Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 7.–10. nóvember 201446 Menning
Úr vegabréfi Sigmundar Ernis
Drengirnir í
Dupont-hverfi
Í afgreiðslunni á litla hótelinu
okkar við Dupont-torgið í Wash-
ington hafði okkur verið bent
á áhugaverða matreiðslustaði
í grenndinni; flesta þeirra væri
að finna í hliðargötum þess
mikla breiðstrætis sem kennt er
við Massachusetts – og einmitt
þangað lá leiðin þetta værðar-
lega sumarkvöld á vinstribakka
Potomac-árinnar. Báðir vorum
við næsta glorsoltnir eftir langan
dag við heimildamyndagerð
um viðskipti Íslendinga í vest-
urvegi – og það var ekki laust
við að okkur fyndist við hafa
unnið okkur inn fyrir girnilegri
steik með kartöflu og smjöri. Og
þarna gengum við, tveir íslensk-
ir strákar á öndverðum fertugs-
aldri, inn á þennan líka forláta
veitingastað í höfuðborg hins
stælta ríkis Ameríkana þar sem
fagurskapaður karlmaður með
skjannahvítar strípur í hárinu
vísaði okkur til sætis úti á fallega
skreyttum tjaldpalli í gróðursæl-
um bakgarði. Allur var staður-
inn svo vel til hafður að báðum
fannst okkur illa straujaðar sum-
arskyrturnar sem við klæddumst
þetta kvöldið stinga svolítið í stúf
við stemninguna allt í kring. Og
förunautur minn hafði reyndar á
orði að við hefðum betur mætt í
síðbuxum og almennilega burst-
uðum skóm því allir gestirnir
á næstu borðum væru eins og
klipptir út úr tískublöðum, svo
nýmóðins sem þeir væru í öllum
fatnaði sínum og fótabúnaði.
Og þarna rann reyndar upp
fyrir okkur báðum, fréttamann-
inum mér og myndatökumann-
inum á móti mér, að enginn ein-
asti gestur á svæðinu í kringum
okkur var af öndverðu kyni við
okkur strákana á staðnum. Við
horfðum nokkuð staðfastlega
hvor á annan þegar við áttuðum
okkur á því að við höfðum valið
þessum kvöldverði okkar stað á
einum rómaðasta og hugguleg-
asta hommastaðnum sem fyrir-
finnst í hjarta hinsegin hverfisins
í Washingtonborg.
Þjónninn okkar var raunar
slík staðfesting á því að við vær-
um staddir á hreinræktuðum
karlmannsstað að það hálfa
hefði verið nóg. Hann minnti
mig á dásamlega fallega skóla-
systur mína úr Gagnfræðaskóla
Akureyrar í öllu sínu göngulagi
sem fór að langmestu leyti fram
í mjöðmunum og straukst svo að
segja meðfram öllum borðunum
í munaðarlegum hnykkjum sín-
um á leiðinni yfir til okkar.
Skemmst er frá því að segja
að sjaldan ef nokkurn tíma höfð-
um við félagarnir ofan af Íslandi
smakkað á litríkari, bragðbetri
og jafn fallega framreiddum
mat og þarna á strákastaðnum í
Dupont-hverfinu í Washington.
Og enda þótt kostnaðurinn tæki
af okkur arm og fótlegg fannst
okkur ekki annað hæfa en að
þiggja eftirréttinn inni við arin-
stæðið í myntugræna kristals-
herberginu.
Þarna sátum við nokkra
stund eftir matinn, hvor í sín-
um lekkera leðurstólnum og
supum á eðalsætum Dubonnet
í boði hússins, allt þar til okkar
meðfædda, litlausa og lúðalega
gagnkynhneigð rak okkur báða
af stað. Því allt á sér stund og
stað, jafnvel tilfinningu líka – og í
þessu tilviki var eins og það væri
horft á okkur úr öllum hornum
og skotum staðarins með næsta
augljósan misskilning í huga.
J
ón Borgar, yfirlæknir á tauga-
deild Landakotsspítala,
situr sveittur við að undir-
búa Hippókratesarfyrirlestur-
inn, hinn allra mikilvæg-
asta fyrirlestur sem oft hefur reynst
lyftistöng til æðstu metorða innan
sjúkrahússins. Páll Óskar, yfirlæknir
sjúkrahússins, hefur gert Jóni Borg-
ari það fullljóst að hann hafi enga
velþóknun á honum í hið vanda-
sama verk og að afleiðingarnar verði
slæmar ef hann standi sig ekki vel.
Og loksins þegar útlit er fyrir að Jón
Borgar nái að klára að búa sig und-
ir fyrirlesturinn, með aðeins hálftíma
til stefnu, ryðst kona úr fortíðinni inn
til hans með tíðindi sem setja allt úr
skorðum. Það sem gerist á eftir er
farsi eins og þeir verða bestir.
Rýnir viðurkennir það fúslega
að hann sé ekki alveg í markhópn-
um fyrir farsa. Hann hefur séð þá
fleiri slæma en góða og gáskafullt
auglýsingaspjaldið vakti væntingar
í minna lagi, væntingar um að ef til
vill yrði verkið meira við hæfi mestu
aðdáenda Spaugstofunnar og hljóm-
platna Halla og Ladda (að sjálf-
sögðu að þeim ólöstuðum) fremur
en kýnískra súrmúla sem sjálfs mín.
Reyndin varð önnur. Ég hef ekki séð
fyndnara leikrit held ég síðan Sjeik-
spír eins og hann leggur sig á 97 mín-
útum var sýnt í Iðnó árið 2000, og nú
vill reyndar svo til að Halldór Gylfa-
son og Halldóra Geirharðsdóttir léku
bæði í þeirri sýningu, en Halldór fer
með hlutverk Páls Óskars í þessari
sýningu og Halldóra leikstýrir.
