Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 29

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 29
27 Emma Pétursdóttir iðjuþjálfanemi Ingibjörg Garðarsdóttir iðjuþjálfanemi PBL - Ný námstilhögun við Iðjuþjálfaskólann í Kaupmannahöfn 1. september 1995 var námsskipu- lagi breytt við Iðjuþjálfaskólann í Kaupmannahöfn yfir í svokallaða PBL-aðferð. Við, sem skrifum þetta, erum fyrstu íslendingarnir sem læra undir þessu nýja náms- skipulagi. Okkur langar að miðla af reynslu okkar og segja ykkur heima á íslandi aðeins frá náminu. Við vonum að þessi pistill verði til þess að áhugasamir um iðjuþjálfun fái innsýn í námið eftir hinni nýju tilhögun. Einnig væri óskandi að stafandi iðjuþjálfar fái jákvæða mynd af okkur PBL-nemum sem verðandi „kollegum". Hvað er PBL-aðferð? PBL er skammstöfun fyrir „problem baser- tet læring" á dönsku. Satt að segja erum við í stökustu vandræðum með að þýða þetta yfir á íslensku. Orðið „problem" hefur hér breiðari merkinu en íslenska orðið vanda- mál. Það getur líka þýtt viðfangsefni, verk- efni eða dæmi. „Læring" þýðir hér nám eða það að læra og nema vitneskju. Að okkar mati er erfitt að finna tilsvarandi orð á ís- lensku og höldum okkur því við skamm- stöfunina BPL. Við látum öðrum eftir að þýða þetta yfir á ástkæra ylhýra. Hugtakið PBL vísar til námsaðferðar sem hefur verið notuð í 25 ár og er grundvölluð á uppeldisfræðilegum kenningum. Aðferðin var upphaflega þróuð og notuð við læknis- fræðideild í bandarískum háskóla. Smám saman var farið að nota hana í fleiri skólum og hinum ýmsu fögum, t. d. hjúkrunarfræði, iðju- og sjúkraþjálfun, félagráðgjöf, jarð- fræði og verkfræði. Nú er aðferðin notuð í iðjuþjálfaskólanum í Tromso í Noregi, Ling- kjoping í Svíþjóð, NewCastle í Ástralíu og hér í Kaupmannahöfn svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að skólinn í Kaupmannahöfn

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.