Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Qupperneq 16

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Qupperneq 16
14 Iðjuþjálfun er útflutningsvara Viðtal við Guðrúnu Árnadóttur iðjuþjálfa Einn fagran dag í mars brugðu tveir ritnefndar- menn sér í vesturbæinn til að spjalla við störfum hlaðinn iðju- þjálfa, sem hafði góðfús- lega fundið tíma fyrir viðtal í mjög þéttskipaðri dagskrá sinni. Ætlun- in var að fá smá innsýn í líf Guð- rúnar Árnadóttur, sem lifir af því að kenna iðjuþjálfun erlendis. Kennslan fer að mestu fram á nám- skeiðum og dvelur Guðrún að meðaltali hálft árið erlendis, en kennslan dreifist yfir árið. Hinn hluta ársins situr hún ekki aðgerðalaus eins og fram kemur hér á eftir. - Hvernig datt pér í hug að velja iðjuþjálfun, sem á pessum tíma var ekki vel pekkt hér? Þegar ég var í menntaskóla frétti ég af þessu fagi og kynnti mér hvað fólst í mennt- uninni. Það virtist samræma áhugamál mín, sem voru læknisfræði, sálfræði, athafna- fræði, listfræði og mannfræði. Reyndar kom upp úr kafinu að það var lítil listfræði í þessu öllu saman. Starfsþjálfun á sjúkrahús- um var á þeim tíma inntökuskilyrði í iðju- þjálfun og ég vann því eitt sumar sem sjúkraliði á Grensásdeild Borgarspitalans. Þar var ekki iðjuþjálfun á þeim tíma. Hins vegar vann ég með norskum iðjuþjálfa á Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra til að fá frekari innsýn í starfið áður en ég fór út til náms. - Hvar lærðir pú iðjupjálfun og hvers vegna varð sá staður fyrir valinu? Ég lærði iðjuþjálfun við Manitoba há- skóla í Kanada. Það var tilviljun að ég fór vestur um haf. Hér voru staddir Vestur-ís- lendingar sem að hvöttu mig til þess að fara til Kanada í nám. Auk þess var á þeim tíma samvinna á milli Manitoba háskóla annars vegar og Háskóla íslands hins vegar. Hing-

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.