Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Side 29
Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 Fólk Viðtal 29 allt milli himins og jarðar. Þarna eru listar yfir stráka sem ég var skotin í og listar yfir vinkonur. Svo var krossað yfir ef vinkonurnar duttu úr náðinni. Það var gaman að lesa þetta.“ Framsóknarmaður og svo sjálfstæðismaður Auk sagna af fyrstu kynnum hennar af því sem hún taldi vera fyrstu ástina eru lýsingar á fólki sem margir kann- ast við. „Þetta var fólk í kringum mig, áberandi í þjóðlífinu á þessum tíma sem foreldrar mínir þekktu, sem höfðu mikil áhrif á allt mögulegt í minni æsku. Fyrir mörgum eru þetta persónur úr sögunni en voru fyr- ir mér lifandi verur sem ég kynnt- ist,“ segir hún og nefnir Jónas frá Hriflu, Ásgeir Ásgeirsson og Gunnar Thoroddsen. Hún segir föður sinn snemma hafa byrjað að ræða við hana um þjóðmálin. „Ég fékk fyrir vikið áhuga á erlendum fréttum og fylgdist náið með forsetakosningunum í Banda- ríkjunum 1948. Átta ára vildi ég sjá Truman sem forseta. Ég hafði því mínar hugmyndir, sem voru þó gjarnan mótaðar af hugmynd- um pabba. Pabbi var framsóknar- maður og þá varð ég að vera fram- sóknarmaður. Svo skiptum við um flokk og þá varð ég sjálfstæðismaður. Það er þó mjög langt síðan ég var sjálfstæðis maður,“ segir hún og bros- ir. Ekki lítil og vitlaus Hún segir föður sinn hafa rætt við hana á jafningagrundvelli. „Hann virti hugmyndir mínar og skoðanir, tók mig alvarlega en hló ekki að mér eða sagði mig litla og vitlausa. Það er barni óskaplega mikils virði. Eins átti ég afskaplega náin samskipti við móðurömmu mína sem var stór- merkileg manneskja, blásnauð og fátæk kona sem kom dóttur sinni í gegnum menntaskóla sem var óvenjulegt á þeim tíma. Móðurafi minn, sem bjó á Sauðárkróki, var líka stór partur af mínu lífi þótt hann hafi ekki alltaf verið hjá okkur. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að vera svona nákom- in þessu fólki sem eru afar og ömm- ur og er ekki viss um að krakkar hirði um slíkt í dag. Og kannski foreldrar ekki heldur, að ýta börnunum til að sinna öfum sínum og ömmum. Það hjálpar manni, þroskar og gef- ur minningar sem eru mikils virði,“ segir hún og bætir við að föðurfólk hennar komi einnig mikið við sögu í bókinni.“ Giftist 17 ára Jóhanna giftist Jökli Jakobssyni, leik- ritaskáldi og útvarpsmanni, aðeins 17 ára. Hann var sjö árum eldri, prests- sonur og kominn úr einni af fínni fjöl- skyldum landsins. Hún viðurkennir að það hafi þótt sérstakt að binda sig svo ung á þessum tíma. „Ég gifti mig eftir fjórða bekk í menntó og átti eitt barn þegar ég tók stúdentspróf. Eftir á að hyggja hefur mér stundum fund- ist það skrítið af hverju við þurftum að gifta okkur, það lá ekkert á. En mér fannst það tilvalið og mamma hafði ekkert á móti því. Í bekknum mínum í mennta- skóla var hátt hlutfall kvenna sem fór í framhaldsnám, þarna voru að koma nýir tímar, en á sinn hátt var það ekki sjálfgefið að stúlka sem var komin með barn væri að ljúka stúd- entsprófi,“ segir Jóhanna sem fór í guðfræði í Háskóla Íslands í nokkra vetur. Hún neitar að foreldrar hennar hafi ýtt á hana að ganga mennta- veginn. „Ég ákvað það sjálf, rétt eins og flest annað sem ég hef gert um dagana. Ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig.“ Hún segir árin með Jökli hafa ver- ið góð en erfið. „Þótt það hafi far- ið eins og það fór þá græddi ég á því líka. Og við sjálfsagt bæði. Þetta voru ekki alltaf auðveld ár en ég hef aldrei séð eftir þeim. Við áttum ágætlega saman að mörgu leyti. En óneitan- lega var þetta mikið basl. Við vorum með tvö börn þegar ég var tvítug og á sama tíma vorum við að byggja. Maður átti ekki fyrir því og var alltaf að reyna að klóra sig áfram. En ein- hvern veginn hafðist þetta. Þótt sumt hafi verið erfitt þá auðgaði þessi tími mig og gerði mig að þeirri mann- eskju sem ég er. Ég er að mörgu leyti sátt við það hvernig þetta hefur allt saman þróast.