Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 7

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 7
5 Stjórn Iðjuþ jálfafélags íslands. Talið frá vinstri. Anna Sveinbjörnsdóttir, Elsa Ingimarsdóttir, Hope Knútsson, Lillý Sverrisdóttir, Lovísa Ólafsdóttir og Auður Axelsdóttir. Á myndina vantar Elsu Þorvaldsdóttur. Kynningarátak I tengslum við 20 ára afmælið og „Repetiti- ve strain injury" námskeiðin hefur félagið ráðið fyrirtækið Kynning og markaður hf. (KOM) til að aðstoða okkur við kynningu. Sérstakur tengihópur hefur verið stofnaður innan félagsins í kringum þetta verkefni. KOM hefur nú í samvinnu við tengihópinn, gert ítarlega kynningaráætlun. Áætlunin er að kynna iðjuþjálfun á þrennan hátt: 1. Starfsgreinin. Hvað er iðju- þjálfun? Hvað gera iðjuþjálfar? 2. Álagsein- kenni, af hverju stafa þau, hvernig má losna við þau eða draga úr þeim og hvernig má koma í veg fyrir þau. og 3. Iðjuþjálfafélag ís- lands og ýmis baráttumál þess, einkum ís- lensk menntun. Kynningunni er beint að al- menningi, stjórnvöldum, atvinnulífinu og öðrum heilbrigðisstéttum. Aðaláherslan verður þó lögð á að uppfræða almenning. Áætlunin felur aðallega í sér samskipti við fjölmiðla með greinaskrifum, viðtölum við iðjuþjálfa og sjúklinga, fréttatilkynning- um, og sviðssetningum/uppákomum sem vekur athygli á iðjuþjálfun. Skólanefnd hef- ur síðastliðið ár stundað „lobbyisma" á mjög háu stigi, inni á alþingi landsins og innan veggja háskólans og meiningin er að þessi almenna kynning á iðjuþjálfun hjálpi til við stofnun langþráðrar námsbrautar í iðjuþjálfun. Margir iðjuþjálfar taka nú þátt í þessu kynningarátaki og íslenska þjóðin mun verða margs vísari um okkar fag að því loknu. Félagar íhí hafa lengi haft áhuga á markvissari kynningu en þá hefur e. t. v. skort heildarhugmynd, tengsl og hugrekki. Með aðstoð reyndra fagmanna gerum við nú það sem okkur hefur lengi langað til. Þetta er spennandi og krefjandi ár fyrir iðju- þjálfa á íslandi. Stjórnin óskar félögunum til hamingju með 20 ára afmælið.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.