Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 37

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 37
Elías Valgeirsson 35 HUGLEIÐIN GAR Á EFRI ÁRUM Hugleiðingar mínar um efri árin eru einstaklingsbundnar. Eg hef verið heilsugóður, lifað hófsömu lífi í mat og drykk. Þrátt fyrir það var gerð á mér hjarta og kransæðaaðgerð fyrir tveimur árum á Landspítalanum sem tókst vel. Það fer ekki á milli mála að fólk sem komið er á minn aldur, ber saman þann tíma er maður var á unglings- aldri, tímabilið eftir fyrra stríð og til 1940 og virti fyrir sér fólk milli 50-60 ára og fannst það vera orðið gamalt og þá tíma sem við lifum við í dag hvað hús og önnur lífsviðurværi varð- ar. Þegar ég varð 70 ára 1982, hafði ég unnið við rafvirkjastörf í Reykjavík og víða um landið frá 1929, eða frá því er ég hóf nám í rafvirkjun hér í Reykjavík. Á uppvaxtarárum mínum hafði ég fengið mikla verklega yfirsýn um alls konar störf sem ég nýtti mér eftir að ég hætti störfum hjá Raf- magnsveitu Ríkisins, þar sem að ég starfaði í 34 ár. Við hjónin áttum lítið hús við Skipa- sund í Reykjavík, þar voru mörg verkefni fyrir mig, bílskúr byggður og íbúðin stækkuð með hjálp barna og barnabarna. Ég hef alla tíð notið þess að vera þátttakandi og áhorfandi í íþróttum, og fylgist náið með öllum íþróttavið- burðum. Ég er að verða 82 ára og fer í sund svo til daglega, afklæði mig úti í sólskýli, sumar sem vetur. Þar er líka góð aðstaða til líkamsæfinga. Ég nýt þess að hlusta á tónlist og hef starfað í lúðrasveit og kórum ýmis konar. Nú er ég í kór Rafmagnsveitu ríkisins "Rarikkórnum", ég hef verið með frá því að hann var stofnaður fyrir 13 árum af starfsfólki Rarik. Kórinn hefur heimsótt starfshópa víða á landinu og farið í söngferðalög til Norðurlanda í boði Rafveitusamtaka. í sumar fór kórinn í skoðunarferð til Finnlands og sungum við víða í heim- sóknum hjá finnska rafvirkja- sambandinu. í dag njótum við hjónin þess að búa hér í sambýli við félagsmiðstöð Reykj- avíkurborgar í Árbænum. Hér eru ýmsir möguleikar fyrir eldra fólk í Árbæjarhverfi og nágrenni. Hérna getur fólk valið sér tómstundir eftir sínum áhuga, svo sem gönguferðir um nágrennið, margs konar handavinnu, bókband o.fl. Hér er líka boðið upp á dans og leikfimi. Ég hef notið góðs heimilislífs um dagana. Við höfum þau félagslegu réttindi sem áunnist hafa fyrir baráttu verkalýðsfélaga. Ég nýt lífeyrisréttinda og ellitryggingar sem vonandi verða áfram veitt til stuðnings sjúklingum, öldruðum og einstæðum mæðrum. Til staðfestingar á þessari ósk minni vil ég um það segja að faðir minn fórst á sjó er ég var 5 ára, elstur af mínum systkinum. Móðir mín var ein með okkur þrjú systkinin án nokkurrar aðstoðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.