Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 17
15
Nokkur orð um hreyfmám og
hreyfireynslu barna
Hreyfifærnin (motorik) hefur mikil
áhrif á persónuleika einstaklingsins og
það er því mikilvægt að fjölbreytt
hreyfinám skipi veglegan sess í upp-
eldi barna. Rannsóknir sýna að fjöl-
breytt hreyfinám á unga aldri hefur
mjög jákvæð áhrif á sálarþroska barna
auk þess sem það á mun auðveldara
með að laga sig að félagslegu um-
hverfi sínu. Hreyfifærnin hefur auk
þess áhrif á aðrar þroskabrautir og
þróun þeirra. Alhliða hreyfinám barna
er því undirstaðan, það stuðlar ekki
eingöngu að líffræðilegum, sálfræði-
legum og félagslegum þroska heldur
einnig að heilsteyptum persónuleika.
Vinnuaðferðir
Þær vinnuaðferðir sem við höfum
notað í íþróttaskólanum eru m.a.
leikir af ýmsum toga og gerðum,
hreyfingar með og án áhalda, hreyf-
ingar með tónlist, stöðvaþjálfun þar
sem börnin leysa hinar ýmsu þrautir
eða ferðast um litlar þrautabrautir þar
sem áhersla er lögð á hinar ýmsu
skynstöðvar líkamans. Aðrir þættir
sem við höfum unnið með er m.a. að
vinna með tjáningu, sköpun og túlkun,
hrejfa sig eftir hljóðfalli, ýmsar uppá-
komur o.fl. mætti nefna.
Upphaf íþróttaskólans
Sá sem ^rein þessa skrifar er eins og
margir Islendingar uppteknir í vinnu
og félagsmálum. Eitt af því sem þess-
um hópi Islendinga er sameiginlegt er
að gefa börnum sínum ekki nægilegan
tíma. Fyrir fjórum árum voru tvö
barna minna á aldrinum þriggja og
fimm ára. Ég rak mig þá á þann hlut
eftir lestur góðrar bókar, að nauðsyn-
legt væri fyrir foreldra að gefa börn-
unum ákveðinn tíma í hverri viku.
Sjálf stungu börnin upp á að fara í
íþróttahúsið og "leika sér frjálst". Þá
mundi ég eftir mínum eigin draumi
sem barn, en hann var sá að vera
heilan dag í íþróttahúsinu með öll
tæki og tól á gólfinu þar sem enginn
kennari væri viðstaddur. Ég var þvi
ákveðinn að láta þennan draum minn
og barnanna rætast. Við urðum okkur
því úti um tíma í íþróttahúsinu
snemma á laugardagsmorgni og þann-
ig hófst Ieikurinn.
Ef við göngum út frá orðum spá-
mannsins um að við eigum ekki börn-
in, heldur séu þau að láni hjá okkur
og það er okkar að annast þau og
koma þeim til manns og þroska, var
ákveðið að bjóða fleirum að vera
með. Hópurinn var fljótur að stækka
og vinnan í kringum hinn frjálsa tíma
óx. Að vísu tóku foreldrarnir mjög
virkan átt í þessu frá upphafi og gera
enn, þannig að þetta var mjög
skemmtilegur byrjunartími. Nú eru
börn mín að verða sjö og níu ára en
vilja enn vera með í hinum frjálsa
leik. En skólinn hefur haldið áfram að
þróast á þann veg sem ég hef lýst hér
að framan. Hann hefur eflst, fagþekk-
ing þeirra sem við hann hafa starfað
hefur aukist og þjónusta við foreldra
og börn styrkst.
Rannsóknir og þróun skólans
Við rannsókn á hreyfiþroska barnanna
í skólanum á Alftanesi hefur komið í
ljós að skólann sækja nú í auknum
mæli börn sem þurfa á sérstakri þjón-
ustu að halda í tengslum við hreyfing-