Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Síða 48

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Síða 48
46 12. Að annast mat á þörf á fjárhags- aðstoð til fatlaðra vegna náms- kostnaðar, svo og til sjálfstæða atvinnustarfsemi eftir sérstökum reglum. 13. Að veita foreldrum fatlaðra barna afleysingaþjónustu, með rekstri skammtímavistunarheimila og/eða með stuðningsfjölskyldum. 14. Að sjá til þess að fatlaðir fái sál- fræðiþjónustu og félagsráðgjöf á svæðinu. Starfsemi Svæðisskrifstofunnar á Norðurlandi eystra A vegum Svæðisskrifstofu fatlaðra á Norðurlandi eystra eru rekin eftirtalin viðfangsefni: - Sólarhringsstofnun fyrir þroskahefta - Tveir verndaðir vinnustaðir - Dagvistun fyrir fullorðna fatlaða - 18 búsetueiningar (sambýli og sjálf- stæð búseta með aðstoð) - Atvinnuleit - Sumardvöl - Skammtímavistun - Leikfangasafn Hjá Svæðisskrifstofunni starfa u.þ.b. 160 manns í um 100 stöðugildum. Svæðisskrifstofan sjálf skiptist í rekst- rardeild og ráðgjafar- og greiningar- deild. Við ráðgjafar- og greiningardeildina starfa auk mín, einn samfélagsráð- gjafi, einn þroskaþjálfi sem jafnframt er forstöðumaður Leikfangasafnsins og tveir sálfræðingar, en annar þeirra veitir deildinni forstöðu. Hlutverk deildarinnar (sbr. einnig hlutverk Svæðisskrifstofa hér á und- an) er ýmis konar fagleg stjórnun og skipulagning, svo og greining, stuðn- ingur við einstaklinga. fjölskyldur og ^ stofnanir í formi ráðgjafar og fræðslu. Á vikulegum fundum deildarinnar eru tekin fyrir þau erindi sem hafa borist og þeim útdeilt til starfsmanna deild- arinnar allt eftir efni og ástæðum erindisins. En ákveðin verkaskipting er viðhöfð í deildinni milli starfs- manna, sem er of langt mál að út- skýra hér, en skýrist að hluta til í lýsingu minni á hlutverki mínu í deild- inni. Erindi til deildarinnar koma frá ein- staklingum, foreldrum, aðstandendum, starfsmönnum heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa, starfsmönnum ungbarna- eftirlits, félagsmálastofnana, skóla og £ leikskóla, auk starfsmanna stofnanna Svæðisskrifstofunnar. Hlutverk mitt við ráðgjafar- og greiningardeild Eins og fram kom hér að framan er í deildinni ríkjandi ákveðin verkaskipt- ing. Ein verkaskiptingin er sú að sumir taka að sér mál fullorðinna, en aðrir mál barna. Þetta á enn sem komið er, við um alla í deildinni, að mér undanskildum. Erindi sem ég fæ til úrlausnar eru t.d. eftirfarandi: - ráðgjöf við einstaklinga - ráðgjöf við atvinnuleit - ráðgjöf við stofnanir Svæðisskrifstof- unnar - aðstoð við útvegun hjálpartækja - mál er varða ferlimál l - ýmis þróunar- og skipulagsstörf varðandi þjónustuna á svæðinu, oftast í samvinnu við aðra starfs- menn deildarinnar.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.