Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Side 38
Helgarblað 7.–10. nóvember 201438 Sport
Galácticos leiddir til Glötunar
n Tíu leikmenn sem fóru illa út úr því að leika með Real Madrid n Illa farið með margar hollenskar stjörnur sem fengu síðar uppreisn æru n Aðrir ekki eins heppnir
R
eal Madrid hefur aldrei vílað
fyrir sér að kaupa bestu og
dýrustu leikmenn í heimi
hverju sinni. Svo virðist
sem alla knattspyrnumenn
dreymi um að leika í hvíta búningn-
um í Madríd. Margir eru kallaðir en
ekki allir slá í gegn. Með Galácticos-
stefnu sinni hefur Real Madrid frá ár-
inu 2000 í fjórgang slegið heimsmet
með því að kaupa dýrustu leikmenn
sögunnar. Luis Figo, Zinedine Zi-
dane, Cristiano Ronaldo og Gareth
Bale hafa verið keyptir fyrir sam-
tals 250 milljónir punda. Real kaup-
ir mikið af dýrum leikmönnum og
eins og gefur að skilja þá slá ekki allir
í gegn á Bernabéu.
Hér er fjallað um tíu leikmenn, í
engri sérstakri röð, sem höfðu ekki
erindi sem erfiði og fóru margir lang-
leiðina með að eyði-
leggja feril sinn hjá
Real Madrid. n
Rafael Van Der Vaart
n Hollenski miðjumaðurinn sló ungur í gegn hjá Ajax í heimalandinu og átti að verða
hinn næsti Johan Cruyff. Margir furðuðu sig á því þegar hann gekk til liðs við þýska liðið
Hamburger SV í ljósi þess að hann var eftirsóttur af mörgum stórliðum. Hann sló hins vegar
í gegn þar og var meira að segja tilnefndur til Ballon d'Or-verðlaunanna í október 2008. En
þá var Real Madrid komið inn í myndina og nappaði Rafael á kostakjörum, rúmar 13 milljónir
evra, þrátt fyrir að önnur lið hafi boðið betur. Hann byrjaði vel, skoraði í sínum fyrsta leik og
skoraði sína fyrstu þrennu innan nokkurra vikna. Þjálfarinn, Juande Ramos, fann honum hins
vegar sjaldnast pláss í byrjunarliðinu. Þegar Manuel Pellegrini tók við árið eftir féll Rafael
enn aftar í goggunarröðina og fékk ekki einu sinni úthlutað treyjunúmeri fyrir tímabilið.
Hann reyndi að vinna sér sæti á ný en var seldur til Tottenham í ágúst 2010 þar sem hann
varð lykilmaður í uppreisn Spurs undir stjórn Harrys Redknapp. Síðan fjaraði undan dvöl
hans þar og sneri hann aftur til Hamburger 2012 þar sem hann leikur enn.
Royston Drenthe
n Hollendingurinn þótti einn efnilegasti leikmaður Evrópu og sló í gegn í sigurliði Hollands á Evrópumóti U-21
árs leikmanna árið 2007. Real keypti þennan eftirsótta vinstri bakvörð/vinstri kantmann frá Feyenoord á
14 milljónir evra eftir þá frammistöðu. Þrátt fyrir að hafa fengið draumabyrjun á ferlinum hjá Real þar sem
hann skoraði ótrúlegt mark af 36 metra færi þá lenti hann upp á kant við stjórann, Bernd Schuster, og fékk
fá tækifæri. Stuðningsmenn Real bauluðu á hann á öðru tímabili hans og síðar bar hann fyrir sig kvíðaröskun
sem leiddi til þess að hann óskaði eftir því að spila ekki. Tímabilið 2010/2011 var hann lánaður til Hércules á
Spáni og tímabilið eftir það til Everton þar sem hann sýndi á köflum ágæta takta. Ferill hans er nær algjörlega
farinn í vaskinn og leikur þessi 27 ára leikmaður nú með Sheffield Wednesday í ensku Championship-deildinni.
Kaká
n Florentino Pérez hafði lýst því yfir að Brasilíumaðurinn Kaká væri fæddur til að leika fyrir
Real og hafði margoft reynt að kaupa þennan fyrrverandi besta leikmann veraldar. Það
tókst ekki fyrr en árið 2009 þegar Real Madrid greiddi AC Milan 65 milljónir evra. Nokkrum
dögum síðar var tilkynnt um kaup Real á Cristiano Ronaldo og Kaká féll í skuggann af
honum og náði sér aldrei á strik. Þrátt fyrir nokkra góða leiki þá gerðu meiðsli og fjöldi
heimsklassaleikmanna í hans stöðu það að verkum að hann varð aldrei samur. Árið 2013
sneri hann aftur til Milan þar sem hann lék ágætlega en þeir gátu ekki haldið honum. Kaká
samdi við bandaríska liðið Orlando City sem enn er verið að koma á laggirnar og leikur á
meðan með sínu gamla félagi, Sao Paulo í Brasilíu.
Arjen
Robben
n Robben hefur óneitanlega
orðið betri með árunum og
margir furða sig enn á því
að honum hafi verið bolað
burt frá Real Madrid. Þangað
var hann keyptur fyrir 24
milljónir punda árið 2007
eftir frábæra frammistöðu
með Chelsea. Hann varð
lykilmaður hjá Real á fyrstu
tveimur leiktíðum sínum
og hjálpaði liðinu að vinna
deildina á sínu fyrsta ári. En
það þurfti að fjármagna og
búa til pláss fyrir Ronaldo og
Kaká árið 2009 og komust
forráðamenn Real að þeirri
niðurstöðu að Robben
mætti missa sín. Hann fór til
Bayern München og söguna
síðan þekkja flestir. Robben
er því einn af fáum sem ekki
hefur upplifað algjört hrun
á ferlinum eftir dvöl sína
hjá Real.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Jonathan
Woodgate
n Enski miðvörðurinn þurfti
kannski enga hjálp frá Real við að
spilla ferlinum þar sem þrálát meiðsli
sáu að mestu um það. Hann þótti hins
vegar einn besti miðvörður heims á sín-
um besta degi og sló í gegn hjá Leeds.
Fjárhagserfiðleikar neyddu Leeds til
að selja hann til Newcastle 2003 en
ári síðar var hann keyptur til Real á
rúmar 13 milljónir punda. Hin þrálátu
meiðsli gerðu það að verkum að hann
missti af öllu fyrsta tímabili sínu í
Madríd og lék ekki sinn fyrsta leik
fyrr en í lok september 2005. Margir
muna eftir þeim leik sem þykir einn
versti fyrsti leikur knattspyrnumanns í
sögunni. Woodgate skoraði sjálfsmark,
fékk beint rautt spjald og var rekinn af
velli. Woodgate lék aðeins níu leiki fyrir
Real á þremur árum og var á endanum
látinn fara til Middlesbrough árið 2007.
Spænskir lesendur dagblaðsins Diario
Marca kusu hann verstu kaup 21.
aldarinnar í netkönnun þar sem
hann hlaut 37% atkvæða!