Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 43
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir
41
HUGLEIÐINGAR UM FÉLAGSSTARF
ELDRI BORGARA í HAFNARFIRÐI
Félagsstarf eldri borgara í Hafnarfirði
er nú að verða 26 ára. Það hófst með
því að Styrktarfélag aldraðra var
stofnað fyrir forgöngu Jóhanns Þor-
steinssonar, Sverris Magnússonar og
fleira góðs fólks. Jóhann var formaður
fyrstu árin. Síðan var Lára Jónsdóttir
formaður í mörg ár. Félagsmenn voru
á öllum aldri þó að starfið snerist um
að stytta þeim öldruðu stundir. Starf-
semin var fjármögnuð með félags-
gjöldum, með bösurum, minningar-
kortum og mörgu fleiru. Bæjarsjóður
veitti fé til starfseminnar síðar.
Styrktarfélagið var hið fyrsta til að
örva félagsstarf aldraðra í landinu.
Fljótlega var efnt til orlofsferða og var
miðað við vikudvöl á hverju hausti.
Jafnframt var starfrækt "Opið hús" á
tveggja vikna fresti og fengin hin ýmsu
félög til að sjá um dagskrá og
skemmtiefni. Lára Jónsdóttir ásamt
fleiri konum sáu um "Opið hús" í
fjölda ára. Öll þau störf voru unnin í
sjálfboðavinnu. Nú hefur Félagsmála-
stofnun bæjarins tekið yfir starfrækslu
á "Opnu húsi".
Fyrir rúmi ári var nafni félagsins
breytt úr Styrktarfélagi aldraðra í
Félag eldri borgara í Hafnarfirði.
Tilgangurinn var að njóta fullra rétt-
inda sem Landssamband eldri borgara
hefur upp á að bjóða. Félagsskírteini
voru gefín út og í þjónustubók er
boðið upp á 5-15% afslátt mjög víða
á vörum og þjónustu. Þjónustubókin
gildir um land allt og nær til dæmis
til fargjalda. Þetta munar talsverðu í
útgjöldum fyrir aldraða.
Félag eldri borgara í Hafnarfirði hefur
góða samvinnu við söfnuði Víðistaða-
kirkju og Fríkirkju. Fulltrúar safnað-
anna sitja í stjórn félagsins og fundir
og ferðir hafa verið undirbúnir í sam-
vinnu.
Félagsstarfíð hefur verið gott undan-
farin ár og þátttaka í samkomum og
ferðum verið með afbrigðum góð.
Boðið hefur verið upp á orlofsferðir á
hverju hausti. I ágúst sl. var dvalið í
viku á Húnavöllum. Þátttakendur voru
64 auk fararstjóra. Dagsferðir hafa
verið farnar á árinu auk félags- og
skemmtifunda í hverjum mánuði.
Á sl. vetri var boðið upp á dansleiki í
fyrsta sinn í bænum fyrir eldri borgara
og fór þátttaka fram úr björtustu
vonum. Fyrstu dansleikirnir á þessum
vetri hafa þegar verið haldnir og er
reiknað með því að halda því starfí
áfram að minnsta kosti tvisvar í mán-
uði. Uppi eru hugmyndir um dans-
kennslu.