Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Side 33
31
Meistarinn og nemarnir sjö, talið
frá vinstri:
Margrét Sigurðardóttir, Valeirie
Harris, Gail Maguire, Gunn-
hildur Gísladóttir, Sigrún
Garðarsdóttir, Ingibjörg
Áseirsdóttir, Kristana Fenger og
Elín Ebba Ásmundsdóttir.
Ekki var sjálfstraustið mikið gagnvart
enskuprófi, þannig að um páskana 1994
æfði ég mig í að taka enskupróf með hjálp
gagna frá Menningarstofnum Bandaríkj-
anna. Það reyndist þó vera lítilræði miðað
við GRE prófið, sem einnig verður að gang-
ast undir. Ég fékk áfall þegar ég fékk lánuð
fyrstu gögnin og hélt ég myndi bara gefast
upp, þess fullviss að skammstöfunin stæði
fyrir „Glópar Reyna Ensku". Þessi tvö próf
reyndu því verulega á hvort ég vildi í raun
teggja þetta á mig eður ei. Ég gat á engan
hátt einbeitt mér til náms að vinnudegi
loknum, heimafyrir með tvo fjöruga drengi,
~ég kvöldsvæf mannneskjan sem sofnar um
svipað leyti og börnin. Eina leiðin sem ég sá
út úr þessum vanda var að vakna klukkan
fimm á morgnana til að fá tveggja tíma frið.
Þetta gerði ég svo í þá tvo mánuði sem voru
til „Glópa" prófsins. í örvæntingu minni í
viðureigninni við undirbúninginn fyrir GRE
prófið fullvissaði Guðrún Guðfinnsdóttir,
iðjuþjálfi mig um að þetta væri það erfiðasta
og svei mér þá ef hún hafði ekki rétt fyrir
sér. Þótt ég væri vel undirbúin, hafði ég á til-
finningunni að ég væri eiginlega bara að
fylla út lottómiða í þessu fjögurra tíma GRE
prófi, -en „miði er möguleiki". Fleiri lögðu
undir til að geta „spilað með" og hún Mar-
grét okkar mætti meira að segja með 40 stiga
hita svo að við hinar gátum ekki látið bera á
neinni sjálfsvorkunn. Síðar tókum við annað