Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 9

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 9
Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi 7 ÁR ALDRAÐRA f EYRÓPU 1993 Árið 1993 hefur verið tileinkað öldr- uðu fólki í Evrópu. Evrópuráðið ákv- að að leggja áherslu á málefni aldr- aðra, en EFTA-löndin (ísland, Noreg- ur, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Sviss) vildu ekki vinna að öldrunar- málum í nafni þess fyrr en EES samn- ingurinn yrði staðfestur. Hér á íslandi tók Öldrunarráð íslands þó að sér að stuðla að ýmsum verk- efnum í þágu aldraðra. Skipuð var svokölluð elliársnefnd, sem lagði til hugmyndir um hvernig vekja mætti athygli á ári aldraðra 1993. M.a. hefur verið efnt til ráðstefna, myndlistar- sýningar aldraðra, kynningar ýmiss- konar á starfi aldraðra o.s.frv. Þetta er í annað sinn sem sérstakt ár er tileinkað öldruðum en ár aldraðra var einnig haldið árið 1982. Þá var haldin heimsráðstefna um hagsmuna- mál aldraðra í Vín og var aðeins eitt þjóðþing sem tók áskorun um að mæta þar - Alþingi Islendinga. Hér heima hélt, það ár, nýstofnað Öldrunarráð íslands aðalfund undir yfírskriftinni "Gæðum ellina lífí". Fjölmargt gerðist í öldrunarmálum hér heima í kjölfar ársins 1982. Má þar nefna: byggingar á þjónustuíbúðum, eldri heimili endurnýjuð s.s. Grund, As og Hrafnista í Reykjavík, öryggis- þjónusta fyrir aldraða var aukin, gert var átak í heimahjálp og heimahjúkr- un en líklega var þó þýðingarmest að lögin um málefni aldraðra og fram- kvæmdasjóð aldraðra voru samþykkt á Alþingi. En hvers vegna þá nýtt ár aldraðra? Kannanir sýna að um aldamótin 1900 hafí verið um 17 milljónir sem voru 65 ára og eldri, eða undir 1% af íbúafjöldanum. Árið 1992 voru 342 milljónir í þessum aldurshópi eða um 6,2% af íbúafjöldanum. Árið 2050 er svo áætlað að íbúar jarðarinnar, 65 ára og eldri, verði um 2,5 milljarðar eða um 1/5 hluti íbúafjöldans. í kringum árið 2025 er því gert ráð fyrir að í nær öllum löndum Evrópu verði þessi aldurshópur yfír 13% af íbúafjöldanum og í mörgum löndum, þar á meðal íslandi, mun meiri. Hér á íslandi teljast nú um 40 þúsund manns til aldraðra svo mörgum er þetta mál skylt. Öldrunarfræðin er vissulega ung fræð- igrein og sem betur fer hefur orðið mikil framþróun í öldrunarþjónustunni á síðustu árum. Með vaxandi fjölda þeirra sem starfa með öldruðum eykst þörfín fyrir betri og meiri fræðslu í öldrunarfræðum. Endurmenntunar- deild Háskóla íslands hefur haldið tvö námskeið í greininni, Armúlaskóli er byrjaður að bjóða sjúkraliðum sér- staka fræðslu í umönnun aldraðra og Háskólinn á Akureyri hefur stofnað prófessorsembætti í öldrunarhjúkrun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.