Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Side 49
Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi
Þóra Leósdóttir iðjuþjálfi
47
GÆÐAÞRÓUN í IÐJUÞJÁLFUN
Síðastliðinn vetur hélt Iðjuþjálfafélag
Islands námskeið í gæðaþróun fyrir
iðjuþjálfa og var þetta í samvinnu við
endurmenntunarstofnun HI. í fram-
haldi af því voru flestir þátttakendur
sammála því að fylgja þyrfti námskeið-
inu eftir og vinna markvisst áfram að
gæðaþróun innan félagsins. I kjölfarið
var ákveðið að stofna áhugahóp um
þessi mál. Þetta var lagt fram á aðal-
fundinum í mars og undirtektir voru
góðar.
I áhugahópnum eru nokkrir þeirra
iðjuþjálfa sem sóttu fyrrnefnt nám-
skeið. Hugmyndin er sú að þeir myndi
nokkurs konar kjarna en að aðrir
iðjuþjálfar sem áhuga hafa tengist
hópnum að meira eða minna leyti.
Markmið áhugahóps um gæðaþróun
er:
1. Að efla umræðu meðal félags-
manna og vera hvati að verkefnum
er tengjast gæðaþróun, meðal
annars:
* í félagsstarfi
* á vinnustöðum
* í tengslum við fræðslunefnd II
*með umfjöllun í Iðjuþjálfanum,
fagblaði IÍ.
2. Að fylgjast með gæðaþróun á
þverfaglegum vettvangi í heil-
brigðisgeiranum.
Mjög víða er verið að vinna að gæða-
þróun innan iðjuþjálfunar hérlendis.
Má þar nefna á Reykjalundi þar sem
unnið er að skráningu meðferða, á
Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra við
meðferðarlýsingu, þverfagleg teymis-
vinna á Grensásdeild Bsp. og svo
mætti lengi telja. Að síðustu má nefna
A-one sem er gott dæmi um verkfæri
sem nýtist til að samræma þjónustu
og gæði iðjuþjálfunar.
Um mikilvægi þess að samræma þjón-
ustu og gæði í heilbrigðiskerfinu efast
enginn í dag. Iðjuþjálfar þurfa áfram
að vinna markvisst að þessu innan
fræðigreinarinnar. Miðla þarf þvert á
vinnustaði þannig að þjónustan megi
verða sem líkust. Iðjuþjálfar innan
sömu sérsviða þurfa að vera sammála
um notkun verkfæra og túlkun þeirra
aðferða sem notaðar eru í meðferð.
Við teljum mikilvægt að beina kröft-
unum að samræmdri skráningu á
þjónustu iðjuþjálfa. Með henni má
finna lausn á nokkrum brýnustu vand-
amálum fagsins í dag, svo sem skorti
á möguleikum til samanburðar, skorti
á skriflegum gögnum, koma þeirri
"þöglu vitneskju" sem fagið einkennist
af upp á yfirborðið.
Þannig má ekki einungis veita sam-
ræmda þjónustu, heldur tryggja þróun
faglegra vinnubragða.