Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 16

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 16
14 Iðjuþjálfun er útflutningsvara Viðtal við Guðrúnu Árnadóttur iðjuþjálfa Einn fagran dag í mars brugðu tveir ritnefndar- menn sér í vesturbæinn til að spjalla við störfum hlaðinn iðju- þjálfa, sem hafði góðfús- lega fundið tíma fyrir viðtal í mjög þéttskipaðri dagskrá sinni. Ætlun- in var að fá smá innsýn í líf Guð- rúnar Árnadóttur, sem lifir af því að kenna iðjuþjálfun erlendis. Kennslan fer að mestu fram á nám- skeiðum og dvelur Guðrún að meðaltali hálft árið erlendis, en kennslan dreifist yfir árið. Hinn hluta ársins situr hún ekki aðgerðalaus eins og fram kemur hér á eftir. - Hvernig datt pér í hug að velja iðjuþjálfun, sem á pessum tíma var ekki vel pekkt hér? Þegar ég var í menntaskóla frétti ég af þessu fagi og kynnti mér hvað fólst í mennt- uninni. Það virtist samræma áhugamál mín, sem voru læknisfræði, sálfræði, athafna- fræði, listfræði og mannfræði. Reyndar kom upp úr kafinu að það var lítil listfræði í þessu öllu saman. Starfsþjálfun á sjúkrahús- um var á þeim tíma inntökuskilyrði í iðju- þjálfun og ég vann því eitt sumar sem sjúkraliði á Grensásdeild Borgarspitalans. Þar var ekki iðjuþjálfun á þeim tíma. Hins vegar vann ég með norskum iðjuþjálfa á Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra til að fá frekari innsýn í starfið áður en ég fór út til náms. - Hvar lærðir pú iðjupjálfun og hvers vegna varð sá staður fyrir valinu? Ég lærði iðjuþjálfun við Manitoba há- skóla í Kanada. Það var tilviljun að ég fór vestur um haf. Hér voru staddir Vestur-ís- lendingar sem að hvöttu mig til þess að fara til Kanada í nám. Auk þess var á þeim tíma samvinna á milli Manitoba háskóla annars vegar og Háskóla íslands hins vegar. Hing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.