Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Page 10

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Page 10
Áslaug Jónsdóttir sjúkraþjálfari 8 NÁMSFERÐ TIL BÚDAPEST HAUSTIÐ 1992 í október 1992 fór ég til Ungverja- lands á fjögurra vikna námskeið í leiðandi þjálfun. Námskeiðið fór fram á Petö stofnuninni í Búdapest og þetta voru bæði fyrirlestrar og við fylgdumst líka með þegar unnið var á stofnuninni. Fyrirlestrarnir fóru fram á ungversku og voru þýddir jafnóðum yfir á ensku. Þar var m.a. fjallað um þessa aðferð, hugmyndir sem liggja að baki henni, rætt um markmið og leiðir, stofnunina og starfsemin þar var kynnt svo eitthvað sé nefnt. Það var mjög ánægjulegt að fá tæki- færi til að heimsækja Petö stofnunina. Innan hennar fer fram kennsla/þjálfun hreyfihamlaðra barna. Flest eru þau spastísk en einnig eru hópar barna með atethoid og ataxíu einkenni og börn með klofinn hrygg. Reyndar eru nokkrir hópar fyrir fúllorðna en börn eru í miklum meirihluta. Andrúmsloft- ið þarna inni er mjög jákvætt og hlýlegt og greinilegt að börnunum líður vel þarna. Leikir og söngur eru mikið notuð við kennsluna. Stjórnend- ur fá ágætis tíma til að undirbúa tímana og þarna var mikið um skemmtilega leiki og verkefni. Áber- andi er líka hversu jákvæð börnin eru og áköf í að gera það sem lagt er fyrir þau. Auðvitað sjást mótmæli en það er ekki oft. Þessi stofnun er mjög stór og margs konar starfsemi fer þarna fram. Þarna er t.d. skóli fyrir þá sem læra að verða stjórnendur. Námið er fjögur ár, bæði bóklegt og verklegt. Lögð er áhersla á að nemendur fái víðtæka þekkingu á hreyfihömluðum börnum og að þeir geti sinnt öllum þörfum barnanna, t.d. hreyfiþjálfun og skóla- námi. Verklega námið er á stofnun- inni og þar eru nemendur m.a. þjálf- aðir í að búa til prógröm og að stjórna þeim. Við stofnunina starfar einnig erlend deild. Það hefur aukist mikið að út- lensk börn komi þangað og nefnt var að á síðustu þrem árum komu um 2000 börn. Erlendu börnin eru ýmist í sérhópum eða fara inn í hópa með ungverskum börnum. Þarna eru t.d. enskumælandi þýskumælandi og rúss- neskumælandi hópar. Þau sem fara inn í ungverska hópa fá túlk með sér ef hægt er. Þarna voru börn alls stað- ar að úr heiminum m.a. frá Ástralíu, ísrael, Brasilíu, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Noregi og Islandi. Undanfarin sumur hafa stjórnendur frá Petö stofnuninni tekið þátt í sumarbúðum fyrir hreyfi- hömluð börn þar sem börnin eru í leiðandi þjálfun. Þetta hefur t.d. verið á Englandi, Irlandi og nú Austurríki. Þar hafa starfað saman ungverskir stjórnendur og fólk frá viðkomandi

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.