Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 12
_________________________10_________________________
sem hef fundið kraftinn þverra og "sjarminn" hverfa.
En inni í þessum gamla líkama
býr ennþá ung stúlka.
Við og við fyllist mitt þreytta hjarta,
ég minnist gleðinnar, ég minnist sársaukans
og ég elska og upplifi lífið að nýju,
Ég hugsa um árin, allt of fá, sem hafa liðið
og viðurkenni kaldar staðreyndir,
að ekkert getur varað að eilífu.
Ef þið opnið augun, systur, þá sjáið þið ekki bara
gamla nöldurkerlingu.
Komið nær, lítið á mig.
Þetta kvæði fannst hjá gamalli konu, sem dó á langlegudeild í Skotlandi. Eftir
því sem starfsfólkið minnist, hafði konan ekki virst hafa nokkurn áhuga á
umhverfi sínu.
Kvæðið var fyrst birt í enska tímaritinu Family Planning News. Síðan hefur það
m.a. verið birt í Danmörku og 1 Svíþjóð.
Þórunn Einarsdóttir þýddi úr sænsku.