Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 49

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 49
Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi Þóra Leósdóttir iðjuþjálfi 47 GÆÐAÞRÓUN í IÐJUÞJÁLFUN Síðastliðinn vetur hélt Iðjuþjálfafélag Islands námskeið í gæðaþróun fyrir iðjuþjálfa og var þetta í samvinnu við endurmenntunarstofnun HI. í fram- haldi af því voru flestir þátttakendur sammála því að fylgja þyrfti námskeið- inu eftir og vinna markvisst áfram að gæðaþróun innan félagsins. I kjölfarið var ákveðið að stofna áhugahóp um þessi mál. Þetta var lagt fram á aðal- fundinum í mars og undirtektir voru góðar. I áhugahópnum eru nokkrir þeirra iðjuþjálfa sem sóttu fyrrnefnt nám- skeið. Hugmyndin er sú að þeir myndi nokkurs konar kjarna en að aðrir iðjuþjálfar sem áhuga hafa tengist hópnum að meira eða minna leyti. Markmið áhugahóps um gæðaþróun er: 1. Að efla umræðu meðal félags- manna og vera hvati að verkefnum er tengjast gæðaþróun, meðal annars: * í félagsstarfi * á vinnustöðum * í tengslum við fræðslunefnd II *með umfjöllun í Iðjuþjálfanum, fagblaði IÍ. 2. Að fylgjast með gæðaþróun á þverfaglegum vettvangi í heil- brigðisgeiranum. Mjög víða er verið að vinna að gæða- þróun innan iðjuþjálfunar hérlendis. Má þar nefna á Reykjalundi þar sem unnið er að skráningu meðferða, á Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra við meðferðarlýsingu, þverfagleg teymis- vinna á Grensásdeild Bsp. og svo mætti lengi telja. Að síðustu má nefna A-one sem er gott dæmi um verkfæri sem nýtist til að samræma þjónustu og gæði iðjuþjálfunar. Um mikilvægi þess að samræma þjón- ustu og gæði í heilbrigðiskerfinu efast enginn í dag. Iðjuþjálfar þurfa áfram að vinna markvisst að þessu innan fræðigreinarinnar. Miðla þarf þvert á vinnustaði þannig að þjónustan megi verða sem líkust. Iðjuþjálfar innan sömu sérsviða þurfa að vera sammála um notkun verkfæra og túlkun þeirra aðferða sem notaðar eru í meðferð. Við teljum mikilvægt að beina kröft- unum að samræmdri skráningu á þjónustu iðjuþjálfa. Með henni má finna lausn á nokkrum brýnustu vand- amálum fagsins í dag, svo sem skorti á möguleikum til samanburðar, skorti á skriflegum gögnum, koma þeirri "þöglu vitneskju" sem fagið einkennist af upp á yfirborðið. Þannig má ekki einungis veita sam- ræmda þjónustu, heldur tryggja þróun faglegra vinnubragða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.