Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 45 María Lilja, Kristján og Valur fóru yfir allt það sem stóð upp úr í hátíðarbyrjun Iceland Airwaves É g ætlaði að byrja hátíðina í ár á því að sjá drungapönk í Gróf- inni, en eftir að hafa hlaupið í gegnum napurt Reykjavíkur- myrkrið yfir í Hörpu til að ná í miða, ákvað ég að doka við í hlýjunni í Kaldalóni þar sem Ambátt lék. Tveir menn stóðu á sviðinu, annar um- kringdur tölvum og raftækjum, hinn með gítar. Bak við þá hökti svarthvítt myndband af bílalúgu, bílaplani og götu. Þeir blönduðu saman um- hverfishljóðum, rafrænum töktum og sörfuðum gítörum og sköpuðu þannig dáleiðandi hljóðmynd. Ég hrökk upp þegar ambient-dáleiðslan var rofin með kröftugum hip-hop takti, undarleg skipting, hugsaði ég og mundi að ég hafði lofað að hitta vini í opnunardrykk Airwaves. Börn sem ekki fullorðnast DJ Flugvél og geimskip var mætt með eldflaugina sína á Húrra. Flestir sem þekkja tónlistina annaðhvort hata hana eða elska. Ég er í seinna liðinu. Ég upplifi ekki vott af tilgerð í barna- legri ævintýraþránni og ímyndunar- veikri leikgleðinni sem birtist bæði í tónlistinni og framkomu Steinunnar. Mér fannst eins og hún væri svolítið lengi í gang en þegar Trommuþræll- inn ómaði síðast laga var ég sann- færður: allir bestu listamenn heims- ins eru börn sem vilja ekki fullorðnast. Sindri Eldon & The Ways voru næst á svið. Uppstillingin er einföld en effektív: trommur, bassi og gítar/söng- ur, tónsmíðarnar eru einfaldar en gríp- andi. Hljómsveitin klæðist áhrifavöld- um sínum á maganum: háskóla- og indírokk frá tíunda áratugnum og byrj- un núlláranna. Þeir elskast með hefð- inni: skítugir gítarar, grípandi meló- díur, rómantískar klisjur, fyrirsjáanleg lófadempuð breikdán og gítarsóló. Ég verð unglingur aftur. Takk Sindri fyrir að taka popprokk alvarlega. Grugg og subbur Um leið og fyrstu ljóshraða- þungapönk-gítarriffin og öskrin sem fylgja Muck fóru í gang varð til illilegur mosh-pittur fyrir fram- an sviðið. Sveittir fullorðnir karl- menn ærðust og hlupu hver á annan í trylltum þungarokkstransi. Strák- urinn við hliðina á mér stökk inn í óreiðukenndann danshringinn en það fyrsta sem tók á móti honum var olnbogi. Með alblóðugt andlit stökk hann um og öskraði með grugg- ugu hávaðarokkinu. Svo kom að því sem gerist alltaf á Muck-tónleikum: hljóðkerfið þoldi ekki álagið og dó. Pink Street Boys voru næstir. Ein- hvern veginn finnst mér subburokk vera nafnið sem nær best yfir þá tónlist sem kemur úr mögnurunum þeirra. Þeir eru allir svolítið afkára- legir og subbulegir, með fitugt hár og passa ekki alveg í skyrturnar sínar (nema foxmyndarlegi trommuleik- arinn ef hann hefði ákveðið að klæð- ast einhverju meiru en nærbuxun- um). Þeir mummluðu alltaf eitthvað milli laga en ég skildi aldrei orð. Áran sem stafar af þeim er ára einlægra ónytjunga sem hafa þrjóskast við að gera bílskúrsrokk allt of lengi … eða kannski bara nákvæmlega nógu lengi til að gera það fullkomlega. Þarna er einhver hrá orka og gleði sem er erfitt að finna hjá sjálfsmeð- vitaðri og alvarlegri listamönnum. Endalokin komu með Up Þegar ég frétti að poppsöngvarinn Steinar væri að troða upp á Fredrik- sen Ale House rétt eftir miðnætti fékk ég óstjórnlega þörf til að mæta. Það er nefnilega óvenjulegt að maður heyri skammar- og kaldhæðnislausa popptónlist á Airwaves sem þykist stundum vera jaðartónlistarhátíð. Steinar er snoppufríður 19 ára strák- ur úr Grafarvoginum með sykursæta rödd – andsetinn af heilögum trek- ant John Mayer, Justin Timberlake og Bieber. Þegar hann hafði spilað slagarann Up lét ég mig hverfa. n Kristján Guðjónsson F yrir þá sem eru langt komn- ir með djammskammtinn er Airwaves „off-venue“ af- bragðsleið til að njóta tónlist- ar. Tónleikar um eftirmiðdaginn. Engar raðir, ekkert fyllerí, engar nætur sem enda um morgun. En hvar skal byrja með svo mikið í boði? Allir í ástarsorg Áströlsk vinkona stingur upp á að við förum í tónlistarrúlettu, sem samanstendur af því að finna hljómsveitir með áhugaverð nöfn og komast að því hvort þær standi undir nafni. Þessi viðleitni skilar okkur brátt í Lucky Records við Hlemm, en gaman er að sjá hvað alls staðar er vel sótt. Sumir hafa bjór í hönd, en allt er settlegt og full athygli á atriðunum. Hljómsveitin Dream Wife er að stíga á svið. Þetta reyn- ast þrjár kornungar stúlkur frá Íslandi og Bretlandi sem hljóma eins og nýbylgjuband frá ca. 1980 og gott ef söngkonan hljómar ekki örlítið eins og Björk á svip- uðum aldri. Kraftmikið er þetta að minnsta kosti. Næst er Mov- ing Houses frá Þýskalandi, sem er álíka andlaus og nafnið bendir til. „Eru allir hérna að syngja um ástarsorg?