
geríu kerfisbundið konur, menn
og börn allt niður í 12 ára aldur
Í þeim tilgangi er margvíslegum
aðferðum beitt samanber bar
smíðar, nauðganir og skotárás
ir. Í skýrslunni kemur fram að
fjöldi fólks er oft settur í varð
hald í framhaldi af yfirgripsmiklu
áhlaupi lögreglu, það pyntað í
refsingarskyni, til að fá fram játn
ingu eða til að hafa af því peninga.
„Þetta nær mun lengra en til
ógeðfelldra pyndinga og morða
á vegum meðlima í Boko Haram.
Konur, börn og karlmenn víðs
vegar um landið sæta grimmileg
um og kerfisbundnum pynding
um af hendi yfirvalda, hinum
sömu sem eiga að vernda þau.
Grimmdin er slík og umfangið
að jafnvel hörðustu rannsakend
um mannréttindabrota er brugð
ið,“ segir Netsanet Belay, fram
kvæmdastjóri rannsóknarteymis
Amnesty International. Í skýrsl
unni koma fyrir hundruð vitnis
burða og sönnunargögn sem Am
nesty International hefur safnað
saman á tíu ára tímabili og vitna
um stofnanabundna beitingu
pyntinga af hálfu lögreglu og hers
í landinu. Skýrslan greinir jafn
framt frá því að flestir sem sæta
fangelsisvist sitja í einangrun og
er með öllu meinaður aðgang
ur að umheiminum, þar með
talið lögfræðingum, fjölskyldu og
dómstólum.
Pyntingar eru orðnar svo
órjúfanlegur þáttur í löggæslu í
Nígeríu að margar lögreglustöðv
ar hafa skipað fulltrúa í embætti
sem bera ábyrgð á pyntingum.
Yfirmenn slíkra pyntingadeilda
beita ískyggilegum pyntingaað
ferðum, meðal annars kæfingu,
rafstuði, kynferðisofbeldi og út
drætti nagla á tám og fingrum.
Eitt sláandi dæmi um grófar og
sjúklegar pyntingaaðferðir lög
reglu sem getið er um í skýrslunni
felst í frásögn Abosede, 24 ára ní
gerískrar stúlku, en ofbeldið olli
henni varanlegum skaða. „Lög
reglukona fór með mig í lítið her
bergi og skipaði mér að klæða mig
úr hverri spjör. Hann sagði mér að
glenna út fæturna og skaut síðan
táragasi upp í leggöngin … mér
var síðan skipað að játa á mig
vopnað rán … mér blæddi … enn
í dag finn í fyrir sársauka í móð
urlífinu.“
Yfirvöld beita barsmíðum,
nauðgunum og skotárásum
12 ára börn
pyntuð