Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Qupperneq 36
Helgarblað 7.–10. nóvember 201436 Skrýtið
Fór á kennderí með
BandaríkjaForseta
n Jón Ólafsson ritstjóri datt í það með Ulysses S. Grant n Lánaði forsetanum peninga
J
ón Ólafsson, ritstjóri og skáld,
var litríkur ævintýramaður
sem gustaði af, eins og sagt
var. Hann var fæddur 1850 og
lést 1916.
Hann hóf blaðamannaferil
sinn 18 ára og varð einn sögufræg
asti blaðamaður Íslandssögunnar.
Einn fjörlegasti tími Jóns var þegar
hann dvaldi í Ameríku upp úr 1870.
Hann fékk hugmynd sem átti eftir
að eiga hug hans allan næstu miss
erin. Bandaríkjamenn höfðu keypt
Alaska af Rússum árið 1867. Þó að
kaupin ættu síðar eftir að sanna sig
sem sannkölluð reyfarakaup sættu
bandarískir ráðamenn gagnrýni
fyrstu áratugina í kjölfarið fyrir að
kaupa þetta hrjóstruga land sem
mörgum sýndist óbyggilegt.
Íslendinganýlenda í Alaska
Jón Ólafsson sá sér þar leik á borði.
Vesturferðir Íslendinga voru á þess
um tíma að komast á fullan skrið
og Bandaríkjamenn þurftu að finna
einhver not fyrir Alaska. Hví ekki
að nota skikann sem Íslendinga
nýlendu? NýjaÍsland gæti risið
í Alaska og með tímanum orðið
blómlegt samfélag. Jón kynnti þess
ar hugmyndir fyrir stjórnvöldum í
Bandaríkjunum sem tóku vel í þær.
Úr varð að Jón sigldi til Alaska og
skoðaði landkosti þar.
Vel tekið af forsetanum
Jón hitti Ulysses S. Grant Banda
ríkjaforseta að máli í Washington
árið 1875. Jón hafði skrifað skýrslu
um Alaskaáætlanir sínar og afhenti
forsetanum. Forsetinn studdi hug
myndir Jóns og virðist hafa tekið
honum fagnandi. Grant var á þess
um tíma í áfengisbindindi en hann
hafði lagt slæma drykkjusiði á hill
una eftir að hann komst í hið valda
mikla embætti. Voru ráðgjafar for
setans mjög á tánum við að halda
honum frá áfengi. En ekkert virðist
hafa ráðið við Grant þegar Jón bar
að garði.
Fyllerí með Grant
Eftirfarandi saga er sögð af fundi
þessum í bók Hjartar Pálssonar
um Alaskaför Jóns: „Vel fór með
[Jóni og Ulysses S. Grant], og kom
þar brátt, að þeim þótti fullþröngt
um sig í Hvíta húsinu og lögðu leið
sína á helstu knæpur Washington
borgar. Þegar þeim tók að leið
ast, héldu þeir aftur heimleiðis, og
fylgdi Jón forsetanum að dyrum
Hvíta hússins. Grant vildi þá halda
áfram, en Jón kvaðst vera orðinn
syfjaður og slæptur og hafnaði
boðinu.“
Forsetinn blankur
„Grant sagðist þá mundu blóta
Bakkus einn, en hafði orð á því,
að sér væri fjár vant. Jóni Ólafs
syni fannst hægur vandi að bæta
úr því og sagði Bandaríkjaforseta,
að hann skyldi lána honum hálfan
silfurdal, sem hann væri með á sér.
Því tók Grant fegins hendi.
Við það kvöddust þeir, og er
óvíst með öllu, að þeir hafi sést eft
ir það. Auðvitað var um það talað,
að hinn íslenski lánardrottinn vitj
aði fjárins, við hentugleika, en það
fórst fyrir, svo að þaðan í frá gat Jón
Ólafsson spaugað með það, þegar
honum sýndist, að hann teldi til
skuldar hjá Bandaríkjaforseta!“
Ævintýralegar hugmyndir
Jón Ólafsson hafði háleitar hug
myndir um framtíð íslensku
þjóðarinnar á nýju heimili í Alaska.
Í riti sínu Alaska gerir hann grein
fyrir þessu á fjörlegan hátt. Hann
fullyrðir að í Alaska geti íslensk
þjóð fjölgað sér gífurlega og talið
100 milljónir manna innan fárra
alda. „Það hlæja ugglaust mörg fífl
að þessu,“ skrifar hann, en það geri
ekki til því alltaf hafi verið hlegið
að góðum hugmyndum. Það sýni
mannkynssagan.
Hann skrifar til dæmis: „Ef Ís
lendingar næmu nú land í Alaska
– segjum 10 þúsundir á 15 árum,
og fjöldi þeirra tvöfaldaðist þar t.d.
á hverjum 25 árum, sem vel mætti
verða og ugglaust yrði í svo hag
feldu landi, þá væru þeir eftir 3 til
4 aldir orðnir 100 milj
ónir, og mundu þá
þekja alt meginlandið
frá Hudsonflóa til
KyrraHafs. Þeir gætu
geymt tungu sína,
aukið hana og auðg
að af hennar eigin
óþrjótandi rótum, og, hver veit, ef
til vill sem erfingjar ins mikla lands
fyrir sunnan sig, smátt og smátt út
breitt hana með sér yfir þessa álfu,
og endrfætt ina afskræmdu ensku
tungu.“
Braut blað í blaðamennsku
Ekkert varð úr Alaskaáformum
Jóns en hann lét ekki deigan síga
og lét mikið að sér kveða eins og
áður. Hann ritstýrði dagblöðum
hér heima og í Vesturheimi og sat
á Alþingi. Starf Jóns Ólafssonar
markaði tímamót í blaðamennsku
á Íslandi. Hann þótti einstaklega
þrautseigur og snjall í útgáfu og
skrifum. n
Helgi Hrafn Guðmundsson
helgihrafn@dv.is
Þúsundþjalasmiður Jón Ólafsson gerði margt um ævina, en var lengst af blaðamaður.
Hann sat einnig á Alþingi.
Forsetinn Ulysses S. Grant Bandaríkjaforseti 1869–1877. „Grant
vildi
þá halda
áfram, en
Jón kvaðst
vera orðinn
syfjaður og
slæptur og
hafnaði
boðinu.
Milljónasamfélag Jón Ólafsson vildi stofna Íslendinganýlendu í Alaska sem síðar teldi
milljónir manna.
Ævintýramaður Jón Ólafsson
framan á stórskemmtilegri bók Gils
Guðmundssonar um kappann. Einnig
er mælt með bók Hjartar Pálssonar,
Alaskaför Jóns Ólafssonar.