“ spyr sú ástralska eftir þó nokkra trúbadora sem syngja skrækróma um hjarta sitt. Besta hljómsveitarnafnið Við hrökklumst yfir á Hlemmbar til að sjá The Anatomy of Frank frá Bandaríkjunum, en líffræði Franks þessa hljómar forvitnilega. Þetta reynast ungir strákar sem reyna að fá áhorfendur til að syngja með sér „la-la-la“. „Þetta er næstum óþægi- lega saklaust,“ segir sú ástralska. Ljóst er að strákar þessir eiga sína fyrstu ástarsorg enn í vændum. Betri er Eric Vitoff, einnig frá Bandaríkjunum. Hann er einn með kassagítar og hljóðgervla, en kann að koma fram á sviði. Hann syngur hluta prógrammsins í magnarann inni í kassagítar sín- um, sem gerir kannski ekki mikið tónlistarlega en lúkkar vel. Eftir „happy hour“ á Hlemm bar liggur leiðin á Húrra, en nú eru næturhrafnarnir komnir af stað og röðin nær langt, langt út á götu. Kominn er tími fyr- ir gamalt fólk að halda heim á leið. Hljómsveitarúllettan heldur áfram daginn eftir með Electric Elephant, Lily of the Valley (sem sú ástralska segir að hljómi eins og eitthvað úr dömubindaauglýs- ingu) og DJ Flugvél og geimskip, sem er vafalaust besta hljóm- sveitarnafn seinni ára. Valur Gunnarsson M iðvikudagskvöldið fór hægt af stað. Ég rölti, ásamt vinkonu, sem leið lá niður í Hörpu þar sem ég náði í armbandið mitt og glænýja dagskrá. Ég verð að viður- kenna að hin kaotíska kona sem í mér býr hafði ekki skipulagt kvöldið í þaula, eins og ég reikna með að flest- ir geri. Það tala að minnsta kosti all- ir þannig. Eftir að hafa rennt yfir dag- skrána féllust mér hendur og ég kældi mig aðeins við barinn. Ærandi surg Fyrsta stopp okkar vinkvenna var í Kaldalóni þar voru byrjaðir aldar- félagarnir og listamennirnir Pétur Eyvindsson og Rúnar Magnússon í Vindva Mei. Sjálf hef ég alltaf haft örlítið blæti fyrir tónlist Péturs sem gengur einnig undir nafn- inu DJ Musician og sperrti því eyrun fyrir einhverju hljóð- fræðilegu gúrmei stöffi. Það fór þó ekki betur en svo að tón- leikafélagi minn harðneitaði að byrja kvöldið á þungriþma og því sem hún kallaði „ærandi surg“ við fórum því út eftir stutt stopp. Það var ef til vill nokkuð til í því sem vinkona mín sagði, kannski var tímasetningin á þeim félögum óheppileg, allavega fyrir þau sem ætluðu að stíga varlega til jarðar, svona í byrjun. Við röltum því upp þar sem okkar beið samsuða af krúttum, fólklist og eldri kempum. Flutningur kvöldsins Eftir að hafa minglað aðeins á hlýjum göngum Hörpu (í alvöru hvernig fór- um við að án hennar) komum við inn í Silfurbergið þar sem Mr. Silla tók á móti okkur í myrkri og blámóðu. Tón- leikarnir byrjuðu rólega með trega- fullum rafballöðum. Silla stóð ein á risavöxnu sviðinu í fyrstu en fyllti upp í tómarúmið með ótrúlegu raddsviði sínu. Eftir rólegt upphaf fékk hún svo til liðs við sig ónefndan gítarleikara og við það varð performansinn léttari og poppaðri. Krafturinn og útgeislun- in einkenndu Sillu alla tónleikana og það er hreint ótrúlegt að sjá hvernig hún hefur vaxið og dafnað sem tón- listarkona frá því hún kom fyrst fram á Airwaves 2005. Bravó! Óbreytt ástand Leaves Þegar þarna var komið sögu tók heldur en ekki að þyngjast umferðin um Hörpu. Brátt náðu raðir í gegn- um allt húsið en ekki var ljóst hvort það var Ásgeir, Sing Fang eða Leaves sem trekktu harðar að. Inni í Silfur- bergi hóf Kippi kanínus upp rafraust sína með alveg hreint ágætu sjóvi. Þá vöktu geómetrísk myndbönd sem spiluðu í bakgrunninn ekki síður athygli fagurkera á svæðinu og skilst mér að ónefndur hópur listnema hafi nær fengið standpínu yfir feg- urðinni, en það er ekki staðfest. Á leið út heyrði ég kunnuglegt stef Leaves-liða sem mér virðast ennþá spila sama settið síðan 2000. En ég meina af hverju að breyta ein- hverju sem virkar ágætlega. María Lilja Þrastardóttir Fjölbreytt upphaf Róleg byrjun Airwaves fyrir miðaldra Mr. Silla Mynd dAVíð þÓr Sindri Eldon Mynd dAVíð þÓr Ítarlegri dóma má finna á dv.is/musik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.