Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 48

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 48
46 12. Að annast mat á þörf á fjárhags- aðstoð til fatlaðra vegna náms- kostnaðar, svo og til sjálfstæða atvinnustarfsemi eftir sérstökum reglum. 13. Að veita foreldrum fatlaðra barna afleysingaþjónustu, með rekstri skammtímavistunarheimila og/eða með stuðningsfjölskyldum. 14. Að sjá til þess að fatlaðir fái sál- fræðiþjónustu og félagsráðgjöf á svæðinu. Starfsemi Svæðisskrifstofunnar á Norðurlandi eystra A vegum Svæðisskrifstofu fatlaðra á Norðurlandi eystra eru rekin eftirtalin viðfangsefni: - Sólarhringsstofnun fyrir þroskahefta - Tveir verndaðir vinnustaðir - Dagvistun fyrir fullorðna fatlaða - 18 búsetueiningar (sambýli og sjálf- stæð búseta með aðstoð) - Atvinnuleit - Sumardvöl - Skammtímavistun - Leikfangasafn Hjá Svæðisskrifstofunni starfa u.þ.b. 160 manns í um 100 stöðugildum. Svæðisskrifstofan sjálf skiptist í rekst- rardeild og ráðgjafar- og greiningar- deild. Við ráðgjafar- og greiningardeildina starfa auk mín, einn samfélagsráð- gjafi, einn þroskaþjálfi sem jafnframt er forstöðumaður Leikfangasafnsins og tveir sálfræðingar, en annar þeirra veitir deildinni forstöðu. Hlutverk deildarinnar (sbr. einnig hlutverk Svæðisskrifstofa hér á und- an) er ýmis konar fagleg stjórnun og skipulagning, svo og greining, stuðn- ingur við einstaklinga. fjölskyldur og ^ stofnanir í formi ráðgjafar og fræðslu. Á vikulegum fundum deildarinnar eru tekin fyrir þau erindi sem hafa borist og þeim útdeilt til starfsmanna deild- arinnar allt eftir efni og ástæðum erindisins. En ákveðin verkaskipting er viðhöfð í deildinni milli starfs- manna, sem er of langt mál að út- skýra hér, en skýrist að hluta til í lýsingu minni á hlutverki mínu í deild- inni. Erindi til deildarinnar koma frá ein- staklingum, foreldrum, aðstandendum, starfsmönnum heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa, starfsmönnum ungbarna- eftirlits, félagsmálastofnana, skóla og £ leikskóla, auk starfsmanna stofnanna Svæðisskrifstofunnar. Hlutverk mitt við ráðgjafar- og greiningardeild Eins og fram kom hér að framan er í deildinni ríkjandi ákveðin verkaskipt- ing. Ein verkaskiptingin er sú að sumir taka að sér mál fullorðinna, en aðrir mál barna. Þetta á enn sem komið er, við um alla í deildinni, að mér undanskildum. Erindi sem ég fæ til úrlausnar eru t.d. eftirfarandi: - ráðgjöf við einstaklinga - ráðgjöf við atvinnuleit - ráðgjöf við stofnanir Svæðisskrifstof- unnar - aðstoð við útvegun hjálpartækja - mál er varða ferlimál l - ýmis þróunar- og skipulagsstörf varðandi þjónustuna á svæðinu, oftast í samvinnu við aðra starfs- menn deildarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.