Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 15
13 hvort sem við getum síðan meðhöndl- að og bætt gildið eður ei. Tíðni mjög margra sjúkdóma fer vaxandi með aldri. Sem dæmi má nefna Parkinsons sjúkdóm. Á hinn bóginn eru sumir sjúkdómar sjaldgæfari og þar má nefna heila- og mænusigg, þar sem nýgengi fellur gjörsamlega fyrir miðjan aldur (50 ára aldur). Síðan eru það aldurstengdu breytingarnar. Þó að flestir verði fyrir þeim, er ekki þar með sagt að þær séu góðkynja. Gott dæmi er "góðkynja" stækkun á blöðru- hálskirtli. Stækkun á blöðruhálskirtli er reglan með vaxandi aldri og sam- hliða lendir stór hluti karlmanna í vandræðum vegna þess; þvagtregðu og teppu með tilheyrandi aðgerðum. Ellin er því ekki sérlega góðkynja. Ein af stóru spurningunum í öldrunar- fræðum er að hve miklu leyti ellin er háð erfðaefninu og að hve miklu leyti hún er háð umhverfisþáttum. Þver- skurðarrannsóknir geta gefið ákveðna mynd af ellinni. í túlkun slíkra niður- staðna, þarf hins vegar að taka tillit til kynslóðatengdra breytinga. Það fólk sem nú er aldrað ólst upp á tímum þar sem erfiðisvinna var ríkjandi, gildi líkamsræktar ekki jafnvel metið og nú og reykingar þóttu fínar og jafnvel skaðlausar fyrir 1960. Þannig getur elliásýnd aldraðra 2030 orðið önnur en 1990. Það er nefnilega mjög margt líkt með ellibreytingum og þeim breyt- ingum, sem sjást með kyrrsetu. Og sumt af því sem við höfum kennt ellinni um, af því að breytingin var svo algeng, getur þegar öllu er á botninn hvolft fremur tengst lífsstíl en óumflýjanlegum ellibreytingum. Marg- ar rannsóknir hafa litið á þá sem sjúkir eru og hafa fötlun ýmisskonar. Á næstu árum förum við væntanlega að sjá meira af rannsóknum á því hvernig sumir eldast á happadrjúgan hátt - og læra af þeim. Það eina marktæka hingað til í leitinni að yngingarmeðalinu góða, er að viðeig- andi líkamsþjálfun virðist færa eldra fólk nær því yngra. Og það er nánast sama á hvaða breytu litið er. Það má alltaf mæla með hæfílegri líkamsrækt og tala gegn reykingum og búsi og fínna heimildir fyrir því! Það er ekki mjög langt síðan að með- alaldur fólks var 30 ár, og stundum dettur manni í hug að okkur hafí ekki í alvöru verið ætlað að verða mikið eldri en svo að við ættum okkar börn til að viðhalda mannkyninu. Viðfangs- efni öldrunarlækninga eru margvísleg. Stóru sjúkdómaflokkarnir, hjarta- og æðasjúkdómar og krabbamein, skapa mörg verkefni. En þriðji stærsti flokk- urinn er heilabilun. Heilabilun hefur ýmsar orsakir, sem í hverju tilfelli þarf að rannsaka, en algengustu orsakirnar eru þær sem kallaðar eru Alzheimer sjúkdómur (líklega fleiri en einn sjúk- dómur í raun) og fjölblóðtappa heila- bilun. Heilabilun getur sést hjá yngra fólki, en fer hratt vaxandi með aldri og ævilíkur á sjúkdómseinkennunum eru á bilinu 15-25%. Nú eru um 80% allra er bíða elli- og hjúkrunarheimilis með heilabilun á einhverju stigi. Önn- ur stór verkefni eru: þvagleki, byltur, beinþynning og brot. Til viðbótar verður oft vart geðrænna einkenna svo sem þunglyndis og aðsóknarhug- mynda, með eða án heilabilunar. Félagslegt net einstaklingsins gliðnar oft með eigin sjúkdómum og andláti vina og vandamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.