Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 46

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 46
44 Niðurstaðan var sú að 40,3% einstakl- inganna gátu ekki opnað eina tegund af lyfjaglasi af fimm. 71% þátttakenda áttu ekki lyfjakort. Fjöldi lyfja í eigu einstaklings voru frá 1-44. Meðaltal lyfja á mann var tæplega 8 lyf. Stór hluti fólksins tóku lyfin sín ekki rétt. Af þessu má sjá að nauðsynlegt er að gera átak í fræðslu og undirbúningi fyrir það fólk sem á að sjá sjálft um sína lyfjatöku. Fjórði fyrirlesturinn var um rannsókn gerða á Kristnesi og hét "Fimm daga deild: Raunhæf þjónusta fyrir aldraða með fjölþætt vandamál". Magna F. Birnir hjúkrunarfræðingur flutti. Rannsóknin var framkvæmd til að kanna hvort 2-3 vikna meðferð gæti aukið lífsgæði og líkamlega færni einstaklinganna sem tóku þátt og var stuðst við hugmyndafræði Callista Roy innan hjúkrunar - "því sáttari sem sjúklingurinn er við eigið ástand því betri heilsu hefur hann" -. "The Notthingham Health Profile" (NKP) var íslenskaður og notaður við eigið lífsgæðamat sjúklinga ásamt lista yfir ADL til að meta líkamlega færni. Niðurstaðan er ekki endanlega komin en það var almenn ánægja meðal þátttakenda, aðstandenda og starfs- fólks með tilraunina. Flestir vildu endurtaka dvölina og aðstandendur töldu sig hafa fengið betri upplýsingar og raunhæfari úrræði. Síðasta erindið þennan dag var "Tengsl líkamlegrar virkni og vöðva- styrks hjá 51-90 ára konum og körl- um". Fluttur af Maríu Ragnarsdóttur sjúkraþjálfa á Landspítalanum. María ræddi um algengni skertrar færni hjá öldruðum og nauðsyn þess að afla nákvæmra upplýsinga um vöðvastarf- semi aldraðra til að öðlast meiri skiln- ing á honum. Gerð var rannsókn á tengslum milli líkamlegrar virkni og vöðvastyrks í réttivöðvum hné og ökklaliða hjá fólki 51-90 ára. Einnig á breytingum á líkamlegri virkni og vöðvastyrk frá einum áratug ævinnar til annars hjá konum og körlum. Niðurstöður voru að hámarks jafn- spennuvöðvasamdráttur minnkaði með hækkandi aldri ásamt líkamlegri virkni sérstaklega hjá konum. Líkamleg virkni karla minnkaði minna en jókst mjög á 8 og 9 áratug ævinnar. Svip- aða sögu var að segja um hné og ökklavöðva. Minnkun vöðvastyrks má forðast með því að viðhalda líkamlegri virkni eða auka hana. Þannig heldur einstaklingurinn svo sjálfstæði sínu í ADL lengur og minnkar þörfina á líkamlegri aðhlynningu. Síðari dagur vísindaþingsins hófst svo með tveimur fyrirlestrum sem Dr. med. Knut Engedal yfirlæknir á Ulle- vall sjúkrahúsinu í Osló hélt. Fyrri fyrirlestur hans hét "Dementia in the elderly - The prevalence and possible risk factors" og fjallaði um eins og nafnið bendir til um Demen- tiu hjá öldruðum. Dr. Knut skýrði í stuttu máli frá eðli og einkennum sjúkdómsins og hugsanlegum áhrifa- þáttum s.s. heilablæðingum og víta- mínskorti. Síðari fyrirlestur Dr. Knuts hét "Insti- tutional care for demented patients. - Is there a need for special units?" Þar sagði hann frá svokölluðum "skjermede enheter" (SE) sem Norð-

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.