Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 7.–10. nóvember 201452 Fólk
n Stela úr verslunum þrátt fyrir að vera ríkar
Stal hárkollu og
kveikjara Það hefur ekki farið
mikið fyrir söngkonunni Britney Spears upp á
síðkastið, en það eru þó ekki mörg ár síðan ansi
mikið fór fyrir henni. Árið 2007 fékk hún hálfgert
taugaáfall og gerði ýmislegt skrýtið sem fjöl-
miðlar sögðu frá. Hún var til að mynda staðin að
verki við að stela hárkollu og kveikjara.
Glímir við stelsýki Söngkonan Beth Ditto hefur viðurkennt opinberlega að hún eigi við vandamál að stríða þegar kemur að því að versla. Hún á nefnilega erfitt með að gera það löglega og greiða fyrir vörurn-ar. Í hennar tilfelli er þó um einhvers konar fíkn að ræða en ekki fjárskort.
Stjörnur
Staðnar
að verki
Stal vegna
fátæktar
Sönkonan Kesha var einu
sinni gripin glóðvolg við
að stela mat úr verslun, en
það var víst áður en hún
sló í gegn í bransanum og
glímdi við fátækt. Nú hefur
hún væntanlega efni á
kaupa sér mat.
Hefur tekið sig á
Sjónvarpsstjarnan Kristin Cavallari, sem er einna
þekktust fyrir hlutverk sín í The Hills og The Real
Orange County, er í þessum vafasama hópi. Hún var
staðin að búðarhnupli árið 2006 en hefur síðan þá
tekið sig á og er orðin tveggja barna ábyrg móðir.
tvisvar
staðin að
verki Búðarþjófnaður er
ekki bara vandmál hjá ungum
stjörnum í seinni tíð heldur virð-
ist þetta vandamál hafa hrjáð
ýmsa stjörnuna í gegnum árin.
Farrah Fawcett var ein þeirra
fingralöngu en hún var tvisvar
staðin að því að stela fötum úr
verslun á áttunda áratugnum.
Ákærð
fyrir
þjófnað
Shelley Morrison, sem
er einna þekktust fyrir
leik sinn í gamanþátt-
unum Will & Grace, var
staðin að því að stela
skartripum árið 2003
og var ákærð fyrir vikið.
tók þjófavarnir af
Það muna líklega flestir eftir því þegar leikkonan
Winona Ryder var handtekin fyrir búðarþjófnað
árið 2001. Starfsmaður verslunar Saks Fifth
Avenue í Beverly Hills stóð hana að verki þar sem
hún setti fatnað og skartgripi að andvirði um
hálfrar milljónar króna ofan í poka með vörum
sem hún var búin að greiða fyrir. Ryder hafði reynt
að fjarlægja þjófavarnir af vörunum sjálf.
Stal
snyrti-
vörum
Leikkonan
glæsilega Megan
Fox stal víst snyrti-
vörum úr Wal Mart
þegar hún var barn.
Hún virðist sem
betur fer hafa látið
af þeirri iðju þegar
hún fullorðnaðist.
vandræðagemsi
Leikkonan Lindsey Lohan og Amanda Bynes eiga
margt sameiginlegt. Báðar voru þær barnastjörnur
og hafa átt í erfiðleikum með að höndla frægðina.
Þær hafa báðar átt erfitt uppdráttar síðustu árin,
bæði vegna fíkniefnanotkunar og geðrænna
vandamála. Þá eiga þær það einnig sameiginlegt
að hafa verið staðnar að verki við búðarþjófnað.
Lohan náðist á myndband þar sem hún yfirgaf
verslun með hálsmen að andvirði 260 þúsunda
króna, án þess að greiða fyrir það.
F
yrir nokkrum vikum var
lekið mynbandsupptöku
úr öryggismyndavél sem
sýndi leikkonuna Amöndu
Bynes stela úr verslun og
að sjálfsögðu gerðu fjölmiðlar sér
góðan mat úr því. Því fer þó fjarri
að hún sé eina stjarnan sem hef-
ur stundað þessa iðju – og verið
staðin að verki. Hér eru dæmi um
nokkrar fingralangar stjörnur sem
ættu líklega ekki að leggja búðar-
þjófnað fyrir sig. n
Fingralöng
Sjónvarpsstjarnarn Stephanie
Pratt, sem er einna þekktust
fyrir að hafa komið fram í
raunveruleikaþáttunum The
Hills, er í hópi þessara föngulegu
búðarhnuplandi stjarna.
Send í betrunarvist Tónlistarkonan og
ólátabelgurinn Courtney Love var send í betrunarvist eftir að hafa
verið staðin að þjófnaði þegar hún var barn. Ekki er þó hægt að segja
að betrunarvistin á þeim tíma hafi leitt hana inn á betri braut.