Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Síða 46
Rögnvaldur Símonarson iðjuþjálfi
44
I
STARF MITT HJÁ
SVÆÐISSKRIFSTOFU MÁLEFNA FATLAÐRA
Á NORÐURLANDI EYSTRA
Til þess að lýsa starfi mínu hjá Svæð-
isskrifstofu fatlaðra tel ég nauðsynlegt
að gera fyrst grein fyrir lögum um
málefni fatlaðra og framkvæmd
þeirra.
LÖG UM MÁLEFNI FATLAÐRA
Ný lög
Ný lög um málefni fatlaðra tóku gildi
1. september 1992 og leysa af hólmi
eldri lög um málefni fatlaðra frá 1983.
í nýju lögunum er kveðið skýrar á um
rétt fatlaðra til þjónustu samkvæmt
almennum lögum svo og allri al-
mennri þjónustu á vegum ríkis og
sveitarfélaga. Einnig er kveðið skýrar
á um með hvaða hætti verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga er háttað og
hvernig sveitarfélögin svæðis- og
samningsbundið geta yfirtekið þjón-
ustu við fatlaða frá ríkinu.
Markmið og skilgreining
I fyrstu grein laganna stendur orðrétt:
Markmið þessara laga er að tryggja fötl-
uðum jafnrétti og sambærileg lífskjör viö
aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim
skilyrði til að lifa eðlilegu lífi.
I annarri grein stendur:
Sá á rétt á þjónustu samkvæmt lögum
þessum sem er andlega eða líkamlega
fatlaður og þarfnast sérstakrar þjónustu
og stuönings af þeim sökum. Hér er átt
við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfi-
hörnlun, sjón- og heyrnarskerðingu.
Enn fremur getur fötlun verið afleið-
ing langvarandi veikindum, svo og
slysum.
Stjórnun og skipulag
Félagsmálaráðherra fer með yfirstjórn
málefna fatlaðra og félagsmálaráðu-
neyti annast stefnumótun, gerð heild-
aráætlana og eftirlit með framkvæmd
laganna.
Stjórnarnefnd skal vera félagsmála-
ráðuneyti til ráðgjafar um málefni
fatlaðra. Nefndin er skipuð af ráð-
herra til Fjögurra ára. I nefndinni
eiga sæti fimm menn. Öryrkjabanda-
lag íslands, Landssamtökin Þroska-
hjálp og Samband íslenskra sveitar-
félaga tilnefna einn fulltrúa hver.
Ráðherra skipar tvo fulltrúa án til-
nefningar, þar af annan formann.
Stjórnarnefnd annast stjórn Fram-
kvæmdasjóð fatlaðra sem ætlað er að
standa undir stofnkostnaði við fram-
kvæmdir vegna þjónustu við fatlaða.
Landinu er skipt í 8 starfssvæði, sem
eru þau sömu og kjördæmin og
fræðsluumdæmin.
Á hverju starfssvæði starfa svæðisráð
í málefnum fatlaðra.