Eins og gjarnan í försum er geng-
ið langt í kjánalegum bröndurum
og áhorfandi veit um leið og hann
heyrir nöfnin Páll Óskar, Jón Borgar
og Grettir Sig að grínið verður mis-
kunnarlaust. Eins fyrirsjáanlegir og
allir þeir brandarar í boði þýðand-
ans Gísla Rúnars Jónssonar eru þá er
þeim dreift nægilega jafnt um verkið
til að þeir fari aldrei (alveg) yfir strik-
ið. Bestu brandararnir felast aftur á
móti ekki í hinu ritaða orði heldur
í viðbrögðum leikaranna hvers við
öðrum; ef reaksjónin hittir ekki tím-
anlega þá fellur brandarinn kylli-
flatur. Þetta gerist aldrei í verkinu.
Leikarahópurinn er afar vel sam-
stilltur og hraði verksins og gæði eft-
ir því.
Mig langar að nefna alla leikarana
en það er ekki hægt hér. Rýni leið lík-
amlega illa (á góðan hátt) að fylgjast
með Hilmi Snæ í hlutverki hins ör-
vilnaða Jóns Borgars og Sigurður Þór
Óskarsson var ógnvekjandi í hlut-
verki hins leitandi Frímanns; samspil
þeirra tveggja var þrungið spennu og
á köflum erfitt að fylgjast með (aftur,
á góðan hátt). Nú held ég að helst sé
við höfund að sakast, en mér fund-
ust leikkonurnar ekki fá nóg að gera í
sýningunni. Díana Thors (Maríanna
Clara Lúthersdóttir), Súsanna (Jó-
hanna Vigdís Arnardóttir), Jórunn
(Þórunn Arna Kristjánsdóttir) og
Gróa (Sigrún Edda Björnsdóttir)
voru allar frábærar persónur og mjög
vel túlkaðar, en tilfinning rýnis var sú
að Beint í æð væri meira karladrama
sem snerist um að halda konunum
utan við karlaplottið, og það endur-
speglaðist sömuleðis í kynbundnu
sviðsrými sýningarinnar. Á meðan
Gróa var drepfyndin en lítil viðbót
við söguna var allt of lítið gert úr
hlutverki Díönu sérstaklega og sam-
spili þeirra Súsönnu. Tilfinningin var
sem sagt sú að karlarnir þyrftu að
standa saman svo konurnar þyrftu
ekki að vita hverslags endemis skít-
hælar þeir (eða reyndar helst einn
þeirra) væru. Þetta er auðvitað hluti
af húmor sýningarinnar en undir-
strikar samt sem áður að höfund-
ur verksins er ekki beint nýmóð-
ins, kannski meira út í Lemmon- og
Matthauhúmorinn – karlar um karla,
konur til hliðar. Samband Jóns Borg-
ars og konu hans Súsönnu reynist
hið undarlegasta þegar upp er staðið
og mig grunar að þetta muni fara illa
ofan í marga áhorfendur.
Rýnir vill ljúka þessum dómi á
þrem atriðum sem standa algjörlega
upp úr: 1) Leikmynd Helgu I. Stefáns-
dóttur er æðisleg og sannfærandi. 2)
Það er ekki annað hægt en að kenna í
brjósti um og láta sér þykja vænt um
Örn Árnason í hlutverki hins elliæra
Manfreðs. 3) Þótt allir leikarar standi
sig frábærlega og samspil þeirra sé
almennt til fyrirmyndar stóð einn
leikari upp úr að rýni fannst og það
var sakir þess hvernig honum tekst
að þróa persónuna – hratt en örugg-
lega og á sannfærandi hátt – og það
var Gói í hlutverki Grettis Sig. Ef ein-
hverjir brandarar fóru yfir strikið þá
voru það Tourettespörkin hans, en
rýnir var engu síður impóneraður.
Þeir Gói og Hilmir Snær léku af-
bragðsvel hvor af öðrum, en loka-
niðurstaðan er að það var synd að
kvenpersónur fengu ekki sama rými
til þátttöku og þróunar. Það er á köfl-
um eins og manni eigi að finnast að
mikið væri nú lífið einfaldara ef ekki
væri fyrir þessar kellingar – mað-
ur eigi nú að fá að troða typpinu þar
sem manni sýnist án afleiðinga (alt-
ént fyrir mann sjálfan). Framinn er
karlanna en konurnar viðföng. Ef
það angrar leikhússunnendur ekki
of mikið þá er hér verk sem er til þess
fallið að fá mann – eða konu – til að
hlæja í sig harðsperrur til að endast
út helgina. n
Karlaframi og
kvenviðföng
Beint í æð
Höfundur og leikstjórn: Ray Cooney
Leikarar: Hilmir Snær Guðnason,
Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason,
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigrún Edda,
Björnsdóttir, Valur Freyr Einarsson,
Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hjörtur Jóhann
Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir,
Sigurður Þór Óskarsson og Örn Árnason
Arngrímur Vídalín
ritstjorn@dv.is
Dómur
Harðsperr ur af hlátri Gagnrýnandi segist
ekki hafa séð fyndnara leikrit síðan Sjeikspír
eins og hann leggur sig á 97 mínútum var sýnt
í Iðnó árið 2000. Mynd GríMur BjArnAson
„Ég hef ekki séð
fyndnara leikrit
held ég síðan Sjeikspír
eins og hann leggur sig á
97 mínútum.
jón Borgar og súsanna Rýnir segir það synd að kvenpersónurnar í Beint í æð hafi ekki
fengið sama rými til þátttöku og þróunar og karlpersónurnar. Mynd GríMur BjArnAson