Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 43

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 43
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir 41 HUGLEIÐINGAR UM FÉLAGSSTARF ELDRI BORGARA í HAFNARFIRÐI Félagsstarf eldri borgara í Hafnarfirði er nú að verða 26 ára. Það hófst með því að Styrktarfélag aldraðra var stofnað fyrir forgöngu Jóhanns Þor- steinssonar, Sverris Magnússonar og fleira góðs fólks. Jóhann var formaður fyrstu árin. Síðan var Lára Jónsdóttir formaður í mörg ár. Félagsmenn voru á öllum aldri þó að starfið snerist um að stytta þeim öldruðu stundir. Starf- semin var fjármögnuð með félags- gjöldum, með bösurum, minningar- kortum og mörgu fleiru. Bæjarsjóður veitti fé til starfseminnar síðar. Styrktarfélagið var hið fyrsta til að örva félagsstarf aldraðra í landinu. Fljótlega var efnt til orlofsferða og var miðað við vikudvöl á hverju hausti. Jafnframt var starfrækt "Opið hús" á tveggja vikna fresti og fengin hin ýmsu félög til að sjá um dagskrá og skemmtiefni. Lára Jónsdóttir ásamt fleiri konum sáu um "Opið hús" í fjölda ára. Öll þau störf voru unnin í sjálfboðavinnu. Nú hefur Félagsmála- stofnun bæjarins tekið yfir starfrækslu á "Opnu húsi". Fyrir rúmi ári var nafni félagsins breytt úr Styrktarfélagi aldraðra í Félag eldri borgara í Hafnarfirði. Tilgangurinn var að njóta fullra rétt- inda sem Landssamband eldri borgara hefur upp á að bjóða. Félagsskírteini voru gefín út og í þjónustubók er boðið upp á 5-15% afslátt mjög víða á vörum og þjónustu. Þjónustubókin gildir um land allt og nær til dæmis til fargjalda. Þetta munar talsverðu í útgjöldum fyrir aldraða. Félag eldri borgara í Hafnarfirði hefur góða samvinnu við söfnuði Víðistaða- kirkju og Fríkirkju. Fulltrúar safnað- anna sitja í stjórn félagsins og fundir og ferðir hafa verið undirbúnir í sam- vinnu. Félagsstarfíð hefur verið gott undan- farin ár og þátttaka í samkomum og ferðum verið með afbrigðum góð. Boðið hefur verið upp á orlofsferðir á hverju hausti. I ágúst sl. var dvalið í viku á Húnavöllum. Þátttakendur voru 64 auk fararstjóra. Dagsferðir hafa verið farnar á árinu auk félags- og skemmtifunda í hverjum mánuði. Á sl. vetri var boðið upp á dansleiki í fyrsta sinn í bænum fyrir eldri borgara og fór þátttaka fram úr björtustu vonum. Fyrstu dansleikirnir á þessum vetri hafa þegar verið haldnir og er reiknað með því að halda því starfí áfram að minnsta kosti tvisvar í mán- uði. Uppi eru hugmyndir um dans- kennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.