Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Page 25
Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 Umræða 25 J afnvel þótt ég – einsog væntan- lega allt fólk – eigi það til að hafa í frammi bölmóð og svartagalls- raus, tel ég mig sjá það í spilun- um, að heimurinn muni allavega skána í framtíðinni. En ég reikna þá með því, að almenningur taki virkan þátt í því að reisa samfélag manna á fögrum gildum, einsog sanngirni, heiðarleika, jafnrétti og fleiri slíkum. Auðvitað verður stokkað aftur og fólk mun sjálft sjá um að skoða spilin sem því verða fengin. Fólk mun átta sig á því, að valdið hef- ur sjö andlit: dómsvald, löggjafar- vald, framkvæmdavald, fjölmiðla- vald, auðvald, meirihlutavald og minnihlutavald. Það sem hingað til hefur verið sett í þrískiptingu valds, er aldrei nema hluti af sam- félaginu og jafnvel þótt til sé það vald sem falið er á bakvið múra, er samfélagið reist á þeim sjö stólpum sem ég nefndi. Lýðvaldið er tvíþætt; minnihlutavald og meirihlutavald. Og þó svo að oftar en ekki séum við látin halda að allt stjórnist af valdi meirihlutans, þá er minnihluta- valdið einnig virkt á öllum tímum. Innan tíðar mun alþýða manna átta sig á hlutföllunum sem í valdinu leynast. Og það verður til þess, að samhengið skýrist. En þegar samhengið skýrist þá mun fólk flest sjá, að heimurinn er ekki einkaeign þeirra sem gera til hans sérstakt tilkall, heldur sameiginleg eign okkar allra. Ef við skoðum þau spil sem við Íslendingar erum með á hendi, sjáum við, að hér er vitlaust gefið. Misvitrir stjórnmálamenn röðuðu spilunum í bunkann, veittu vinum sínum óheftan og ókeypis aðgang að auðlindum. Og þeir gefa okkur síðan leyfi til að hlusta á grenjið í þeim heimtufreku og gírugu dekur- rófum sem ekki vilja taka þátt í sam- eiginlegum útgjöldum þjóðarinn- ar. Við megum hlusta á grátkórinn og það reiknar enginn alvörugef- inn stjórnmálamaður með því að við áttum okkur á plottinu. En stað- reyndin er engu að síður sú, að upp- lýsingaflæðið mun, fyrr eða síðar, ná til þeirra sem þurfa á vitneskjunni að halda; ná til þeirra sem hingað til hafa ekki séð í hendi sér hvernig valdið er í raun og veru. Hið þrískipta ríkisvald er alltaf háð öllu öðru valdi samfélagsins; vald peninga og fjölmiðla vegur þar þungt, þar eð menn geta keypt sér atkvæði og styrkt veika stöðu með áróðri í fjölmiðlum. Um leið og fjöldinn gerir sér grein fyrir þessum staðreyndum, getum við hætt að láta smábarn í jakkafötum segja okkur hvenær við mótmælum og hvenær við mót- mælum ekki. Þá dæmum við sjálf og við ákveðum sjálf hvort tiltekin gagnrýni er makleg eða ómakleg. n Með draumsýn finna sanna sátt sælir menn og góðir. Já, ástand heimsins batnar brátt, þá brosa allar þjóðir. Heimur batnandi fer Kristján Hreinsson Skáldið skrifar 1 Gjaldþrota á Land Rover Sævar Jónsson, kenndur við Leonard, ekur nú um á glænýjum hvítum Jaguar Land Rover og hefur vakið athygli víða. Bíllinn er leigubifreið og umráða- maður hans er bílaleigan Armar ehf. Lesið: 31.088 2 „Hann er bara ein tauga-hrúga“ Kona var í síðustu viku dæmd fyrir að slá son sinn, sem þá var nýorðinn níu ára, með stólfæti í bakið, rassinn, handleggi, hægri mjöðm og í bringuna. Bróðir drengsins segir að litli drengurinn hafi ítrekað orðið fyrir ofbeldi og að hann glími við mikinn kvíða. Lesið: 24.187 3 Slutty Solla Stirða Fyrrverandi fegurðardrottning, Manuela Ósk Harðardóttir, tók