Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 23
Þórhildur Sveinsdóttir iðjuþjálfi
21
STARF IÐJUÞJÁLFA VIÐ HEIMAÞJÓNUSTU
= heimaþjónusta, sameiginlegt tilraunaverkefni.
Til glöggvunan
Ríki: Heimahjúkrun
Bær: Heimilisþjónusta
Tilraunaverkefnið
Árið 1991 fékk Öldrunardeild Akur-
eyrarbæjar styrk úr Framkvæmdasjóði
aldraðra. Styrkinn átti að nota í til-
raunaverkefni Heimahjúkrunar og
Heimilisþjónustu. Markmið tilrauna-
verkefnisins var að bæta þá heima-
þjónustu sem veitt er á Akureyri.
Haustið 1991 heyrði ég af þessu til-
raunaverkefni og vakti það strax
áhuga minn. Eg ætla ekki að rekja
hér í hverju þetta umbótastarf fólst en
árangurinn talar sínu máli. Öll sam-
skipti þessara þjónustuaðila jukust.
Haldnir eru nú reglulegir samræm-
ingarfundir, sameiginleg fræðsla hefur
verið aukin til muna og sú þjónusta
sem hver skjólstæðingur fær er mark-
vissari.
Allt frá því ég kynntist þeirri hug-
myndafræði sem liggur til grundvallar
iðjuþjálfun, hef ég litið svo á að raun-
hæfasta vinnuaðferð iðjuþjálfa væri að
koma til skjólstæðingsins og vinna
með honum í umhverfi hans. Þessi
hugsjón er ekki beinlínis í takt við
skipulag heilbrigðiskerfis okkar en
þegar ég kynntist þessu áhugasama
fólki á Akureyri eygði ég möguleika á
að láta á þessa hugsjón reyna.
Sumarið 1992 réði ég mig til áður-
nefnds tilraunaverkefnis. Ég var ráðin
í þrjá mánuði hjá Öldrunardeild
Akureyrarbæjar og fékk laun greidd
af styrknum úr Framkvæmdasjóði
aldraðra. Ráðningarsamningurinn var
tímabundinn, þar sem ég, vegna þung-
unar, gaf ekki kost á mér í lengri
tíma.
Starfið
Að mér vitandi er ráðning iðjuþjálfa
við heimaþjónustu nýjung hér á landi.
Þótti mér bæði spennandi og ánægju-
legt að vinna á þessum vettvangi.
Greinilegt var að samstarfsaðilar mínir
í Heimahjúkrun voru ekki með öllu
ókunnir starfi iðjuþjálfa. Frá upphafi
fékk ég raunhæfar beiðnir sem flestar
lutu að heimilisathugunum og mati á
hjálpartækjaþörf. Þegar ég hóf störf
deildi ég út sérstöku beiðnablaði til
samstarfsfólks míns. Tilgangur minn
með þessu beiðnablaði var að gera
grein fyrir starfssviði mínu og auð-
velda samstarfsfólki mínu að orða
óskir sínar. Raunin var sú að beiðna-
blaðið var sjaldnast nýtt og flestar