Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Qupperneq 42
Helgarblað 7.–10. nóvember 201442 Fólk Að vera intersex er ekkert tiltökumál n Berjast gegn aðgerðum á ungbörnum n Vilja auka skilning fólks á intersex K itty Anderson er formaður Intersex samtaka Íslands og hefur nú undanfarnar vikur farið á hinar ýmsu intersex- ráðstefnur í Evrópu. Hún fór meðal annars til Riga í Lettlandi á fund þar sem intersex-samtök víðsvegar að úr Evrópu hittust til að ræða málin, en laugardaginn 8. nóv- ember er minningadagur intersex- fólks. Hún settist niður með blaða- manni DV og sagði aðeins frá því hverju intersex-samtök víða um heiminn eru að berjast fyrir. Intersex-fólk eins og annað fólk „Intersex er reglhlífarhugtak yfir þá einstaklinga sem búa yfir kynein- kennum sem falla utan þess sem við köllum kvenkyn eða karlkyn,“ segir Kitty. „Intersex-einstaklingar geta samt sem áður verið konur eða karlar, sumir upplifa sig ekki jafn „binary“, það er, þau skilgreina sig einhvers staðar á milli en það er al- veg jafn algengt hjá intersex-einstak- linum eins og öðru fólki.“ Stórar aðgerðir Það alvarlegasta sem intersex- einstaklingar lenda í er að þeir hafa flestir sætt einhvers skonar læknis- aðgerðum. „Það geta verið skurð- aðgerðir þar sem hluti ytri eða innri kynfæra er fjarlægður og þar sem notaðar eru hormónameðferðir í framhaldinu til að staðfesta ákveðið kyn. Intersex-samtökin eru mikið á móti slíkum aðgerðum. Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir skurðaðgerð- um eru þrjár; að létta á áhyggjum foreldra, koma í veg fyrir stríðni og tryggja samsvörun við rétt kyn.“ Byggir á ósönnuðum tilraunum Aðgerðirnar sem gerðar eru til að tryggja samsvörun við rétt kyn eru í grunninn byggðar á kenningum læknisins Johns Money, sem upp úr 1950 var sannfærður um að kyn ákvarðaðist út frá uppeldis- og sam- félagsþáttum og hefði ekkert með líffræðilega þætti að gera. „Hann prófaði þessa kenningu sína þegar tveir karlkyns tvíburar fæddust og umskurður annars þeirra mistókst. Þá var honum hreinlega breytt í stelpu. Tvíburarnir voru svo ald- ir upp sem strákur og stelpa. Ann- ar tvíburinn fór svo að leika og haga sér eins og strákur en hinn eins og stelpa. Dr. Money taldi þetta sönnun þess að tilraun hans hafði tekist. Þegar David Reimer, einstaklingur- inn sem um fjallar, varð eldri og komst að því hvað hafði gerst, kom í ljós að hann hafði aldrei upplifað sig sem stelpu. Upp frá því fór hann að lifa sem karlmaður, sem hann auð- vitað var allan tímann.“ Aðgerðir á ungum börnum David Reimer sneri þá bakinu við dr. Money en samt hélt læknirinn því fram að tilraunin hefði tekist. „Til- raunin er ein ástæða þess að aðgerð- ir sem slíkar eru enn framkvæmdar í dag á mjög ungum börnum. Því mið- ur eru mjög margir sem lenda í því þegar þeir komast á fullorðinsár að það er ljót öramyndun. Aðgerðin er framkvæmd á mjög mjög viðkvæmu svæði á mjög ungum börnum. Þau vaxa og örin teygjast, þetta getur svo valdið ýmiss konar vandamálum. Oft og tíðum þarf fólk að fara í aðra að- gerð þegar það kemst á fullorðinsár til að laga það sem gert var þegar það var yngra. Einstaklingar hafa mót- mælt þessum aðgerðum í hartnær 30 ár. Í hvert skipti sem þessu er mót- mælt er því haldið fram að aðgerð- irnar hafa verið að þróast og að þær séu orðnar mikið betri núna en þær voru. Málið er að það er ekki hægt að vita hvort aðgerðirnar séu orðn- ar betri fyrr en einstaklingurinn er kominn á fullorðinsár. Það eru ekki bara einstaklingar um fertugt eða fimmtugt sem eru að koma fram og segja að þessar aðgerðir hafi valdið þeim skaða. Það eru einstaklingar um tvítugt að koma fram núna sem eru að segja að þær hafi valdið þeim skaða.“ Þrýstingur frá læknum Aðgerðirnar og annað verður oft til þess að intersex-einstaklingar hætta að leita til lækna, þar sem þeir treysta þeim ekki. „Læknar sjá þar af leið- andi sjaldan afleiðingar þess sem þeir hafa gert því fólk hættir að fara til þeirra. Læknafóbía er mjög al- geng innan intersex-hópa. En það eru margir foreldrar sem ákveða að fara ekki út í þessa aðgerð þrátt fyr- ir þrýsting frá læknum. Heilbrigðis- menntaðir foreldrar eru ólíklegri til þess að velja aðgerð en það er gott að halda því til haga að það eru líka læknar sem hafa verið að mótmæla aðgerðunum og benda á að þær séu rangar. Enn sem komið er, er það minnihluti lækna, því miður, en hann fer ört stækkandi. Þeir einstak- lingar sem ekki hafa sætt þessum að- gerðum, hvort sem það eru aðgerð- ir á ytri eða innri kynfærum, virðast ekki eiga í neinum erfiðleikum með að samsama sig við kyn. Yfirleitt eru þau mun sáttari einstaklingar þegar þau komast á fullorðinsár.