Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Síða 40
Helgarblað 7.–10. nóvember 201440 Lífsstíll Ást gerir kynlíf betra Ást og skuldbinding gera kynlíf meira fullnægjandi fyrir konur samkvæmt félagsfræðinginum Beth Montemurro við Penn State Abington-háskólann í Bandaríkjunum. Með viðtölum við gagnkyn- hneigðar konur á aldrinum 20 til 68 ára komst Montemurro að því að flestar kvennanna töldu ást nauðsynlega til að ná hámarks ánægju af bæði kyn- ferðislegu sambandi og hjóna- bandi. Konurnar sögðu ávinning af ást ekki aðeins tilfinninga- legan heldur sögðust þær einnig njóta kynlífs betur ef þær væru ástfangnar og að ástin hefði áhrif á hömlur þeirra. É g hugsa að ef ég hefði gert límmiðabók þá hefði hún selst jafn vel,“ segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, höf- undur bókanna Frozen Hair- styles og Princess Hairstyles sem koma út í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Fyrrnefnda bók- in kemur einnig út á íslensku um miðjan mánuðinn, en þó aðeins minni í sniðum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Eddu útgáfu sem gef- ur bókina út undir merkjum Dis- ney, hafa á milli 50 og 60 þúsund bækur selst í forsölu, sem þykir mjög góður árangur. Theodóra er vissulega að grín- ast með límmiðabókina, enda há- greiðslubók aðeins meira verk- efni. En Frozen-æðið er vissulega mjög ríkjandi og varningur tengd- ur teiknimyndinni er vinsæll með- al barna, þá sérstaklega ungra stúlkna, sem vilja allar líkjast Önnu og Elsu, aðalsöguhetjunum. Mikill heiður Theodóra er hárgreiðslukona að mennt og gaf út sína fyrstu bók, Hárið, út árið 2012 og sló hún ræki- leg í gegn, í kjölfarið fylgdi svo bók- in Lokkar, sem ætluð er yngri stúlk- um. Því er hún orðin vel sjóuð í því að gera hárgreiðslubækur. Það voru aðstandendur Eddu útgáfu sem settu sig í samband við Theodóru og fengu hana í þetta verkefni, að gera hágreiðslubækur í anda Frozen og Disney-prinsessa. En fyrirtækið hefur rétt til að gefa út bækur undir nafni Disney. Auðvit- að sló Theodóra til. „Það er algjör heiður að fá að vinna fyrir svona ótrúlega stórt fyrirtæki,“ segir hún. Fylltu Smáralind af hármódelum Bókin Princess Hairstyles er að miklu leyti byggð á bókinni Lokk- ar og er það ein helsta ástæða þess að hún kemur ekki út á íslensku. Frozen-bókina vann Theodóra hins vegar frá grunni. „Ég held að bókin sé mjög vel heppnuð. Það voru gríðarlega margar stelpur sem vildu fá að vera með. Smáralindin fylltist af stelpum og það var bara frábært.“ Theodóra á þar við þegar prufur fóru fram á hármódelum fyrir bókina í sumar, en á sjötta þúsund manns mættu í Smáralindina og langar biðraðir mynduðust. „Það var alveg hræðilega erfitt að velja börn og mér leið eins og Simon Cowell í American Idol, að vera svona vond,“ segir Theodóra hlæjandi, en er engu að síður hálf miður sín yfir því. Hún segir þó hafa verið mjög gaman í tökunum sjálfum þegar loksins var búið að velja stúlkur sem hármódel. Þær hafi til að mynda mikið spurt hvort þær væru Anna eða Elsa. „Ég sagði bara að þær væru bara báðar. Svo vorum við með myndina í gangi á meðan og þær voru allar í karakter að syngja. Þetta var mjög krúttlegt og fyndið.“ Lá yfir Frozen Theodóra þurfti að leggj- ast vel yfir Frozen-bíó- myndina til að töfra fram réttu greiðslurnar. „Ég er búin að horfa á myndina ansi oft. Að lokum tók ég svo „screen shot“ af helstu atriðunum svo ég þyrfti ekki að horfa á myndina oftar. Svo stúderaði ég það og allt sem tengist Frozen, fléttur, hvað er í gangi í dag og hvað stelpur vilja. Þetta er aðeins nú- tímamiðað.“ Að- spurð segir Theo- dóra greiðslurnar þó alls ekki vera flókn- ar fyrir venjulegt fólk. „Þetta er mjög auðvelt og allt sýnt skref fyrir skref.