Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 27

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 27
Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins GERUM UMHVERFIÐ ÖRUGGARA - FÆKKUM BROTUM! Kannanir sýna að stór hluti þeirra slysa er verða í heimahúsum virðast vera slys við að falla og hrasa. Al- gengt er að beinbrot hljótist af þess- um föllum. Líkurnar á falli aukast við hækkandi aldur og konum er hættara á að detta en körlum. Þegar aldurinn færist yfir er meiri hætta á að detta vegna þeirra líkam- legu einkenna sem koma með aldrin- um. Þar má nefna t.d. svima, minni hreyfilipurð, minni viðbragðsflýti og fleira. En það eru atriði í umhverfi okkar sem geta orsakað að fólk dett- ur. Það eru hál gólf t.d. vegna bleytu, sleipir stigar, laus teppi, lausir hlutir (t.d. snúrur, skór, leikföng), slæm birta, þröskuldar, og fleira. Utandyra er það hálkan og rokið. Það hefur sýnt sig að flestir detta heima hjá sér. Þetta sýna bæði kann- anir hérlendis og erlendis. Algengast er að fólk dettur í stofunni hjá sér, síðan eru það staðir eins og svefnher- bergi, tröppur, gangur og baðherbergi. Algengast er að fólk dettur þegar það er á göngu. Orsakavaldur getur meðal annars verið hál gólf, ójöfnur á tepp- um, lausar mottur, þröskuldar, lausar snúrur í gangvegum, svimi, göngu- erfiðleikar, elliglöp og léleg sjón. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir aðstæðum og innrétta þannig hjá sér að sem minnst slysahætta sé til staðar. Myndirnar sýna nokkur dæmi um hætturnar svo og hvað hægt er að gera til að tryggja öryggið. Oft er um einfaldar lausnir að ræða. Fjarlægja lausar mottur eða hafa stamar gúmmí- mottur undir teppum. Gúmmímottur fást í flestum teppaverslunum. Lausar snúrur eiga að vera meðfram veggjum og innrétting þannig að gangvegir séu fríir. Hál og blaut gólf á baðherbergi bjóða hættunni heim. Einnig er auð- velt að renna til í baðkerinu. Stamar mottur á gólf, í sturtuna og í baðkerið tryggja öryggið, einnig er ágætt að hafa handföng á veggjum. Eldhús- trappan er nauðsynleg, ef fara þarf í efri skápa, teygja sig upp í glugga og fleira. Góð lýsing í stigagöngum, handrið og föst teppi er forsenda öryggisins í tröppum. Ef hætta er á svima eru ýmis hjálpartæki til sem geta tryggt öryggið og komið í veg fyrir að fólk dettur. Þar má nefna gönguhjálpartæki, sturtustól í sturt- una, baðkerssæti í baðkerið, griptöng til að taka hluti frá gólfi og fleira. Það eru til gönguhjálpartæki af ýmsum gerðum sem geta viðhaldið göngugetu hjá þeim sem eiga erfitt með gang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.