Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 6

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 6
og bókasafnsnefndin ákvörðun um að gefa Háskólabókasafninu þetta safn. Rökin voru aðallega þau að þar eru bækurnar aðgengi- legri bæði fyrir iðjuþjálfa sjálfa og aðra. Einnig er þetta tækifæri til að vekja athygli á tilveru okkar stéttar og að háskólanám sé á leiðinni. Formleg afhending fór fram 15. mars sl. þar sem gjöf okkar var stillt mjög snyrtilega upp í sérstökum reit. Var bóka- safnsnefnd og formanni félagsins boðið í myndatöku og kaffi hjá yfirbókaverði lands- bókasafns íslands sem sendi frá sem frétta- tilkynningu í fjölmiðla. Námskeið um álagsmeiðsii Námskeiðin um einkenni vegna endurtek- ins álags á hreyfi- og stoðkerfi við vinnu eða aðra einhæfa iðju, sem verða haldin í lok maí og byrjun júní eru sennilega einn stærsti og mikilvægasti atburður sem félagið hefur nokkurn tíma hrint í framkvæmd. Þetta er í fyrsta skipti á okkar 20 ára ferli sem við stöndum fyrir jafn umfangsmikilli fræðslu fyrir aðrar heilbrigðisstéttir og almenning. Við vonumst til að þetta styrki tengsl okkar Frá vinstri iðjuþjálfarnir Helga Guðjónsdóttir, Gerður Gústavsdóttir og Hope Knútsson ásamt Einari Sigurðssyni landsbókaverði. við annað fagfólk. íslenskir iðjuþjálfar alast ekki upp faglega við hlið annarra heilbrigð- isstétta sem þess vegna þekkja ekki nægi- lega vel starf okkar og menntun. Námskeið- in um álagseinkenni er kjörið tækifæri til að leggja eitthvað af mörkum til almennings og um leið að kynna hlutverk iðjuþjálfunar í forvörnum og meðferð á þessum algengu fylgifiskum nútímatækninnar.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.