Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 32

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 32
30 líkamsþreki og snerpu til andlegra og líkamlegra starfa, vinnur hann upp með þroska, yfírsýn, reynslu, ráðsnilli og fyrirhyggju sem lífið hefur kennt honum. Eftir þessa umfjöllun hlýtur að vakna sú spurning, hvað sé farsælast að hafa í farteskinu þegar ellin nálgast. Án efa verður svarið: góð heilsa til líkama og sálar til þess að við getum notið þeirra lífsgæða sem við eigum kost á. - Með heilsusamlegu líferni í æsku er strax lagður grunnur að farsælli elli svo framarlega sem hægt er að hafa áhrif á það æviskeið. Uppalendum jafnt á heimilum, barnaheimilum sem og í skólum, ber með fordæmi sínu, að kenna skynsamlegt líferni með reglusemi, hollum matarvenjum, lík- amsrækt og fræðslu í kristilegri sið- fræði og móta þannig einstaklinginn þegar hann er hvað móttækilegastur fyrir slíku og stuðla þannig að heil- brigði uppvaxandi kynslóðar. - Þeir sjúkdómar sem leggjast helst á gamalt fólk eru hjarta- og æðasjúk- dómar, lungnasjúkdómar, krabbamein og ýmsir stoðkerfasjúkdómar. Þessum sjúkdómum er það sameiginlegt, að oft líða áratugir þar til einkenni þeirra koma í ljós og frá því að hugsanlegur orsakavaldur, í formi óhollra lífshátta hófst hjá einstaklingnum. Sú mikla umfjöllun og fræðsla í fjöl- miðlum undanfarið um hollustuhætti og áhættuþætti ýmissa sjúkdóma er tímabær og styrkir einstaklinginn í viðleitni hans að tileinka sér hollar lífs- og neysluvenjur, en það ber að forðast allar öfgar í þessum efnum, sem og öðrum. Skynsamleg leikfími og kennsla í réttri líkamsbeitingu í grunn- skólum og síðar framhaldsskólum þroskar ekki aðeins líkamsmeðvitund og þrek barnsins heldur leggur það einnig grunninn að því að auðveldara verður að viðhalda líkamsþreki á efri árum. Þess vegna verður aldrei lögð nægilega mikil áhersla á ábyrgð íþróttakennara og hlutverk þeirra í menntakerfínu. - Líkamsþjálfun er nauðsynleg öldruðu fólki. Þeir sem ætla að setjast í helgan stein og vilja njóta ævikvöldsins í ró og næði koðna fljótt niður ef þeir stunda ekki ein- hverja líkamsrækt. Að vera í góðu líkamlegu ástandi auðveldar hinum aldraða að taka þátt í lífinu umhverfís sig og stuðlar að því að hann geti búið heima, sjálfbjarga lengi fram eftir aldri. Regluleg líkamsþjálfun er öldruðu fólki nauðsyn. Hún dregur úr hrörnunarein- kennum, er vöm gegn sjúkdómum og viðheldur og eflir starfshæfni líkamans. Jákvæð áhrif þjálfunar eru margþætt. Vöðvafrumur hjá öldruðum bregðast við á sama hátt og hjá ungu fólki, þær þykkna og hvatakerfið verður virkara og súrefnisnýting meiri. Vöðvastyrkur vex, liðamót liðkast og þol eykst. - Blóðrásarkerfíð verður virkara sem kemur fram í því að efri mörk blóðþrýstings lækkar og það dregur úr hjartsláttartíðni. - Virkt lungnarúmmál stækkar svo úthald verður meira og súrefnisupptakan eykst. Við þjálfunina eykst forði boð- efna til taugaenda svo leiðni örvast og styrkleiki og hraði boða eykst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.