Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Side 33

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Side 33
31 Starfsemi ósjálfráða taugakerfisins örvast og meira jafnvægi kemst á efnaskipti líkamans. Sannað er að regluleg líkamsþjálfun eykur við- bragðsflýti og samæfingu vöðva og jafnvægi líkamans verður betra. - Fyrir aldraða gildir nákvæmlega sama regla og hjá ungu fólki, þ.e. að stunda þá líkamsþjálfun sem því þykir skemmti- leg og hentar líkamsástandi þess. - Ég tel að ganga, sund, dans og leikfimi séu heppilegustu greinar líkamsþjálf- unar fyrir aldraða sem og aðra!!! Líkamsþjálfun sem krefst mikils vöðv- astyrks, snöggra hreyfinga og við- bragða er ekki æskileg fyrir eldra fólk, heldur ber að leggja áherslu á styrk- ingu, samhæfingu, jafnvægi og úthald. - Forðast ber allan samanburð og keppnisíþróttir, í ljósi þess kem ég aftur að því hversu mikilvægt það er að unglingar fái strax í skólum það líkamsræktarform, sem hentar hverj- um einum. I dag er áttundi hver Islendingur kominn yfir sextugt og samkvæmt spám verður fjórði hver Islendingur kominn á þennan aldur eftir þrjátíu ár. I þeim hópi verða vaskir karlar og konur, sem gera aðrar og meiri kröfur en þeir einstaklingar sem eru nú að renna sitt æviskeið. - Þess vegna býð- ur sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa mikið og verðugt verkefni í öldrunarþjónust- unni, ekki aðeins á vistheimilum og sjúkrahúsum, heldur einnig á heimil- um í formi fræðslu, meðferðar, færn- ismats og ráðlegginga um hjálpartæki og húsbúnað. Svona til fróðleiks má geta þess, að í reglugerð gefinni út af Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um vistun- armat aldraðra, sem gekk í gildi um síðustu áramót, er hvergi minnst á sjúkra- eða iðjuþjálfa í sambandi við hreyfigetu og færnismat á umsækjend- um í þjónustuíbúðir og á vistheimili!! - Þetta segir okkur að við, sjúkraþjálf- arar, höfum ekki staðið okkur hvað varðar kynningu á starfssviði sjúkra- þjálfara í öldrunarþjónustu. - Að lokum langar mig til að fara með tvö vers úr nítugasta Davíðssálmi en í þeim finnst mér kristallast niður- stöður nútíma rannsókna á sviði öldr- unar: 10. vers: Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu. 12. vers: Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. Hér kemur fram að ævilengd manns- ins eru ákveðin takmörk sett og bæn um að við verjum hverjum degi ævi okkar á skynsaman og heilbrigðan hátt. Heimildir: 1. Biblían; Hið íslenska Biblíufélag Reykj- avík 1981. 2. Andrews K.: Rehabilitation of the Older Adult. Edward Arnold Ltd. London 1987. 3. Viidik Andrus (Red): Aldringens Mange Facetter. Dansk Gerontologisk Selskap 1983. 4. Námskeiðsgögn í Geriatri og Geronto- logi í Danmörku árið 1986.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.