Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 47
45
menn hafa komið á laggirnar en það
eru sérstakar deildir fyrir sjúklinga
sem eru með sjúkdómsgreininguna
senil dement. Deildir þessar eru ætl-
aðar fólki með truflun í atferli, erfið-
leika í tjáskiptum, (apraxíu og/eða
agnosiu) og eru ekki bundin við hjóla-
stól. Áætlaður fjöldi er 6-9 einstakl-
ingar á hverja deild.
Umhverfið er heimilislegt, húsgögnin
frá heimilum fólksins, í stað borðsals
er eldhús þar sem borðað er, gluggar
hafðir á hurðum svo hægt sé að at-
huga hvað sé fyrir innan og gjarnan
haft heimilisdýr t.d. köttur. Þessi
aðbúnaður hefur leitt í ljós að íbú-
arnir eru betur áttaðir, þurfa færri lyf
og augljós minnkun er á óróleika
fólksins.
Norðmenn hafa síðan 1985 útbúið SE
á fjöhnörgum hjúkrunarheimilum með
góðum árangri.
Þriðja erindið flutti Dr. Þuríður J.
Jónsdóttir taugasálfræðingur á Land-
spítalanum og hét það "Framvinda
alzeimersjúkdóms metin með taugasál-
fræðilegum aðferðum". Hún skýrði frá
taugasálfræðilegri prófun sem gerð
var á 44 einstaklingum með líklegan
eða mögulegan alzeimersjúkdóm. Þar
var metin einbeiting, hugrænn hraði,
almenn vitræn geta, málskilningur og
tjáning, minni, sjónræn úrvinnsla og
verklag.
Mat þetta var gert þrisvar sinnum
með 6 mánaða millibili. Ekki var um
marktæka hrörnun að ræða á tímabil-
inu nema í þáttum sem lutu að tján-
ingu, sjónrænni úrvinnslu og sjónrænu
óyrtu minni.
Niðurstaðan var sú að þegar alzeimer-
sjúklingur kemst undir læknishendur
eru margir þættir orðnir svo skertir að
hrörnun er vart mælanleg með hefð-
bundnum taugasálfræðilegum aðferð-
um.
Næsti fyrirlestur hét "Heilablóðflæðis-
könnun (SPECT) við greiningu á
orsökum heilabilunar" og var fluttur af
Eysteini Péturssyni eðlisfræðingi.
Eysteinn skýrði í máli og myndum frá
þeim efnum sem notuð hafa verið í
gegnum árin til að meta heilablóð-
flæði s.s. Hexamethylpropyleneamine-
oxime (AMPAO) og 99m-Tc-
HMPAO.
Síðasta erindið var flutt af Jóni Snæ-
dal lækni á öldrunarlækningadeild
Landspítalans og hét "Lyfjameðferð
við minnistapi". Jón ræddi um rann-
sóknir á lyfjum sem gerðar hafa verið
í von um að koma í veg fyrir minnis-
tap. Fyrir 20 árum var sett fram sú
kenning að ástæða minnistaps væri
truflun á myndun eða nýtingu kólín-
ergiskra boðefna. Því hafa fjölmargar
rannsóknir verið gerðar með forefni
boðefnisins asetylkólíns, kólíns og
lecitins en án árangurs. Rannsóknir
með lyf sem hamla niðurbroti asetyl-
kolins hafa sýnt nokkurn árangur og
er THA þeirra þekktast. Síðustu ár
hefur svo athygli manna beinst að
lyfjum sem hafa áhrif á boðefnakerfi
og samsetta meðferð. Enn er þó langt
í land með að góð meðferð fáist við
minnistapi.
Eg vona að þetta stutta ágrip af inni-
haldi vísindaþingsins hafi komið ykkur
að einhverju gagni þó að þetta séu
alls ekki tæmandi upplýsingar um
hvern fyrirlestur fyrir sig.