Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 5
3
Hope Knútsson
Stétt með framtíð
Iðjuþjálfafélag íslands heldur upp á 20 ára
afmæli sitt í ár. Félagið var stofnað 4. mars
1976. Byrjað var að haida upp á afmælið 2.
mars sl. með sérstakri dagskrá í framhaldi af
velheppnuðum aðalfundi. Guð-
rún Pálmadóttir iðjuþjálfi á
Reykjalundi flutti erindi sem
hún nefndi „Iðjuþjálfun á ís-
landi í 20 ár: þróun, staða, fram-
tíðarsýn." Hún tók saman á
mjög skipulagðan og skemmti-
legan hátt, helstu staðreyndir í
sögu iðjuþjálfunar á íslandi. Er-
indið fjallað um 5 þætti í sögu
iðjuþjálfunar:
1. Stærð stéttarinnar og
starfsvettvangur.
2. Menntun iðjuþjálfa og fagleg ímynd.
3. Staða iðjuþjálfunar í íslensku samfélagi.
4. Alþjóða samskipti og staða.
5. Hlutverk Iðjuþjálfafélags íslands.
Að erindinu loknu skiptust fundarmenn í
6 umræðuhópa sem fengu það verkefni að
skrifa söguna áfram. Hvernig sjáum við
iðjuþjálfastéttina eftir önnur 20 ár varðandi
þessa sömu 5 þætti. Verkefnið kom af stað
mjög líflegri og uppbyggjandi umræðu. Það
er enginn vafi á því, miðað við þessa æfingu
í framtíðarspádómum, að iðjuþjálfun er stétt
með mikla framtíð. Við þökkum Guðrúnu
innilega fyrir að leiða okkur í gegnum þetta
sögulega ferli. Við upplifðum mikið stolt og
metnað þennan dag.
Næst snæddum við afmælistertuna. Af-
mælisnefnd félagsins gerði
könnun um óskir félaga um
hátíðahöld sem verður unnið
úr og hátíðahöldin halda á-
fram í vor og haust.
Fréttatilkynning um afmælið
var send fjölmiðlum og birtist
í nokkrum dagblöðum.
í tilefni 20 ára afmælisins hef-
ur stjórn félagsins gert sér-
staka áætlun fyrir árið.
Merkl iðjuþjálfa
Fráfarandi stjórn fannst það við hæfi á
þessu afmælisári að leita til fagfólks um að
hanna merki Iðjuþjálfafélags íslands. Við
vonum að félagar verði ánægðir með út-
komuna. Prentað verður nýtt bréfsefni, um-
slög, kveðjukort og loksins getum við pant-
að boli og jafnvel fleiri smáhulti með merki
félagsins áprentuðu.
Bókagjöf
í 20 ár hefur félagið verið að kaupa og safna
fagbókum og tímaritum til þess að afhenda
væntanlegri námsbraut. Þrátt fyrir seina-
gang í skólamálum iðjuþjálfa tóku stjórnin