Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Qupperneq 47
45
í svæðisráði sitja sjö fulltrúar skipaðir
af ráðherra til fjögurra ára í senn.
Landssamtökin Þroskahjálp og
Öryrkjabandalagið tilnefna sinn full-
trúann hvor og svæðisbundin samtök
sveitarfélaga þrjá. Jafnframt eiga
fræðslustjóri og héraðslæknir sæti í
svæðisráði.
Samkvæmt gömlu lögunum voru
Svæðisstjóramir bæði rekstrar og
eftirlitsaðilar stofnana á starfssvæðinu,
það þótti ekki nógu heppilegt. Þannig
að nú sjá Svæðisráð um eftirlit og
Svæðisskrifstofur um rekstur ríkis-
stofnana á starfsvæðinu.
Verkefni svæðisráða
em sem hér segin
1. Að gera tillögur til félagsmálaráðu-
neytis og svæðisskrifstofu um þjón-
ustu og stuðla að samræmingu
hennar á svæðinu.
2. Að hafa eftirlit með að þjónusta,
starfsemi og rekstur stofnana sam-
kvæmt lögunum séu í samræmingu
við markmið laganna.
3. Að veita félagsmálaráðuneyti um-
sögn um svæðisáætlanir, um upp-
byggingu þjónustu fyrir fatlaða og
nýja eða breytta starfsemi.
4. Að annast réttindargæslu fatlaðra.
þar á meðal að fatlaðir fái þá þjón-
ustu sem þeir eiga rétt á.
5. Að hafa frumkvæði að aukinni
ábyrgð sveitarfélaga í málefnum
fatlaðra.
Framkvæmd þjónustunnar
A hverju starfssvæði er starfrækt
Svæðisskrifstofa í málefnum fatlaðra
sem hafa með höndum eftirfarandi
viðfangsefni:
1. Að annast rekstur fyrir fatlaða á
vegum ríkisins s.s.: dagvistarstofn-
anir fyrir fötluð börn, skammtíma-
vistun, leikfangasöfn, meðferðar-
heimili, sumarbúðir, dagvistar-
stofnanir fatlaðra, verndaða
vinnustaði, skóladagheimili o.fl.
2. Að bera ábyrgð á framkvæmdum
í málefnum fatlaðra sem veitt er
fé til úr Framkvæmdasjóði fatl-
aðra, og ekki eru á vegum sveitar-
félaga eða sjálfseignastofnana.
3. Að safna upplýsingum um þörf
fyrir þjónustu vegna fatlaðra sam-
kvæmt lögum um málefni fatl-
aðra.
4. Að annast gerð svæðisáætlunar til
þriggja ára um uppbyggingu þjón-
ustu við fatlaða.
5. Að veita svæðisráðum aðstoð og
þjónustu til þess að þau geti sem
best sinnt hlutverki sínu.
6. Að hafa umsjón með vistun fatl-
aðra á sambýli og ýmsar stofnanir
t.d. vistheimili og meðferða-
heimili.
7. Að annast ráðgjöf við stofnanir
fyrir fatlaða.
8. Að hafa eftirlit með nýfæddum
börnum og gera frumathuganir
þegar grunur vaknar um fötlun af
einhverju tagi.
9. Að aðstoða við atvinnuleit fyrir
fatlaða og vinna að því að hæfing
og endurhæfing tengist sem best
atvinnu.
10. Að eiga samstarf við sveitarfélög
vegna félagsþjónustu og ferlimála
fatlaðra.
11. Að annast mat á umönnunarþörf
fatlaðra barna samkvæmt lögum
um almannatryggingar og taka við
umsóknum þar að lútandi.