Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Side 29

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Side 29
27 Útgangspunktur iðjuþjálfunar en Sjúkdómur/sjúkdómshætta: - orsök - einkenni - athafnavandamál - íhlutun iðjuþjálfa í þessu sambandi tölum við um "pati- entens nærmeste udviklingszone", eða NUZO. Þetta er skilgreint sem: "Það bil sem er á milli núverandi getu einstaklingsins til að framkvæma e-ð, og þess sviðs sem felur í sér mögulega þróun hjá honum, undir leiðsögn eða í samvinnu við aðra". (Tilraunaþýðing undirritaðrar). "Lærdómur og þróun getur því aðeins átt sér stað í NUZO" Iðjuþjálfun snýst því um að finna NUZO sjúklingsins/skjólstæðingsins! Það sem á eftir að mikla þýðingu fyrir okkar fræðigrein er "klínisk resoner- ing" (samræming) og sú "þögla" vitn- eskja sem fagið býr yfir. Einnig verðum við að hafa í huga það sem liggur til grundvallar og er undir- staða iðjuþjálfunar: - Einstaklingurinn þroskast og lærir við vinnu (iðju) og athafnir. - Færni eykst og þróast við vinnu og leik. - Almennum félagslegum, andlegum og líkamlegum þörfum er fullnægt við vinnu, framleiðni og skapandi athafnir. SKILGREINING STARFSSVIÐS AJcveðið vandamál, á vinnustað eða í vinnu getur verið útgangspunktur fyrir gæðaþróun. Þá er mikilvægt að spyrja sig: í hverju felst starf mitt? I þessu sambandi er hugað að starfs- fysingu (stillingsbeskrivelse), vinnu- lýsingu (funktionsbeskrivelse) og verk- lýsingu (jobbeskrivelse). Starfslýsing: Yfirskipuð (overordnet) lýsing á stöðugildi, t.d.: - almennir launa- og ráðningarskil- málar - ráðningarstaður - ábyrgð og ákvarðanavald - skyldur varðandi samvinnu o.þ.h. Vinnulýsing. Almenn lýsing á innihaldi vinnunnar t.d.: - fagleg sérhæfing - raunveruleg tegund starfs, hér er átt við staðsetningu m.t.t. ábyrgðar á starfshlutfalli og ákvarðanavaldi t.d. ábyrgð gagnvart stjórn. Verklýsing: Lýsing á vinnuframlagi iðjuþjálfans, hvaða hlutar af vinnulýsingunni eru uppfylltir, þ.e.a.s. að hvaða marki og hvernig. HVERS VEGNA GÆÐAÞRÓUN? Hvers vegna er nauðsynlegt að stuðla að gæðaþróun í iðjuþjálfun og heil- brigðiskerfinu almennt? Lítum á tvær tegundir svars við þessu: Svar í vörn: - heilbrigði okkar er í hættu - félags- og heilbrigðiskerfið er í hættu - fag okkar er í hættu Svar í sókn: - fagleg þróun - kerfisbundin reynslusöfnun - handleiðsla samstarfsfélaga

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.