Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Qupperneq 19
17
varð því að byrja á því að þróa mat sem
hlaut nafnið Árnadóttir OT- ADL (occupa-
tional therapy- activities og daily living).
Neurobehavioral Evaluation sem gengur
undir skammstöfuninni A-ONE og fram-
kvæma nauðsynlegar rannsóknir að staðla
matið og kanna gildi þess og áreiðanleik. A-
ONE byggir á athafnagreiningu og metur
framkvæmdafærni við daglegar athafnir og
greinir samtímis hvaða einkenni skertrar
heilastarfsemi hindra færni.
- Varþetta ekki óvenju stórt verkefni oggerð-
ir þú þér grein fyrir hversu langt það myndi
teygja sig?
Jú, þetta var mun umfangsmeiri ritgerð
og rannsóknir en ætlast var til. Mér var sagt
frá byrjun að þetta væri allt of viðamikið og
óframkvæmanlegt, svo ég yrði að skera nið-
ur og takmarka mig meira. Mig langaði bara
að vita þetta allt (hlær) og þar við stóð. Það
var aldrei ætlunin í upphafi að þetta mat
yrði notað til annars en að safna þeim upp-
lýsingum sem ég þurfti í samanburðarrann-
sóknina, hvorki af mér, þeim sem ég hafði
þjálfað til gagnasöfnunar með mér né öðr-
um. Prófessorar mínir töldu hins vegar að
matið ætti erindi til annarra iðjuþjálfa og
hvöttu mig til að koma því á framfæri. Þeir
komu mér á framfæri við bókaforlög og í
framhaldi af því gaf Mosby forlagið út bók
mína „The Brain and Behavior: Assessing
Cortical Dysfunction Through Activities of
Daily Living", sem þýða má á íslensku sem
„Heili og hegðun: Að meta heilaskaða út frá
daglegu atferli sjúklings." Bókin kom út árið
1990 og byggir á mastersritgerðinni og þró-
unar á kenningum þeim er liggja að baki
matinu og frekari rannsóknum til að staðla
matið og kanna gildi þess og áreiðanleik.
- Gerðir þú þér á þessum tíma greinfyrir því
að A-ONE myndi ná svo mikilli útbreiðslu sem
orðiðhefur?
Nei, ég hafði aldrei velt því fyrir mér,
enda útbreiðsla ekki markmiðið. Ég ætlaði
bara að slaka á þegar þetta væri búið.
Reyndin varð önnur og ég hef ferðast og
haldið námskeið, auk þess sem ég hef haldið
fyrirlestra á ráðstefnum fyrir iðjuþjálfa og á
þverfaglegum ráðstefnum. Námskeiðin
fjalla um þekkingargrundvöll kenninganna,
framsetningu matsins, stigagjöf og rann-
sóknir tengdarþví.
- Hvar hefur þú haldið fyrirlestra?
Námskeiðin hafa verið haldin á öllum
Norðurlöndunum, í Ástralíu, Bandaríkjun-
um, Hollandi, Kanada og Sviss. Auk þess
hef ég flutt fyrirlestra og styttri námskeið í
Þýskalandi, Bretlandi, Belgíu og Portúgal.
Ég hef einnig starfað sem gestakennari við
hákóla í Svíþjóð um nokkurra vikna skeið,
þar sem ég kenndi öllum árgöngum í grunn-
námi iðjuþjálfunarbrautar. Ég kenndi þar
einnig iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum og
hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi.
- Er ekki hætta á að þú tnissir tökin á nám-
skeiðunum og aðrir iðjuþjálfar fari að kenna án
frekari réttinda?
Það er vissulega möguleiki en ég hef ekki
miklar áhyggjur af því. Flestir þeir iðjuþjálf-
ar sem sótt hafa námskeiðin hafa virt nauð-
syn þess að viðhalda ákveðnum staðli. Þeir
hafa einnig gert sér grein fyrir því að þessi
námskeið eru nauðsynleg til að ná æskileg-
um áreiðanleika. Þeir hafa því frekar reynt
að stuðla að því að sem flestir hafi mögu-
leika á að sækja námskeiðin og beitt sér fyrir
því að fá fleiri námskeið. Iðjuþjálfar virðast
tryggja að þeir sem nota A-ONE hafi til þess
tilskilin réttindi og þjálfun. í sumum lönd-
um, þar sem nóg framboð er af iðjuþjálfum
hafa sjúkrahús sett A-ONE námskeið sem
skilyrði fyrir ráðningu iðjuþjálfa sem ráðnir
eru til að vinna með sjúklinga, sem hafa sál-
ræn einkenni af vefrænum toga. í öðrum til-