Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Side 17

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Side 17
15 að komu ráðgjafar frá Manitoba háskóla sem sátu í nefnd ásamt íslendingum, en nefndin var skipuð af Menntamálaráðu- neytinu hér til að athuga möguleika á því að stofna til menntunar iðju- og sjúkraþjálfara. Niðurstaða nefndarinnar var að það væri grundvöllur fyrir stofnun námsbrautar í sjúkraþjálfun innan læknadeildar HÍ, en ekki tímabært að hefja námsbraut í iðjuþjálf- un. Þetta var árið 1975. Það má geta þess að nefndin áleit nauðsynlegt að nám í iðjuþjálf- un myndi tengjast námi í sjúkraþjálfun inn- an 5-10 ára á þeim tíma. Skólanefndinni hér var boðin skólavist fyrir þrjá sjúkraþjálfara- nema í tengslum við þessa samvinnu. Þegar mín umsókn barst til Kanada var ákveðið að veita mér líka skólavist, þó það hafi ekki verið hugmyndin í upphafi að bjóða skóla- vist í iðjuþjálfun þar sem ekki voru mörg pláss fyrir iðjuþjálfanema og því fengu er- lendir nemar ekki inngöngu. - Fórstu að vinna að loknu náminu í Kanada eðafórstu strax yfir í Mastersnám? Ég fór í þriggja ára diplómanám í Kanada sem var heilsársnám og voru sumrin notuð til verkmenntunar. Ég lauk iðjuþjálfaprófi 1978. Við skólann var einnig boðið uppá bachelorgráðu sem framhaldsmenntun fyrir iðju- og sjúkraþjálfara. Tveggja ára starfs- reynsla var skilyrði til að komast í það nám. Ég fór því heim og vann í fjögur ár, fyrst hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og síðan á Grensásdeild Borgarspítalans. Að þeim tíma loknum fór ég aftur út og lauk bachelor- gráðunni frá Manitoba háskóla, með við- komu í McGill háskólanum í Montréal, þar sem ég tók greinar í kennslusálfræði. Að því loknu fór ég heim og vann um tíma á Borg- arspítalanum í Fossvogi og á Grensásdeild- inni. - Hvers vegna og hvenær ferðu svo í masters- námið og um hvaðfjallaði lokaverkefnið? Það var árið 1985, en þá var þörfin fyrir frekari fróðleik farin að gera vart við sig aft- ur. Ég ákvað að sækja um Fulbrightstyrk og fékk hann. Ég var búin að kynna mér mastersnám í iðjuþjálfun og taugasálfræði við mismunandi háskóla í Bandaríkjunum, enda hafði ég alveg eins áhuga á að fara yfir í taugasálfræði og tengja hana iðjuþjálfun. Suður-Kaliforníu háskóli varð fyrir valinu, því margir viðurkenndir prófessorar störf- uðu þar þá. Má þar nefna doktor Yerxa, sem hefur lagt mikið af mörkum innan fagsins í sambandi við kenningar, rannsóknir og menntun, ekki síst til að koma menntuninni yfir á æðri skólastig. Hún ferðast nú um heiminn og aðstoðar við að færa námið úr sérskólum yfir í háskóla og við undirbúning masters- og doktorsnáms. Doktor Ayres starfaði einnig við þennan skóla, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á „Sensory integration", eða skynheildun í tengslum við meðferð barna og fullorðinna. Námið tók tvö ár og lauk með mastersrit- gerð. Ég valdi að athuga fylgni á milli til- gátu iðjuþjálfa og niðurstöðu tæknilegra matsaðferða, það er að segja tölvusneið- mynda og heilalínurita, varðandi staðsetn- ingu skertrar heilastarfsemi. Tilgáta iðju- þjálfans byggðist á athafnagreiningu við framkvæmd daglegra athafna. Greiningin gaf til kynna hvort um var að ræða skerta framkvæmdafærni og ef svo var hvaða sál- ræn einkenni af vefrænum toga yllu skerð- ingunni. - Nú ert pú pekkt víða um lönd fyrir að hafa próað sérstaka matsaðferð, A-ONE. Byggðir pú pá aðferð á mastersverkefninu? Nei, hún byggist ekki á því, en þróun matsins var forsenda þess að hægt væri að framkvæma rannsóknina. Það kom nefni- lega í ljós að engir nothæfir kvarðar voru til sem byggja mætti tilgátu iðjuþjálfans á. Ég

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.