“ Byrjaði á öfugum enda Jóhanna hefur skrifað fjölda bóka en fyrsta skáldsagan hennar, Ást á rauðu ljósi, kom út árið 1960. Hún hefur einnig skrifað bækur um menningarheim Mið-Austurlanda en þar má meðal annars nefna bók- ina Arabíukonur sem kom út árið 2004. Aðspurð segist hún ekki kom- in af rithöfundum. „En pabbi var hagmæltur maður og afskaplega vel skrifandi þótt hann hafi ekki gert mikið af því. Móðurafi minn var mjög kunnur hagyrðingur á Sauðár- króki, kaupmaður og spéfugl.“ Árið 1993 gaf Jóhanna út bókina Perlur og steinar – árin með Jökli. Það má því segja að hún hafi byrjað á öfugum enda. „Ég tek þetta svona tvist og bast. Meiningin var, þegar ég byrjaði að skrifa Svarthvíta daga, að þetta yrði handa krökkunum mín- um. En svo víkkaði þetta og breytt- ist og saman komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta ætti erindi við fleiri.“ Naut Jökuls Hún viðurkennir að það hafi verið sérstakt að stíga fram sem rithöf- undur árið 1960 verandi gift þekktu skáldi. „Ég bar djúpa virðingu fyrir Jökli sem rithöfundi en það var hann sem hvatti mig til að skrifa. Ég man eftir því þegar ég hafði skrifað fyrstu síðurnar og sýndi honum. Hann var gapandi hissa og hvatti mig áfram. Hann varð svona ljómandi ánægður með þennan fyrsta kafla svo ég hélt áfram og hann las yfir og var sáttur. Bókin fékk fínar móttökur og öll 2.000 eintökin seldust upp. Ég gaf öll höfundareintökin og átti ekki Ást á rauðu ljósi fyrr en ég fékk hana á fornsölu löngu seinna. Síðan hef ég lesið hana tvisvar og finnst dá- samlegt að rifja upp hvað hún þótti hneykslanleg á sínum tíma. Hún þótti djörf, þrátt fyrir að vera af- skaplega saklaus og hugguleg. Það er makalaust að sjá hvað viðhorf- in í samfélaginu hafa breyst. En hún er vel skrifuð og skemmtileg. Ég hef aldrei skammast mín fyrir hana,“ segir hún og bætir við að þótt bók- inni hafi verið vel tekið hafi mörgum þótt hún léttvæg. „En ég naut Jökuls. Það þótti sætt að ég væri rithöfund- ur líka. Við áttum lítil börn, það var ákveðinn sjarmi yfir þessu. Þetta var mjög skemmtilegur tími,“ segir hún og bætir við að hún sé einstaklega ánægð með titilinn. „Jökull á titilinn. Það þekktu allir þessa bók og auðvit- að kitlaði það. Maður var dálítið upp með sér þótt fyrst og fremst hafi bók- in átt að hjálpa okkur í byggingar- málunum. Við vorum að brasa við að koma fokheldri hæð á Seltjarnarnes- inu í búsetuhæft stand. En já þetta var gaman.“ Ekki miðdepill alheimsins Jóhanna hefur ferðast afar mikið til Mið-Austurlanda, Asíu og Afríku. Síðustu árin hefur hún ferðast með Íslendinga til Mið-Austurlanda og víðar þar sem hún hefur frætt fólk og reynt að leiðrétta misskilning og fordóma sem hún segir gjarnan ríkja gagnvart íslömskum samfélög- um. Núna í haust var hún að koma úr enn einni ferðinni til Írans. „Ég hef sagt í mörg ár að þetta verði mín síðasta ferð. En svo skipti ég alltaf um skoðun. Það er mikil ásókn í að komast í ferð til Írans og þar sem Íran er uppáhaldslandið mitt get ég ekki staðist að fara aftur,“ segir hún og telur að ferðalögin hafi gert „Heppin að þetta skyldi fara vel“ „Barnabörnin eru áhugasöm um að fræðast um gamla tíma og ef þau eru það ekki hef ég troðið því upp á þau. Ætlar að ná sér Jóhanna er kom- in heim eftir dvöl á sjúkrahúsi þar sem krabbameinsæxli var skorið úr öðru lunga hennar. MyNd SiGtryGGur Ari Þriggja ára Jóhanna ólst upp í Reykjavík. MyNd Úr EiNkASAFNi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.