Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 23

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 23
Þórhildur Sveinsdóttir iðjuþjálfi 21 STARF IÐJUÞJÁLFA VIÐ HEIMAÞJÓNUSTU = heimaþjónusta, sameiginlegt tilraunaverkefni. Til glöggvunan Ríki: Heimahjúkrun Bær: Heimilisþjónusta Tilraunaverkefnið Árið 1991 fékk Öldrunardeild Akur- eyrarbæjar styrk úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Styrkinn átti að nota í til- raunaverkefni Heimahjúkrunar og Heimilisþjónustu. Markmið tilrauna- verkefnisins var að bæta þá heima- þjónustu sem veitt er á Akureyri. Haustið 1991 heyrði ég af þessu til- raunaverkefni og vakti það strax áhuga minn. Eg ætla ekki að rekja hér í hverju þetta umbótastarf fólst en árangurinn talar sínu máli. Öll sam- skipti þessara þjónustuaðila jukust. Haldnir eru nú reglulegir samræm- ingarfundir, sameiginleg fræðsla hefur verið aukin til muna og sú þjónusta sem hver skjólstæðingur fær er mark- vissari. Allt frá því ég kynntist þeirri hug- myndafræði sem liggur til grundvallar iðjuþjálfun, hef ég litið svo á að raun- hæfasta vinnuaðferð iðjuþjálfa væri að koma til skjólstæðingsins og vinna með honum í umhverfi hans. Þessi hugsjón er ekki beinlínis í takt við skipulag heilbrigðiskerfis okkar en þegar ég kynntist þessu áhugasama fólki á Akureyri eygði ég möguleika á að láta á þessa hugsjón reyna. Sumarið 1992 réði ég mig til áður- nefnds tilraunaverkefnis. Ég var ráðin í þrjá mánuði hjá Öldrunardeild Akureyrarbæjar og fékk laun greidd af styrknum úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Ráðningarsamningurinn var tímabundinn, þar sem ég, vegna þung- unar, gaf ekki kost á mér í lengri tíma. Starfið Að mér vitandi er ráðning iðjuþjálfa við heimaþjónustu nýjung hér á landi. Þótti mér bæði spennandi og ánægju- legt að vinna á þessum vettvangi. Greinilegt var að samstarfsaðilar mínir í Heimahjúkrun voru ekki með öllu ókunnir starfi iðjuþjálfa. Frá upphafi fékk ég raunhæfar beiðnir sem flestar lutu að heimilisathugunum og mati á hjálpartækjaþörf. Þegar ég hóf störf deildi ég út sérstöku beiðnablaði til samstarfsfólks míns. Tilgangur minn með þessu beiðnablaði var að gera grein fyrir starfssviði mínu og auð- velda samstarfsfólki mínu að orða óskir sínar. Raunin var sú að beiðna- blaðið var sjaldnast nýtt og flestar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.