Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Side 16

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Side 16
14 Skynstöðvar - skynbrautir Þá þætti í hreyfináminu sem við leggj- um til grundvallar og vinnum með eru skynbrautirnar (skynstöðvarnar): - jafnvægisskyn - snertiskyn - vöðva- og liðamótaskyn (stöðuskyn) - sjónskyn - heyrnarskyn og - samspil skynfæra (samhæfing) Auk þess að ganga út frá skynstöðvun líkamans við skipulagningu námsins er leitast við að styrkja gróf- og fínhreyf- ingar barnsins með tilliti til þroska- þrepa sbr. skýringarmynd um ferli hreyfinámsins, (R. Winter 1977), en það er mikilvægt að átta sig á þeim þroskaþrepum sem börnin eru að fara í gegnum á þessum árum. íþróttaskól- inn hefur verið sniðinn fyrir börn á aldrinum þriggja til sex ára, en börn utan þessara aldursmarka eru að sjálf- sögðu velkomin. Að undanförnu höf- um við reynt að þróa starfsemina inn á þá braut að gera vinnubrögðin enn markvissari og slíkt verður best gert með greiningu á stöðu hvers barns fyrir sig. Á liðnum vetri reyndum við að nýta okkur hreyfiþroskapróf ("Kör- perkoordinations-test fiir Kinder, KTK") til að átta okkur á stöðu barn- anna. Við fengum stúlku sem var að ljúka námi við íþróttaháskólann í Köln þar sem sérgrein hennar og lokaverkefni var rannsókn tengd hreyfiþroska og hreyfinámi barna. Prófið gekk vel fyrir sig og komumst við að vissum niðurstöðum sem okkur hafði verið farið að gruna um (sjá síðar, rannsóknir og þróun skólans). Með þannig vinnubrögðum og aukinni samvinnu við t.a.m. iðjuþjálfa og greiningastöðina næðuin við e.t.v. enn lengra í að þjónusta börnin og for- eldra þeirra. Sérstaklega á þetta við um þau börn sem þurfa á sérhæfðu námi að halda. Ekki má þó gleyma félagslega þættinum og samspili þroskaþáttanna sem við minntumst á hér á undan. Við leggjum einnig ríka áherslu á að foreldrarnir taki virkan þátt í reynslu barnsins og leikjum og að allir geti tekið þátt í vinnu okkar í sátt og samlyndi. Þessa þætti erum við markvisst að reyna að styrkja auk þess sem við bendum foreldrum á ýmislegt sem þeir geta sjálfir gert heima fyrir. Samvinna fagfólks Til þess að markmið skólans náist er nauðsynlegt að hafa fagfólk sem kann til verka. Hér er yfirleitt um íþrótta- kennara að ræða en einnig hafa fóstr- ur (leikskólakennarar) verið fúsar til samstarfs. Við höfum sett okkur það sem markmið að hafa einn leiðbein- anda á sex til átta börn. Viðkomandi leiðbeinandi fylgir síðan hópnum eftir í gegnum hvern tíma og yfir ákveðið tímabil. íþróttakennarar hafa nú á síðustu einum til tveimur árum tekið verulega til hendinni og sýnt ungvið- inu mikinn áhuga með stofnun íþróttaskóla og sundskóla. Einnig hafa fóstrur og sjúkraþjálfarar sýnt íþrótta- skólanum mikinn áhuga og ekki látið sig vanta á kynningarfundi eða á námskeið þar sem hreyfing barna á í hlut. Iðjuþjálfar er sú fagstétt sem mikið hefur til málanna að leggja í tengslum við hreyfinám barna. Það er því von mín að fá þá til aukinnar samvinnu varðandi uppbyggingu og mótun "skynhreyfiskóla barnanna".

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.