Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 33

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 33
31 Starfsemi ósjálfráða taugakerfisins örvast og meira jafnvægi kemst á efnaskipti líkamans. Sannað er að regluleg líkamsþjálfun eykur við- bragðsflýti og samæfingu vöðva og jafnvægi líkamans verður betra. - Fyrir aldraða gildir nákvæmlega sama regla og hjá ungu fólki, þ.e. að stunda þá líkamsþjálfun sem því þykir skemmti- leg og hentar líkamsástandi þess. - Ég tel að ganga, sund, dans og leikfimi séu heppilegustu greinar líkamsþjálf- unar fyrir aldraða sem og aðra!!! Líkamsþjálfun sem krefst mikils vöðv- astyrks, snöggra hreyfinga og við- bragða er ekki æskileg fyrir eldra fólk, heldur ber að leggja áherslu á styrk- ingu, samhæfingu, jafnvægi og úthald. - Forðast ber allan samanburð og keppnisíþróttir, í ljósi þess kem ég aftur að því hversu mikilvægt það er að unglingar fái strax í skólum það líkamsræktarform, sem hentar hverj- um einum. I dag er áttundi hver Islendingur kominn yfir sextugt og samkvæmt spám verður fjórði hver Islendingur kominn á þennan aldur eftir þrjátíu ár. I þeim hópi verða vaskir karlar og konur, sem gera aðrar og meiri kröfur en þeir einstaklingar sem eru nú að renna sitt æviskeið. - Þess vegna býð- ur sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa mikið og verðugt verkefni í öldrunarþjónust- unni, ekki aðeins á vistheimilum og sjúkrahúsum, heldur einnig á heimil- um í formi fræðslu, meðferðar, færn- ismats og ráðlegginga um hjálpartæki og húsbúnað. Svona til fróðleiks má geta þess, að í reglugerð gefinni út af Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um vistun- armat aldraðra, sem gekk í gildi um síðustu áramót, er hvergi minnst á sjúkra- eða iðjuþjálfa í sambandi við hreyfigetu og færnismat á umsækjend- um í þjónustuíbúðir og á vistheimili!! - Þetta segir okkur að við, sjúkraþjálf- arar, höfum ekki staðið okkur hvað varðar kynningu á starfssviði sjúkra- þjálfara í öldrunarþjónustu. - Að lokum langar mig til að fara með tvö vers úr nítugasta Davíðssálmi en í þeim finnst mér kristallast niður- stöður nútíma rannsókna á sviði öldr- unar: 10. vers: Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu. 12. vers: Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. Hér kemur fram að ævilengd manns- ins eru ákveðin takmörk sett og bæn um að við verjum hverjum degi ævi okkar á skynsaman og heilbrigðan hátt. Heimildir: 1. Biblían; Hið íslenska Biblíufélag Reykj- avík 1981. 2. Andrews K.: Rehabilitation of the Older Adult. Edward Arnold Ltd. London 1987. 3. Viidik Andrus (Red): Aldringens Mange Facetter. Dansk Gerontologisk Selskap 1983. 4. Námskeiðsgögn í Geriatri og Geronto- logi í Danmörku árið 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.