“ Ein aðgerð á ári „Það er um það bil ein aðgerð fram- kvæmd á intersex-ungbörnum hér á landi á ári. „Það er mjög skiljan- legt að þær séu framkvæmdar hér. Í Bandaríkjunum, til dæmis, eru fram- kvæmdar fimm á dag. Læknar hér á landi eru ekki að fara að gera eitt- hvað öðruvísi upp á eigin spýtur en gert er annars staðar. Það er mjög lík- legt að sami þrýstingur sé á foreldra hér og annars staðar. Foreldrum er sagt að eitthvað sé að og það sé hægt að laga það.“ Mikil ábyrgð á læknum The Journal of Sexual Medicine birti rannsókn þar sem tveimur hópum sjálboðaliða var sýnt sitthvort kynn- ingarmyndbandið um hvað intersex væri. Annar hópurinn fékk mynd- band þar sem intersex var útskýrt frá læknisfræðilegu sjónarhorni en hinn hvernig það er skilgreint sam- kvæmt sálfræðingum. „Niðurstöð- urnar voru nokkuð sláandi. 66% þeirra sem horfðu á læknisfræði- lega myndbandið völdu aðgerðir fyr- ir sitt ímyndaða barn en aðeins 23% þeirra sem horfðu á sálfræðilega myndbandið völdu aðgerðir fyrir sitt ímyndaða barn. Það sýnir bara hversu mikill munur er á viðhorfi og vali bara eftir að hafa horft á stutt kynningarmyndband. Ef þú eign- ast svo barn og inn kemur hópur af læknum sem segja að eitthvað sé að barninu þínu og þeir ætli að laga það, þá getur maður ekki ímyndað sér að margir foreldrar myndu segja nei við því. Þess vegna liggur mjög mikil ábyrgð hjá læknastéttinni að tækla þetta á þann hátt að foreldrum sé sagt frá öllu. Til dæmis hætt- unni sem getur fylgt aðgerðunum, eins ætti þeim að vera beint til sál- fræðinga og ráðgjafa sem geta sagt foreldrunum frá öðru sjónarhorni.“ Vilja að intersex-einstaklingar fái stuðning Kitty segir intersex-hreyfingar al- mennt mæla með því að valið sé kyn, sem barnið er þá alið upp í sam- ræmi við. „Við búum í samfélagi þar sem okkar upplifun af kynjum er sú að þau eru almennt tvö. En það á ekki að ákvarða þau með skurð- aðgerðum. Yfirleitt er valið rétt kyn en það er alltaf möguleiki á því að valið sé vitlaust og þá ætti að vera auðvelt að breyta því á pappírum. Við viljum líka að intersex-einstak- lingar geti mætt stuðningi, bæði frá öðrum intersex-einstaklingum, að þeir upplifi sig ekki eina í heimin- um. Það er eitthvað sem við leggjum mikla áherslu á og margir tala um að það hafi verið vendipunktur þegar þeir fóru að hitta aðra sem deildu á einhvern hátt svipaðri reynslu. Við sem erum fullorðin stígum fram og búum þannig um hnútana í okkar samfélagi að þetta sé ekkert tiltöku- mál, því þetta er ekkert tiltökumál. Þetta er ekkert sem á að hafa áhrif á líf eins né neins en til þess að þetta sé hinn sjálfsagðasti hlutur, þá þurf- um við sem erum eldri að stíga fram og gera samfélagið að stað þar sem þetta er hinn sjálfsagðasti hlutur,“ segir Kitty að lokum. n Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Kitty Anderson Intersex-samtök í heim- inum segja mikilvægt að læknar hætti að þrýsta á skurðaðgerðir fyrir intersex-börn. MynD ÞorMAr VIgnIr gunnArSSon Hán ekki tengt intersex Umræða hefur verið í samfélaginu um að taka ætti upp þriðja fornafnið „hán“. Það kemur baráttu Intersex-samtakanna ekki við, segir Kitty. „„Non-binary“ fólk eða fólk sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunnar. Þeir sem skilgreina sig non-binary falla undir trans-regnhlífina en ekki intersex. Auðvitað getur intersex-einstaklingur líka upplifað sig sem non-binary, en hán er ekki fornafn sem heyrir undir intersex. Umræður eru oft á þá leið að intersex sé eitthvert þriðja kyn en eins og við upplifum kyn þá eru þær umræður á villigötum. Intersex-einstaklingar upplifa sig margir sem annaðhvort konur eða karla, því þeir eru það. En þeir deila einkennum sem við skil- greinum ekki alveg sem annaðhvort eða, það kemur þeirra kyngervi ekkert við. Þetta er bara líffræðilegur breytileiki sem hefur verið til staðar frá upphafi mannkyns.“ Intersex-fundir Félagið fundar fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði klukkan 20.00, í húsnæði Samtakanna ’78 á Suðurgötu 3. Allir sem hafa greiningu sem getur flokkast undir intersex eða telja líklegt að líkamar þeirrar búi á einhvern hátt yfir intersex formgerð eða breytileika eru hjartanlega velkomnir, sem og foreldrar og aðrir aðstandendur. „ Intersex er reglhlíf- arhugtak yfir þá einstaklinga sem búa yfir kyneinkennum sem falla utan þess sem við köllum kvenkyn eða karlkyn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.