þátt í hrekkjavöku um helgina og klæddi sig upp sem „Slutty Solla stirða“ eins og hún orðaði það sjálf á Instagram. Lesið 21.511 4 „Hún lemur barnið sitt“ Móðir á Suðurnesjum var í síðustu viku dæmd fyrir ofbeldi gegn syni sínum. Bróðir drengsins óttast um velferð hans. Lesið: 20.047 5 Neyddist til að hætta vegna áreitni eftir að hafa setið fyrir í Playgirl Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í mannauðsstjórnun neitar því að hafa vanrækt skyldur sínar gagnvart einum af starfsmönnum sínum eftir að sá hafði setið nakinn fyrir í tímaritinu Playgirl. Sá varð fyrir einelti og áreiti á vinnustaðn- um eftir að upp komst um myndirnar. Lesið: 16.214 6 Bæjarstjóri samdi við sjálfan sig Í nýrri skýrslu Har- aldar Líndal Haraldssonar hagfræðings um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar eru samningar stjórnenda bæjarins á undan- förnum árum við Eignarhaldsfélagið Fasteign gagnrýndir harðlega. Lesið: 16.113 Mest lesið á DV.is Myndin Athyglin á AmabAdama Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin stendur nú sem hæst og iðar miðborgin af tónleikagestum úr öllum heimshornum. Mynd dAvíð Þór GuðLAuGsson Þetta eru ekki skrímsli Hjálmar G. sigmarsson er á móti „skrímslavæðingu“ kynferðisbrotamanna. – DV Ég er skýr í kollinum Hilmar Kolbeins vill stunda vinnu. – DV Það er ákveðin blessun Haukur, Herbert og sindri ferðast um landið með myndatökuvél. – DV L æknar fara nú fram á tugpró- senta launahækkun og verk- fallsaðgerðir farnar í gang. Útspil fjármálaráðherra er að benda á keðjuverkun í sam- félaginu, launaskrið og verðbólgu. Í sömu andrá lofar hann að hafin verði bygging nýs Landspítala á kjör- tímabilinu. Getum ekki haldið uppi velsæld Afglöp ráðamanna umliðin ár eru einna helst að nýta ekki þjóðarauð- lindir til almennrar velsældar. Þjóð- in á fiskimiðin, náttúruperlurnar og orkuna í iðrum jarðar, vatnið og hreinleikann. Stjórnarskráin inni- ber samt ekkert auðlindaákvæði sem tryggir þetta eignarhald og áskil- ur ráðamönnum að ganga erinda eigandans en ekki fámennra hags- munahópa. Arðurinn fer því ekki í sameiginlegan sjóð landsmanna eins og hjá frændum okkar í Nor- egi. Þess vegna getum við ekki haldið uppi almennri velsæld. Sé þessu ekki breytt mun ríkja upplausnarástand á Íslandi á næstu árum og fátækt mun festa hér rætur. Gaspur Með gaspri sínu um nýjan spítala tjaldar fjármálaráðherra til einnar nætur. Sífellt er reynt að telja þjóð- inni trú um að nýr spítali sé henn- ar brýnasta hagsmunamál en það er ekki rétt. Heilbrigðiskerfinu mun ekki verða bjargað með nýju húsi frekar en RÚV eða Orkuveitunni. Það er starfsfólkið sjálft sem heldur flek- anum á floti og það þrátt fyrir ráða- menn. Dugi verkfallsaðgerðir lækna ekki til að hreyfa við ríkisstjórninni er fátt sem heldur í. Ástæðan er samkeppni um lækna í alþjóðlegu vinnuum- hverfi. Fjármálaráðherra situr því frammi fyrir tveimur valkostum, annars vegar nýr Landspítali með viðvarandi læknaskorti eða að semja með það fyrir augum að halda í mannskapinn. Þó að læknar séu eins og þeir eru bendir aðsóknin til þess að þjóðin vilji síður vera án þeirra og mun því áreiðanlega fylgja fjármála- ráðherra sínum að málum. n Landspítali án lækna„Dugi verkfallsað­ gerðir lækna ekki til að hreyfa við ríkis­ stjórninni er fátt sem heldur í. Lýður Árnason læknir Af blogginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.