Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Síða 9
Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi
7
ÁR ALDRAÐRA f EYRÓPU 1993
Árið 1993 hefur verið tileinkað öldr-
uðu fólki í Evrópu. Evrópuráðið ákv-
að að leggja áherslu á málefni aldr-
aðra, en EFTA-löndin (ísland, Noreg-
ur, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og
Sviss) vildu ekki vinna að öldrunar-
málum í nafni þess fyrr en EES samn-
ingurinn yrði staðfestur.
Hér á íslandi tók Öldrunarráð íslands
þó að sér að stuðla að ýmsum verk-
efnum í þágu aldraðra. Skipuð var
svokölluð elliársnefnd, sem lagði til
hugmyndir um hvernig vekja mætti
athygli á ári aldraðra 1993. M.a. hefur
verið efnt til ráðstefna, myndlistar-
sýningar aldraðra, kynningar ýmiss-
konar á starfi aldraðra o.s.frv.
Þetta er í annað sinn sem sérstakt ár
er tileinkað öldruðum en ár aldraðra
var einnig haldið árið 1982. Þá var
haldin heimsráðstefna um hagsmuna-
mál aldraðra í Vín og var aðeins eitt
þjóðþing sem tók áskorun um að
mæta þar - Alþingi Islendinga.
Hér heima hélt, það ár, nýstofnað
Öldrunarráð íslands aðalfund undir
yfírskriftinni "Gæðum ellina lífí".
Fjölmargt gerðist í öldrunarmálum hér
heima í kjölfar ársins 1982. Má þar
nefna: byggingar á þjónustuíbúðum,
eldri heimili endurnýjuð s.s. Grund,
As og Hrafnista í Reykjavík, öryggis-
þjónusta fyrir aldraða var aukin, gert
var átak í heimahjálp og heimahjúkr-
un en líklega var þó þýðingarmest að
lögin um málefni aldraðra og fram-
kvæmdasjóð aldraðra voru samþykkt
á Alþingi.
En hvers vegna þá nýtt ár aldraðra?
Kannanir sýna að um aldamótin 1900
hafí verið um 17 milljónir sem voru
65 ára og eldri, eða undir 1% af
íbúafjöldanum. Árið 1992 voru 342
milljónir í þessum aldurshópi eða um
6,2% af íbúafjöldanum. Árið 2050 er
svo áætlað að íbúar jarðarinnar, 65
ára og eldri, verði um 2,5 milljarðar
eða um 1/5 hluti íbúafjöldans.
í kringum árið 2025 er því gert ráð
fyrir að í nær öllum löndum Evrópu
verði þessi aldurshópur yfír 13% af
íbúafjöldanum og í mörgum löndum,
þar á meðal íslandi, mun meiri.
Hér á íslandi teljast nú um 40 þúsund
manns til aldraðra svo mörgum er
þetta mál skylt.
Öldrunarfræðin er vissulega ung fræð-
igrein og sem betur fer hefur orðið
mikil framþróun í öldrunarþjónustunni
á síðustu árum. Með vaxandi fjölda
þeirra sem starfa með öldruðum eykst
þörfín fyrir betri og meiri fræðslu í
öldrunarfræðum. Endurmenntunar-
deild Háskóla íslands hefur haldið tvö
námskeið í greininni, Armúlaskóli er
byrjaður að bjóða sjúkraliðum sér-
staka fræðslu í umönnun aldraðra og
Háskólinn á Akureyri hefur stofnað
prófessorsembætti í öldrunarhjúkrun.