Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Síða 50

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Síða 50
Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi hjálpartækjamiðstöð TR 48 BREYTINGAR Á HJÁLPARTÆKJAREGLUM TRYGGIN GASTOFNUN AR Reglur Tryggingastofnunar um hjálp- artæki hafa tekið töluverðum breyt- ingum frá ársbyrjun 1992. Eg ætla að kynna þessar breytingar í megindrátt- um, ástæður þeirra og hvaða árangur hefur orðið á þessum breytingum. Skv. 39. grein laga um almannatrygg- ingar þá setur tryggingaráð reglur um hjálpartæki. Almennu reglurnar eru þær að veitt eru hjálpartæki til þeirra er búa í heimahúsi. Skilyrði fyrir hjálpartækjum eru minnkuð færni, sjúkdómar og/eða aldur. Aðallega er um að ræða hjálpartæki til sjálfsbjarg- ar, öryggis, þjálfunar og meðferðar. BREYTINGAR ÁRSBYRJUN 1992 Fjárveiting til hjálpartækja var dregin saman um 100 millj. kr. eða um 20% milli ára 1991 og 1992. Kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálaprtækja 1991 var rúmlega 500 millj.kr., þannig að fjárveiting fyrir 1992 var 400 millj.kr. Til að ná þessum samdrætti var regl- um um hjálpartæki breytt. Við þær breytingar var haft í huga að skera ekki niður þar sem um frumþarfir væri að ræða. Breytingarnar fólust í eftirfarandi: - Almennt meira aðhald/strangari reglur, t.d. takmarkanir við fjölda á ákveðnu tímabili (t.d. ein hulsa fyrir gervilim á ári, eitt gervibrjóst á ári). - % hlutfall TR lækkað í tækjum, t.d. mörg baðhjálpartæki, vinnu- og hvíldarstólar í 60%, sem áður var 70/100%', smá hjálpartæki t.d. við matargerð úr 70% í 50%-. - Fast hámarksverð á tækjum auk ákveðins %-hlutfalls (viðmiðunar- verð fundið). - Greinarmunur gerður milli lífeyris- þega og annarra, þannig að aðrir en lífeyrisþegar þurfa að taka meiri þátt í greiðslum á sumum hjálpartækjum t.d. sykursýkisbúnaði og stomavör- um. - Hætt að styrkja sum hjálpartæki, t.d. teygjusokka, baðmottur. Arangurinn eftir árið var samdráttur um rúmlega 50 millj.kr. Auk sparn- aðar vegna áðurgreindra aðgerða, jókst endurnýting hjálpartækja á árinu 1992. BREYTING 1. JANÚAR 1993 Hjálpartæki fyrir aldraða á öldrunarstofnunum: 1. janúar 1993 tók í gildi ný reglugerð frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu um greiðslur öldrunar-

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.