“ Theodóra segist varla gera sér grein fyr- ir því hvað hún sé komin út í og vinsældir bókanna hafa farið fram úr henn- ar björtustu vonum. „Ég kann ekkert á þetta. Ég hef kom- ið einu sinni til Banda- ríkjanna og veit ekk- ert hvern- ig mark- aðurinn virkar,“ segir hún hrein- skilin. „Þetta er svo ótrú- lega fjar- lægt,“ bætir hún við að lok- um. n „Þetta er svo ótrúlega fjarlægt“ Theodóra Mjöll er búin að selja um 60 þúsund Frozen-hárgreiðslubækur í Ameríku Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Ég kann ekkert á þetta. Ég hef komið einu sinni til Bandaríkjanna. Stolt af bókunum Theodóra er að vonum stolt af bókunum sínum, en Frozen Hairstyles mun einnig koma út á íslensku von bráðar. Þ að skiptir engu máli hvort þú ert í stífu æfingaprógrammi marga daga í viku eða ferð bara reglulega út að ganga eða hlaupa, það er alltaf nauðsyn- legt að passa vel upp á að drekka nógu mikið vatn. Annars getur lík- aminn ofþornað og þá fer þér að líða illa. Það þarf hins vegar ekki að vera að þú áttir þig á einkennunum strax, enda gætu þau átt við ýmis- legt fleira. Fyrsta og algengasta merkið um að líkaminn sé að þorna upp er höf- uðverkur. Líkaminn er stanslaust að losa sig við vökva með ýmsum leið- um og þannig tapast mikilvæg sölt. Skortur á söltum breytir efnafræði- legri samsetningu blóðs og heil- inn er mjög viðkvæmur fyrir slíkum breytingum. Þegar vatnsskorturinn verður mikill þá eykst höfuverk- urinn gjarnan og verður nán- ast óbærilegur, enda dregur þetta ástand úr súrefnisflæði til heilans. Ef þú æfir mikið og ert með viðvar- andi höfuðverk þá ættir þú að reyna að koma reglu á vatnsdrykkjuna. Það er þó ekki hollt að drekka of mikið af vatni og best að gæta hófs í vatnsdrykkju sem og öðru. Þegar þvagið er dökkgult þá get- ur það verið merki um ofþornun. Ástæðan fyrir því er sú að þegar lík- amann skortir vökva þá á hann erf- iðara með að losa sig við úrgangsefni á fjölbreyttan hátt. Öll úrgangsefn- in fara því út með þvaginu og þess vegna verður það dekkra á litinn. Ofþornun getur einnig valdð hægðatregðu og er ástæðan af svip- uðum toga. Þegar líkamann fær nóg af vatni er losun úrgangs eðli- leg. Þegar vökvinn er hins vegar ekki nægur þá á úrgangurinn erf- iðara með að ferðast um meltingar- veginn og skila sér út. n ritstjorn@dv.is Þekktu einkenni ofþornunar Takmörkuð vatnsdrykkja getur valdið mikilli vanlíðan Flestir deila kynlífs- fantasíum Í nýrri rannsókn, sem birtist í Journal of Sexual Medicine, kemur fram að flestir deila al- gengustu kynlífsfantasíunum. Hópur vísindamanna, með kanadíska sálfræðinginn Christ- ian Joyal í fararbroddi, fékk þátt- takendur til að gefa 55 fantasí- um einkunn auk þess að skrifa niður uppáhaldsfantasíuna ef hana vantaði á listann. Fantasíur tengdar róman- tík voru algengastar hjá báðum kynjum auk þess sem fantasíur um undirgefni og drottnun skor- uðu hátt. Vísindamenn segja að þótt niðurstaðan skýri að vissu leyti vinsældir Fifty Shades of Grey ættu menn alls ekki að byrja á því að rasskella bólfélaga sína að þeim óspurðum þar sem mikill munur væri á fantasíum og því sem fólk hefði áhuga á að upplifa í raun og veru. Tölvuleikir auka ekki ofbeldi Nýlega var birt rannsókn sem gerð var á vegum Villanova-há- skólands og Rutgers-háskól- ans sem sýndi að ofbeldisfullir tölvuleikir auka ekki ofbeldisfulla hegðun þeirra sem spila. Stuttu eftir birtingu þessarar rannsókn- ar birti Stetson-háskóli niður- stöður svipaðrar rannsóknar og var komist að sömu niðurstöðu. Öfugt við það sem margir halda, þá var niðurstaðan sú að með auknum vinsældum ofbeld- isfullra leikja, þá hefur ofbeldi minnkað hjá ungu fólki. Rann- sakendur sögðu hins vegar að það ætti ekki að líta á niðurstöð- urnar þannig að með því að spila fleiri leiki yrði heimurinn ör- uggari staður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.