Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Qupperneq 44

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Qupperneq 44
42 Síðastliðinn vetur var boðið upp á ýmis námskeið en þátttaka fékkst aðeins á bridds-námskeið og var það haldið. Fleiri aðilar buðu upp á nám- skeið af ýmsu tagi svo að vera má að áhugasamir hafi dreifst. Fjöldi ein- staklinga, félaga og klúbba hafa lið- sinnt félagsstarfi aldraðra á undan- förnum árum. Slík samvinna er mjög æskileg og eykur fjölbreytni. Fjöldi aldraðra og eftirlaunafólks mun fjölga mjög í nánustu framtíð svo að ljóst má vera að þörfin fyrir öldrunar- starf verður enn brýnna. Viss vandi er að ná til þeirra öldruðu sem hafa einangrast og eru einmana en eru heilbrigðir að öðru leyti. Talsvert hefur áunnist en meira þarf til. Ovíst er að frjáls félagasamtök valdi því að sinna öllum þörfum en bæjaryfirvöld geta lagt sitt að mörkum til að bæta tómstundastarf aldraðra með því að leggja til nægilega stórt húsnæði, eins konar tómstundahús aldraðra þar sem eldra fólk getur notið félagsskapar, léttra veitinga, spilað á spil, borð- tennis, keiluspil, leikfimi, dans, stund- að handavinnu og föndur og því um líkt. Þar gætu hinir ýmsu fundir farið fram og aðrar skemmtanir. Slíkt framlag bæjaryfirvalda ætti þó að vera ólíkt kostnaðarminna en beinn rekstur á öldrunarstarfi. Þörfin eykst óðfluga. Það má líta svo á að með því að halda uppi hæfilegu tóm- stundastarfi og stytta þannig eldra fólki stundir mætti óbeint fresta þörf- inni fyrir raunverulegri og kostnaðar- meiri félagsmálaþjónustu.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.